Vestmanneyingar á menningarlegu nótum um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. nóvember 2021 13:31 Mikill áhugi er fyrir Safnahelginni í Vestmannaeyjum um helgina enda dagskráin mjög fjölbreytt. Aðsend Vestmanneyingar og gestir þeirra verða á menningarlegum nótum um helgina því þar fer fram safnahelgi með fjölbreyttri dagskrá. Hápunktur helgarinnar verður fjölþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum. Safnahelgin hófst á fimmtudaginn með setningarathöfn í Stafkirkjunni og síðan hefur dagskráin haldið áfram með fjölbreyttum sýningum, upplestrum og tónlistaratriðum um allan bæ. Í dag klukkan fjögur eru til dæmis tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni og í kvöld er kvöldskemmtun Leikfélags Vestmannaeyja í Kvikunni. Sigurhanna Friðþórsdóttir er ein af skipuleggjendum Safnahelgarinnar. „Við erum með uppákomur á öllum söfnum. Það eru myndlistarsýningar, tónleikar, bókakynningar og ýmiskonar dagskrá, fyrirlestrar og fleira. Þessi hátíð er búin að vera við líði hjá okkur í nokkuð mörg ár, byrjaði fyrst sem Nótt safnanna. Það eru orðin 16 til 17 ár síðan það var og síðan hefur þetta smátt og smátt þróast yfir í það að vera bara skemmtileg dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags því það er upp á svo margt að bjóða í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurhanna. Dagskrá Safnahelgarinnar er mjög fjölbreytt og skemmtileg.Aðsend Sigurhanna segir erfitt að nefna einhvern einn hápunkt helgarinnar en þó. „Á sunnudaginn verður fjölþjóðlegráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum þar sem fræðimenn og rithöfundar flytja erindi sín um ritverk sín, sem byggjast á Tyrkjaráninu 1627. Þar ætlar Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar að flytja íslensk þjóðlög í austrænum stíl og svo verður boðið upp á veitingar á Norður - Afríku vísu. Þetta er svona já, einn af hápunktunum en eins og ég segi, þá eru tónleikar, myndlistarsýningar og fleira.“ Hún hvetur fólk á fastalandinu að skella sér til Vestmannaeyja um helgina og taka þátt í Safnahelginni. „Já, endilega, það er bara næsta ferð með Herjólfi, ekki spurning, bara að skella sér yfir. Það spáir rosalega fínu um helgina,“ segir Sigurhanna. Hér má sjá dagskrá Safnahelgarinnar Viðburðir eru um alla eyjuna um helgina í tilefni af Safnahelginni.Aðsend Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Safnahelgin hófst á fimmtudaginn með setningarathöfn í Stafkirkjunni og síðan hefur dagskráin haldið áfram með fjölbreyttum sýningum, upplestrum og tónlistaratriðum um allan bæ. Í dag klukkan fjögur eru til dæmis tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni og í kvöld er kvöldskemmtun Leikfélags Vestmannaeyja í Kvikunni. Sigurhanna Friðþórsdóttir er ein af skipuleggjendum Safnahelgarinnar. „Við erum með uppákomur á öllum söfnum. Það eru myndlistarsýningar, tónleikar, bókakynningar og ýmiskonar dagskrá, fyrirlestrar og fleira. Þessi hátíð er búin að vera við líði hjá okkur í nokkuð mörg ár, byrjaði fyrst sem Nótt safnanna. Það eru orðin 16 til 17 ár síðan það var og síðan hefur þetta smátt og smátt þróast yfir í það að vera bara skemmtileg dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags því það er upp á svo margt að bjóða í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurhanna. Dagskrá Safnahelgarinnar er mjög fjölbreytt og skemmtileg.Aðsend Sigurhanna segir erfitt að nefna einhvern einn hápunkt helgarinnar en þó. „Á sunnudaginn verður fjölþjóðlegráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum þar sem fræðimenn og rithöfundar flytja erindi sín um ritverk sín, sem byggjast á Tyrkjaráninu 1627. Þar ætlar Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar að flytja íslensk þjóðlög í austrænum stíl og svo verður boðið upp á veitingar á Norður - Afríku vísu. Þetta er svona já, einn af hápunktunum en eins og ég segi, þá eru tónleikar, myndlistarsýningar og fleira.“ Hún hvetur fólk á fastalandinu að skella sér til Vestmannaeyja um helgina og taka þátt í Safnahelginni. „Já, endilega, það er bara næsta ferð með Herjólfi, ekki spurning, bara að skella sér yfir. Það spáir rosalega fínu um helgina,“ segir Sigurhanna. Hér má sjá dagskrá Safnahelgarinnar Viðburðir eru um alla eyjuna um helgina í tilefni af Safnahelginni.Aðsend
Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira