Kosið í Níkaragva í skugga ofsókna og gerræðis Þorgils Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 11:22 Kosið verður í Níkaragva í dag, þar sem fastlega er búist við því að forsetinn Daniel Ortega hrósi sigri, enda hefur hann fangelsað alla helstu andstæðinga sína. Hér heldur kona ein á bolum sem sýna myndur af þjóðhetjunni Augusto Sandino og Ortega. Mynd/EPA Kosningar fara fram í Níkaragva í dag þar sem ekkert bendir til annars en að forsetinn Daniel Ortega verði hlutskarpastur og muni sitja í forsetastóli fjórða kjörtímabilið í röð. Kosningabaráttan hefur hins vegar litast af verulegum misbrestum á lýðræðislegum hefðum, þar sem um 40 stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir síðustu vikur, þar af allir helstu mótframbjóðendur forsetans. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Kosið verður til forseta og þings, en Sandinistaflokkur fer með völdin í þinginu og stýrir öllum opinberum stofnunum. Framganga Ortega hefur verið fordæmd víðast hvar, meðal annars af Josep Borell, utanríkismálastjóra ESB, sem kallaði Ortega einræðisherra og sagði kosningarnar ekkert meira en fals. „Hr. Ortega hefur fangelsað alla mótframbjóðendur í þessum kosningum og við búumst ekki við því að af þeim hljótist lögmæt niðurstaða.“ Þá fordæmir Samband Ameríkuríkja Ortega einnig fyrir að standa ekki að frjálsum kosningum og Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lagt refsiaðgerðir á helstu bandamenn Ortega. Þær ráðstafanir urðu aðeins til þess að herða forsetann í ofsóknum gegn andstæðingum sínum og hann sakar alþjóðasamfélagið um afskipti af innanríkismálum Níkaragva. Ortega hefur hert tök sín á landinu jafnt og þétt á stjórnartíð sinni. Hér er hann með eiginkonu sinni og varaforseta, Rosario Murillo. Hann útnefndi hana nýlega sem aðstoðar-forseta.Mynd/Getty Velti harðstjóra en ber nú niður allt andóf Ortega hóf afskipti af stjórnmálum sem ungur byltingasinni á áttunda áratugnum þar sem hann barðist gegn harðstjóranum Anastasio Somoza sem var steypt af stóli árið 1979. Hann var forseti Níkaragúa á árunum 1986 til 1990 en sneri aftur til valda árið 2007. Síðan þá hefur hann gerst æ gerræðislegri og barið niður allt andóf með harðri hendi. Meðal annars létu 300 manns lífið þegar mótmæli voru barin niður árið 2018. Niðurstaða ætti að liggja fyrir seint í kvöld að íslenskum tíma, en 30.000 manna lið hermanna og lögreglu sér um að tryggja öryggi á kjörstöðum, að sögn stjórnvalda. Níkaragva Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Kosningabaráttan hefur hins vegar litast af verulegum misbrestum á lýðræðislegum hefðum, þar sem um 40 stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir síðustu vikur, þar af allir helstu mótframbjóðendur forsetans. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Kosið verður til forseta og þings, en Sandinistaflokkur fer með völdin í þinginu og stýrir öllum opinberum stofnunum. Framganga Ortega hefur verið fordæmd víðast hvar, meðal annars af Josep Borell, utanríkismálastjóra ESB, sem kallaði Ortega einræðisherra og sagði kosningarnar ekkert meira en fals. „Hr. Ortega hefur fangelsað alla mótframbjóðendur í þessum kosningum og við búumst ekki við því að af þeim hljótist lögmæt niðurstaða.“ Þá fordæmir Samband Ameríkuríkja Ortega einnig fyrir að standa ekki að frjálsum kosningum og Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lagt refsiaðgerðir á helstu bandamenn Ortega. Þær ráðstafanir urðu aðeins til þess að herða forsetann í ofsóknum gegn andstæðingum sínum og hann sakar alþjóðasamfélagið um afskipti af innanríkismálum Níkaragva. Ortega hefur hert tök sín á landinu jafnt og þétt á stjórnartíð sinni. Hér er hann með eiginkonu sinni og varaforseta, Rosario Murillo. Hann útnefndi hana nýlega sem aðstoðar-forseta.Mynd/Getty Velti harðstjóra en ber nú niður allt andóf Ortega hóf afskipti af stjórnmálum sem ungur byltingasinni á áttunda áratugnum þar sem hann barðist gegn harðstjóranum Anastasio Somoza sem var steypt af stóli árið 1979. Hann var forseti Níkaragúa á árunum 1986 til 1990 en sneri aftur til valda árið 2007. Síðan þá hefur hann gerst æ gerræðislegri og barið niður allt andóf með harðri hendi. Meðal annars létu 300 manns lífið þegar mótmæli voru barin niður árið 2018. Niðurstaða ætti að liggja fyrir seint í kvöld að íslenskum tíma, en 30.000 manna lið hermanna og lögreglu sér um að tryggja öryggi á kjörstöðum, að sögn stjórnvalda.
Níkaragva Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira