Klopp um kvöldið: Hafa aldrei spilað vinalegan leik síðan Simeone tók við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 14:01 Það hefur verið mikið fjör og nóg af mörkum í síðustu leikjunum á milli liða Diego Simeone og Jürgen Klopp. Þeir tveir eru ekki alltof góðir vinir heldur. Getty/Baldesca Samper Það fór ekkert alltof vel á með knattspyrnustjórnunum Jürgen Klopp og Diego Simeone eftir síðasta leik Liverpool og Atletico og nú var það staðfest fyrir leik að þeir munu ekki takast í hendur eftir leik liðanna í kvöld. Enn meiri olía á eldinn sem logaði vel fyrir. Liverpool vann 3-2 sigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum og liðin mætast aftur á Anfield í kvöld. Eftir þessa veisluna í Madrid fyrir hálfum mánuði og dramatíkina þegar Atletico Madrid sló Liverpool út úr Meistaradeildinni fyrir tveimur árum þá er von á alvöru Evrópukvöldi í Liverpool í kvöld. Það bíða margir spenntir eftir leiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í leik kvöldsins á blaðamannafundi. „Við vorum svo hamingjusamir þegar við tryggðum okkur sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabil af því að við vissum þá að við myndum fá Evrópukvöld eins og er framundan í kvöld,“ sagði Jürgen Klopp. "Since Diego has been there Atletico have never played a friendly game so we should not expect that. We want to win the game."Jurgen Klopp wants to celebrate being apart of the Champions League and beating Atletico Madrid with the fans pic.twitter.com/geDaUWknrz— Football Daily (@footballdaily) November 3, 2021 „Það er þannig kvöld á leiðinni og við ættum að halda upp á það á fótboltalegan hátt með stuðningsmönnum okkar,“ sagði Klopp. „Atletico er með gott lið, ótrúlega öflugt lið og allar götur síðan að Diego [Simeone] kom þangað þá hafa þeir aldrei spilað vinalegan leik. Við getum því ekki búist við slíku en við munum gera okkar,“ sagði Klopp. „Þetta verður alvöru baráttuleikur. Þetta eru lið sem spila tilfinningaríkan fótbolta. Ef við viljum upplifa drauma okkar og væntingar þá þurfum við að vinna fótboltaleiki,“ sagði Klopp. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Atletico á Anfield síðan liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni 2020 með 4-2 sigri í seinni leik liðanna. Sá leikur fór fram í sextán liða úrslitum og var síðasti heimaleikur Liverpool með áhorfendur fyrir kórónuveiruástandið. Leikur Liverpool og Atletico Madrid hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Dagskráin hefst með upphitun fyrir Meistaradeildina á sömu stöð klukkan 19.15. Auk Liverpool leiksins þá verður leikur Dortmund og Ajax sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og leikur Sporting og Besiktas verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Liverpool vann 3-2 sigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum og liðin mætast aftur á Anfield í kvöld. Eftir þessa veisluna í Madrid fyrir hálfum mánuði og dramatíkina þegar Atletico Madrid sló Liverpool út úr Meistaradeildinni fyrir tveimur árum þá er von á alvöru Evrópukvöldi í Liverpool í kvöld. Það bíða margir spenntir eftir leiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í leik kvöldsins á blaðamannafundi. „Við vorum svo hamingjusamir þegar við tryggðum okkur sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabil af því að við vissum þá að við myndum fá Evrópukvöld eins og er framundan í kvöld,“ sagði Jürgen Klopp. "Since Diego has been there Atletico have never played a friendly game so we should not expect that. We want to win the game."Jurgen Klopp wants to celebrate being apart of the Champions League and beating Atletico Madrid with the fans pic.twitter.com/geDaUWknrz— Football Daily (@footballdaily) November 3, 2021 „Það er þannig kvöld á leiðinni og við ættum að halda upp á það á fótboltalegan hátt með stuðningsmönnum okkar,“ sagði Klopp. „Atletico er með gott lið, ótrúlega öflugt lið og allar götur síðan að Diego [Simeone] kom þangað þá hafa þeir aldrei spilað vinalegan leik. Við getum því ekki búist við slíku en við munum gera okkar,“ sagði Klopp. „Þetta verður alvöru baráttuleikur. Þetta eru lið sem spila tilfinningaríkan fótbolta. Ef við viljum upplifa drauma okkar og væntingar þá þurfum við að vinna fótboltaleiki,“ sagði Klopp. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Atletico á Anfield síðan liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni 2020 með 4-2 sigri í seinni leik liðanna. Sá leikur fór fram í sextán liða úrslitum og var síðasti heimaleikur Liverpool með áhorfendur fyrir kórónuveiruástandið. Leikur Liverpool og Atletico Madrid hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Dagskráin hefst með upphitun fyrir Meistaradeildina á sömu stöð klukkan 19.15. Auk Liverpool leiksins þá verður leikur Dortmund og Ajax sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og leikur Sporting og Besiktas verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira