Nær öruggt að Ortega ríghaldi í völdin eftir forsetakosningar Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 13:09 Bolir með mynd af Ortega forseta og Rosario Murillo, konu hans. Murillo er valdamikil í stjórn Ortega þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til nokkurs embættis. Vísir/EPA Daniel Ortega, forseti Níkaragva, mætir lítilli raunverulegri mótspyrnu í forsetakosningum sem fara fram í landinu um helgina en hann hefur gengið á milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni og frjálsum fjölmiðlum undanfarin misseri. Búist er við að hann herði enn tökin eftir kosningarnar. Kosningarnar í Níkaragva fara fram á sunnudag. Orgega býður sig þar fram til endurkjörs í þriðja skipti. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram í kosningunum 2016. Á meira en áratugslangri valdatíð sinni hefur hann fest völd sín í sessi á sama tíma og fjölskyldan hans hefur auðgast gífurlega. Á þessu ári hefur Ortega látið fangelsa fjölda mögulega mótframbjóðenda sinna, andófsfólks, blaðamanna og kaupsýslumanna. Aðrir gagnýnendur forsetans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Mótframbjóðendur Ortega í kosningunum eru lítt þekktir og gagnrýnendur forsetans fullyrða að þeir séu honum handgengnir. Margir íbúar landsins hafa lítinn áhuga á því að kjósa. „Ég ætla ekki að taka þátt í þessu kosningahringleikahúsi,“ segir Sherly, 25 ára gömul kona, við Reuters-fréttastofuna. Móðir hennar hefur verið í fangelsi í ár fyrir að mótmæla stjórn Ortega. Skoða frekari þvinganir Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Níkaragva til þess að mótmæla ófrjálsum kosningum þar. Antony Blinken, utanríkisráðherra, hefur sakað Ortega um að skipuleggja „gervikosningar“ til að koma á fót ættarveldi. Bandaríkjastjórn beitir þegar embættismenn í Níkaragva, þar á meðal ættingja Ortega, viðskiptaþvingunum og ferðabanni. Á meðal þess sem Bandaríkjastjórn hefur til skoðunar er aðild Níkaragva að fríverslunarsamningi Mið-Ameríkuríkja og Bandaríkjanna. Um helmingur útflutnings Níkaragva er til Bandaríkjanna. Óljóst er þó hvort að nágrannaríki Níkaragva styðji slíkar aðgerðir. Sjö þeirra, þar á meðal Mexíkó, Argentína, Gvatemala og Hondúras, sátu hjá þegar Samtök Ameríkuríkja greiddu atkvæði um ályktun þar sem áhyggjum var lýst af tilraunum Ortega til að grafa undan heilindum kosninganna í síðasta mánuði. Sakaður um að líkjast einræðisherranum sífellt meira Ortega var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna Sandínista sem steyptu Anastasio Somoza, einræðisherra Níkgaragva, af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en komst aftur á valdastól í kosningum árið 2006. Síðan þá hefur Ortega verið sakaður um að líkjast einræðisherranum sem hann steypti æ meira. Frambjóðendur stjórnarandstöðunnar lét hann handtaka á grundvelli laga um landráð sem hann lét samþykkja. Öryggissveitir Ortega drápu um þrjú hundruð manns í mótmælum gegn ríkisstjórn hans sem blossuðu upp árið 2018. Mótmælin beindust að umdeildum breytingum á lífeyriskerfi landsins en snerust síðan upp í almennt andóf gegn ríkisstjórninni. Flestar lykilstofnanir í níkaragvönsku samfélagi eru taldar hallar undir Ortega, þar á meðal dómstólar landsins. Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Kosningarnar í Níkaragva fara fram á sunnudag. Orgega býður sig þar fram til endurkjörs í þriðja skipti. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram í kosningunum 2016. Á meira en áratugslangri valdatíð sinni hefur hann fest völd sín í sessi á sama tíma og fjölskyldan hans hefur auðgast gífurlega. Á þessu ári hefur Ortega látið fangelsa fjölda mögulega mótframbjóðenda sinna, andófsfólks, blaðamanna og kaupsýslumanna. Aðrir gagnýnendur forsetans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Mótframbjóðendur Ortega í kosningunum eru lítt þekktir og gagnrýnendur forsetans fullyrða að þeir séu honum handgengnir. Margir íbúar landsins hafa lítinn áhuga á því að kjósa. „Ég ætla ekki að taka þátt í þessu kosningahringleikahúsi,“ segir Sherly, 25 ára gömul kona, við Reuters-fréttastofuna. Móðir hennar hefur verið í fangelsi í ár fyrir að mótmæla stjórn Ortega. Skoða frekari þvinganir Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Níkaragva til þess að mótmæla ófrjálsum kosningum þar. Antony Blinken, utanríkisráðherra, hefur sakað Ortega um að skipuleggja „gervikosningar“ til að koma á fót ættarveldi. Bandaríkjastjórn beitir þegar embættismenn í Níkaragva, þar á meðal ættingja Ortega, viðskiptaþvingunum og ferðabanni. Á meðal þess sem Bandaríkjastjórn hefur til skoðunar er aðild Níkaragva að fríverslunarsamningi Mið-Ameríkuríkja og Bandaríkjanna. Um helmingur útflutnings Níkaragva er til Bandaríkjanna. Óljóst er þó hvort að nágrannaríki Níkaragva styðji slíkar aðgerðir. Sjö þeirra, þar á meðal Mexíkó, Argentína, Gvatemala og Hondúras, sátu hjá þegar Samtök Ameríkuríkja greiddu atkvæði um ályktun þar sem áhyggjum var lýst af tilraunum Ortega til að grafa undan heilindum kosninganna í síðasta mánuði. Sakaður um að líkjast einræðisherranum sífellt meira Ortega var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna Sandínista sem steyptu Anastasio Somoza, einræðisherra Níkgaragva, af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en komst aftur á valdastól í kosningum árið 2006. Síðan þá hefur Ortega verið sakaður um að líkjast einræðisherranum sem hann steypti æ meira. Frambjóðendur stjórnarandstöðunnar lét hann handtaka á grundvelli laga um landráð sem hann lét samþykkja. Öryggissveitir Ortega drápu um þrjú hundruð manns í mótmælum gegn ríkisstjórn hans sem blossuðu upp árið 2018. Mótmælin beindust að umdeildum breytingum á lífeyriskerfi landsins en snerust síðan upp í almennt andóf gegn ríkisstjórninni. Flestar lykilstofnanir í níkaragvönsku samfélagi eru taldar hallar undir Ortega, þar á meðal dómstólar landsins.
Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21
Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15
Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45