Hefur fyrirgefið morðingja Birnu en sökin verði aldrei afmáð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 10:33 Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur sem var myrt í janúar 2017, segist hafa fyrirgefið morðingja hennar en það þýði ekki að sök morðingjans hafi verið afmáð. Aðsend Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, segist hafa fyrirgefið manninum sem myrti dóttur hans. Í þeirri fyrirgefningu felist þó ekki afsökun og sök hans verði aldrei afmáð. Þetta skrifar Brjánn í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Var tilefnið viðtal Kastljóss við heimspekiprófessorinn Sigríði Þorgeirsdóttur sem ræddi þar „erfiða stöðu í samskiptum kynjanna, mannlega hegðun, fyrirgefningu og yfirbót“ eins og þáttastjórnandi lýsti umræðuefninu í byrjun þáttar. Ræddu þau þar meðal annars Kveiksþáttinn sem var sýndur á þriðjudagskvöld þar sem leikarinn Þórir Sæmundsson var til viðtals en hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum þegar upp komst að hann hafi sent nektarmyndir á tvær stúlkur, sem ekki höfðu náð fullorðinsaldri. „Fyrirgefning og afsökun gerólíkir hlutir“ Brjánn segir í pistlinum, og í samtali við fréttastofu, að honum hafi þótt málflutningur Sigríðar um fyrirgefningu og afsökun einkennast af því að hún hefði líklega enga reynslu af því sem hún væri að tala um. „Ég byrjaði að horfa á Kastljós. Þar var til viðtals Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki. Eftir fyrsta svar hennar nennti ég ekki að hlusta lengur. Hún er ef til vill hámenntuð og fín, en hefur líklega enga reynslu af því sem hún er að tala um. Fyrirgefning og afsökun eru algerlega gerólíkir hlutir,“ skrifar Brjánn í pistli sínum. „Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér“ Brjánn, eins og landsmönnum er líklega flestum kunnugt, er faðir Birnu Brjánsdóttur sem var myrt í byrjun árs 2017. Mál Birnu skók samfélagið allt og heltók umræðuna á sínum tíma en Birna hvarf úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar 2017. Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen var handtekinn og sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í 19 ára fangelsi, sem hann afplánar nú í stærsta fangelsi Danmerkur: Vestre í Kaupmannahöfn. Brjánn segir í pistli sínum að hann hafi ákveðið að fyrirgefa manninum sem myrti dóttur hans en að í þeirri fyrirgefningu hafi ekki falist afsökun. „Maður myrti dóttur mína. Yndið mitt. Ég ákvað að fyrirgefa honum. Í því fólst ekki afsökun. Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér,“ skrifar Brjánn. Hann hafi ákveðið að fyrirgefa til þess að gefa Thomasi ekki pláss í huga sínum. „Ég ætla samt ekki að skaffa honum herbergi í hausnum á mér, sem ég myndi gera með að vera uppfullur af hatri sem myndi gera engum skaða nema mér sjálfum. Þannig að ég ákvað að fyrirgefa (ekki afsaka) til að losna við hann.“ Þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði Brjánn segir afsökun þess eðlis að sök þess sem hafi eitthvað á manni brotið sé afmáð. Fyrirgefning sé annars eðlis. „Afsökun er að líta svo á að sök einhvers gagnvart manni verði afmáð. Eitthvað sem einhver gerði á manns hlut muni maður eftirleiðis líta framhjá og jafnvel gleyma með tímanum. Svona eins og ef einhver gleymdi að sækja mann út á stoppistöð,“ segir Brjánn. „Fyrirgefning er allt annað og fyrirgefning felur alls ekki í sér afsökun. Fyrirgefning er að láta af hatri eða öðrum vondum tilfinningum í garð einhvers sem hefur gert á þinn hlut. Þetta tvennt er svo gersamlega ólíkt að ég þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði.“ MeToo Birna Brjánsdóttir Ríkisútvarpið Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Þetta skrifar Brjánn í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Var tilefnið viðtal Kastljóss við heimspekiprófessorinn Sigríði Þorgeirsdóttur sem ræddi þar „erfiða stöðu í samskiptum kynjanna, mannlega hegðun, fyrirgefningu og yfirbót“ eins og þáttastjórnandi lýsti umræðuefninu í byrjun þáttar. Ræddu þau þar meðal annars Kveiksþáttinn sem var sýndur á þriðjudagskvöld þar sem leikarinn Þórir Sæmundsson var til viðtals en hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum þegar upp komst að hann hafi sent nektarmyndir á tvær stúlkur, sem ekki höfðu náð fullorðinsaldri. „Fyrirgefning og afsökun gerólíkir hlutir“ Brjánn segir í pistlinum, og í samtali við fréttastofu, að honum hafi þótt málflutningur Sigríðar um fyrirgefningu og afsökun einkennast af því að hún hefði líklega enga reynslu af því sem hún væri að tala um. „Ég byrjaði að horfa á Kastljós. Þar var til viðtals Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki. Eftir fyrsta svar hennar nennti ég ekki að hlusta lengur. Hún er ef til vill hámenntuð og fín, en hefur líklega enga reynslu af því sem hún er að tala um. Fyrirgefning og afsökun eru algerlega gerólíkir hlutir,“ skrifar Brjánn í pistli sínum. „Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér“ Brjánn, eins og landsmönnum er líklega flestum kunnugt, er faðir Birnu Brjánsdóttur sem var myrt í byrjun árs 2017. Mál Birnu skók samfélagið allt og heltók umræðuna á sínum tíma en Birna hvarf úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar 2017. Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen var handtekinn og sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í 19 ára fangelsi, sem hann afplánar nú í stærsta fangelsi Danmerkur: Vestre í Kaupmannahöfn. Brjánn segir í pistli sínum að hann hafi ákveðið að fyrirgefa manninum sem myrti dóttur hans en að í þeirri fyrirgefningu hafi ekki falist afsökun. „Maður myrti dóttur mína. Yndið mitt. Ég ákvað að fyrirgefa honum. Í því fólst ekki afsökun. Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér,“ skrifar Brjánn. Hann hafi ákveðið að fyrirgefa til þess að gefa Thomasi ekki pláss í huga sínum. „Ég ætla samt ekki að skaffa honum herbergi í hausnum á mér, sem ég myndi gera með að vera uppfullur af hatri sem myndi gera engum skaða nema mér sjálfum. Þannig að ég ákvað að fyrirgefa (ekki afsaka) til að losna við hann.“ Þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði Brjánn segir afsökun þess eðlis að sök þess sem hafi eitthvað á manni brotið sé afmáð. Fyrirgefning sé annars eðlis. „Afsökun er að líta svo á að sök einhvers gagnvart manni verði afmáð. Eitthvað sem einhver gerði á manns hlut muni maður eftirleiðis líta framhjá og jafnvel gleyma með tímanum. Svona eins og ef einhver gleymdi að sækja mann út á stoppistöð,“ segir Brjánn. „Fyrirgefning er allt annað og fyrirgefning felur alls ekki í sér afsökun. Fyrirgefning er að láta af hatri eða öðrum vondum tilfinningum í garð einhvers sem hefur gert á þinn hlut. Þetta tvennt er svo gersamlega ólíkt að ég þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði.“
MeToo Birna Brjánsdóttir Ríkisútvarpið Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00