Eitt „hæ“ getur skipt sköpum Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifa 8. nóvember 2021 07:00 Í dag 8. nóvember er dagur gegn einelti sem helgaður er forvörnum og baráttunni gegn einelti á Íslandi. Undirritaðar eru nýkomnar af ráðstefnunni World Anti-Bullying Forum í Svíþjóð þar sem fjallað var um einelti, forvarnir og rannsóknir á breiðum grunni. Ljóst er að við Íslendingar getum lært margt af því sem verið er að gera vel í öðrum löndum. Orðræðan Í mörgum fyrirlestrum kom fram að ólíkar skilgreiningar og orðanotkun þegar einelti er annars vegar, valdi oft óöryggi þeirra sem eiga að taka á eineltismálum. UNESCO stýrir nú vinnu sérfræðinga sem ætlað er að breyta þeirri skilgreiningu sem oftast er stuðst við. Það sem helst vakti athygli okkar var að ekki skuli lengur gera kröfu um að hegðun þurfi að vera endurtekin til þess að flokkast sem einelti heldur geti eitt atvik haft svo alvarleg áhrif á þolanda að hægt sé að skilgreina það sem einelti. Einnig kom fram að lögð verði áhersla á valdaójafnvægi gerenda og þolenda. Hér á landi hefur borið á því að einelti sé skilgreint á mjög mismunandi vegu og allt of oft tölum við um samskiptavanda þegar um er að ræða alvarlegt einelti. Það þýðir að við erum ekki að bregðast við með réttum hætti. Forvarnir Mikilvægi forvarna verður aldrei nógsamlega haldið á lofti. Á ráðstefnunni kom fram að of seint sé að byrja þjálfun í félagslegri og tilfinningalegri færni á miðstigi, hefja þurfi slíka þjálfun strax í leikskóla eða um þriggja ára aldurinn. Þarna er meðal annars verið að tala um þjálfun í vinsamlegum samskiptum, samkennd, tillitssemi og að geta sett sig í spor annarra. Við erum of oft að takast á við afleiðingar eineltis og laga það sem er brotið í stað þess að leggja vinnu í forvarnir. Mikilvægur partur af forvörnum er að grípa strax inn í þegar börn nota niðrandi orðfæri sem byggir á rasisma, hómófóbíu og fitusmánun svo dæmi séu tekin. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem ástunda hatursorðræðu af þessum toga eru líklegri til að vera eða verða gerendur í eineltismálum. Foreldrar eru einnig mikilvægir aðilar í forvörnum og bekkjarstarf sem ýtir undir vinsamleg samskipti, samstarf nemenda og foreldra og jákvæða sameiginlega upplifun verður seint ofmetið. Síðast en ekki síst skulum við muna eftir því að hafa börnin okkar og ungmennin með í ráðum þegar við vinnum að heilbrigðum samskiptum og góðu starfsumhverfi í skólanum. Þau eru oft með góðar hugmyndir sem við fullorðna fólkið sjáum ekki. Eineltisáætlanir leysa ekki vandann Það er ekki nóg að skreyta sig með metnaðarfullum eineltisáætlunum á heimasíðu skóla ef ekki er unnið markvisst að því að stöðva einelti. Innleiðing áætlunarinnar er lykilatriði, það þarf einhver að þjálfa og handleiða starfsfólk skólanna og það þarf að gefa innleiðingunni nægan tíma og athygli. Kennarar þurfa að þekkja áætlunina, styðja hver annan og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. Skólar þurfa að skilgreina einelti með skýrum hætti og kynna það fyrir foreldum. Foreldrar þurfa að vera tilbúnir að vinna með skólanum og detta ekki í þá gryfju að draga í efa mat starfsfólksins á ástandinu eða afneita eineltinu. Hagsmunir bæði gerenda og þolenda eru í húfi og mikilvægt að allir aðilar séu tilbúnir að vinna saman að lausn málsins. Það þarf að skoða hvað býr að baki einelti og mæta þolendum og gerendum með skilningi og stuðningi. Margir gerenda hafa ekki gott bakland eða hafa lent í áföllum. Dæmum hegðunina en ekki einstaklinginn og veitum viðeigandi aðstoð. Dagur gegn einelti Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn. Í ljósi þeirrar áherslu á forvarnir sem verður æ ríkari þáttur í baráttunni gegn einelti mætti vel hugsa sér að horfa frekar til þess ástands sem við viljum ná fram, endurnefna daginn og kalla hann fremur Dag vináttu, samstöðu og samkenndar. Við biðjum foreldra til að ræða við börnin sín um einelti og alvarleika þess og hvetja þau til að stíga inn í eða láta fullorðinn vita ef þau verða vitni að stríðni og einelti. Sara Damber, stofnandi Friends samtakanna í Svíþjóð, lenti sjálf í einelti, upplifði sig einmana og útskúfaða. Hún segir að eitt einfalt „hæ“ frá einum af vinsælu nemendunum í skólanum hafi breytt lífi sínu og bjargað henni úr þessari stöðu. Börnin okkar geta verið hluti af lausninni, hvetjum þau til að segja „hæ“ við skólafélaga sína sem þau telja að þurfi á vin að halda. Við vitum að margir skólar halda upp á daginn með einhverjum hætti og viljum hvetja starfsfólk skóla til þess að láta hann verða sér innblástur til áframhaldandi góðra verka í baráttunni gegn einelti. Bryndís Jónsdóttir sérfræðingur hjá Heimili og skóla, landssamtökum foreldra Sigríður Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 8. nóvember er dagur gegn einelti sem helgaður er forvörnum og baráttunni gegn einelti á Íslandi. Undirritaðar eru nýkomnar af ráðstefnunni World Anti-Bullying Forum í Svíþjóð þar sem fjallað var um einelti, forvarnir og rannsóknir á breiðum grunni. Ljóst er að við Íslendingar getum lært margt af því sem verið er að gera vel í öðrum löndum. Orðræðan Í mörgum fyrirlestrum kom fram að ólíkar skilgreiningar og orðanotkun þegar einelti er annars vegar, valdi oft óöryggi þeirra sem eiga að taka á eineltismálum. UNESCO stýrir nú vinnu sérfræðinga sem ætlað er að breyta þeirri skilgreiningu sem oftast er stuðst við. Það sem helst vakti athygli okkar var að ekki skuli lengur gera kröfu um að hegðun þurfi að vera endurtekin til þess að flokkast sem einelti heldur geti eitt atvik haft svo alvarleg áhrif á þolanda að hægt sé að skilgreina það sem einelti. Einnig kom fram að lögð verði áhersla á valdaójafnvægi gerenda og þolenda. Hér á landi hefur borið á því að einelti sé skilgreint á mjög mismunandi vegu og allt of oft tölum við um samskiptavanda þegar um er að ræða alvarlegt einelti. Það þýðir að við erum ekki að bregðast við með réttum hætti. Forvarnir Mikilvægi forvarna verður aldrei nógsamlega haldið á lofti. Á ráðstefnunni kom fram að of seint sé að byrja þjálfun í félagslegri og tilfinningalegri færni á miðstigi, hefja þurfi slíka þjálfun strax í leikskóla eða um þriggja ára aldurinn. Þarna er meðal annars verið að tala um þjálfun í vinsamlegum samskiptum, samkennd, tillitssemi og að geta sett sig í spor annarra. Við erum of oft að takast á við afleiðingar eineltis og laga það sem er brotið í stað þess að leggja vinnu í forvarnir. Mikilvægur partur af forvörnum er að grípa strax inn í þegar börn nota niðrandi orðfæri sem byggir á rasisma, hómófóbíu og fitusmánun svo dæmi séu tekin. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem ástunda hatursorðræðu af þessum toga eru líklegri til að vera eða verða gerendur í eineltismálum. Foreldrar eru einnig mikilvægir aðilar í forvörnum og bekkjarstarf sem ýtir undir vinsamleg samskipti, samstarf nemenda og foreldra og jákvæða sameiginlega upplifun verður seint ofmetið. Síðast en ekki síst skulum við muna eftir því að hafa börnin okkar og ungmennin með í ráðum þegar við vinnum að heilbrigðum samskiptum og góðu starfsumhverfi í skólanum. Þau eru oft með góðar hugmyndir sem við fullorðna fólkið sjáum ekki. Eineltisáætlanir leysa ekki vandann Það er ekki nóg að skreyta sig með metnaðarfullum eineltisáætlunum á heimasíðu skóla ef ekki er unnið markvisst að því að stöðva einelti. Innleiðing áætlunarinnar er lykilatriði, það þarf einhver að þjálfa og handleiða starfsfólk skólanna og það þarf að gefa innleiðingunni nægan tíma og athygli. Kennarar þurfa að þekkja áætlunina, styðja hver annan og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. Skólar þurfa að skilgreina einelti með skýrum hætti og kynna það fyrir foreldum. Foreldrar þurfa að vera tilbúnir að vinna með skólanum og detta ekki í þá gryfju að draga í efa mat starfsfólksins á ástandinu eða afneita eineltinu. Hagsmunir bæði gerenda og þolenda eru í húfi og mikilvægt að allir aðilar séu tilbúnir að vinna saman að lausn málsins. Það þarf að skoða hvað býr að baki einelti og mæta þolendum og gerendum með skilningi og stuðningi. Margir gerenda hafa ekki gott bakland eða hafa lent í áföllum. Dæmum hegðunina en ekki einstaklinginn og veitum viðeigandi aðstoð. Dagur gegn einelti Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn. Í ljósi þeirrar áherslu á forvarnir sem verður æ ríkari þáttur í baráttunni gegn einelti mætti vel hugsa sér að horfa frekar til þess ástands sem við viljum ná fram, endurnefna daginn og kalla hann fremur Dag vináttu, samstöðu og samkenndar. Við biðjum foreldra til að ræða við börnin sín um einelti og alvarleika þess og hvetja þau til að stíga inn í eða láta fullorðinn vita ef þau verða vitni að stríðni og einelti. Sara Damber, stofnandi Friends samtakanna í Svíþjóð, lenti sjálf í einelti, upplifði sig einmana og útskúfaða. Hún segir að eitt einfalt „hæ“ frá einum af vinsælu nemendunum í skólanum hafi breytt lífi sínu og bjargað henni úr þessari stöðu. Börnin okkar geta verið hluti af lausninni, hvetjum þau til að segja „hæ“ við skólafélaga sína sem þau telja að þurfi á vin að halda. Við vitum að margir skólar halda upp á daginn með einhverjum hætti og viljum hvetja starfsfólk skóla til þess að láta hann verða sér innblástur til áframhaldandi góðra verka í baráttunni gegn einelti. Bryndís Jónsdóttir sérfræðingur hjá Heimili og skóla, landssamtökum foreldra Sigríður Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun