Þungavigtin: Börkur vill boxa við Hannes Þungavigtin skrifar 9. nóvember 2021 16:01 Ríkharð Óskar Guðnason, Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson voru í góðum gír í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Kristján Óli Sigurðsson lét vaða á súðum í nýjasta þætti Þungavigarinnar þegar talið barst að stöðu Hannesar Þórs Halldórssonar, leikjahæsta landsliðsmarkvarðar Íslands í fótbolta, hjá Val. Valur fékk hollenska markvörðinn Guy Smit frá Leikni eftir síðasta tímabil og síðan þá hefur ríkt óvissa um það hvað tekur við hjá Hannesi en samningur hans við Val gildir til eins árs í viðbót. „Ég held að hann sé í drottningarviðtölum um allan bæ núna og upptekinn við það. Vonandi verður hann klár þann 10. nóvember þegar við byrjum að æfa,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, spurður um stöðu Hannesar í viðtali á Fótbolta.net. Hannes hefur undanfarið verið víða í viðtölum til að kynna kvikmyndina Leynilöggu sem hann leikstýrir. Ummæli hans gefa til kynna að Valsmenn séu ekki hrifnir af því að Hannes sinni öðru starfi sem kvikmyndagerðarmaður á sama tíma og hann er samningsbundinn Val. „Til hvers þetta skítkast?“ „Hann vill bara fara í hringinn og boxa við hann,“ sagði Kristján Óli um afstöðu Barkar til Hannesar, og bætti við: „Drottningarviðtölum? Til hvers þetta skítkast? Hvað gerði Hannes þeim? Hann var langbesti maður Vals í sumar. Og það er bara hjólað í hann. Börkur samdi við hann á þessum alvöru launum. Hann getur ekki pirrað sig á neinum nema sjálfum sér að hafa ákveðið að bjóða Hannesi þennan samning. Þeir voru með Anton Ara í markinu, sem er fínn markvörður og búinn að verða Íslandsmeistari þarna. Þetta er einelti og ekkert annað.“ Klippa: Þungavigtin - Staða Hannesar hjá Val Rikki G, Kristján Óli og Mikael Nikulásson ræddu málin í mynd í nýjasta þætti Þungavigtarinnar en brot úr honum má sjá hér að ofan. „Hvaða máli skiptir hvað hann gerir í sínum frítíma?“ „Er þessi pirringur hjá að því er virðist Heimi [Guðjónssyni, þjálfara Vals] og kannski Berki núna, út í Hannes, til kominn vegna þess að hann þurfti að láta kvikmyndagerðina vera með fótboltanum? Pirraði það þá að hann væri kannski á tveimur stöðum í einu?“ spurði Rikki. „Ég held að þetta hafi alla vega pirraði Heimi til að byrja með. Ég held að þetta hafi ekki pirrað Börk. Hannes er búinn að gera fína hluti þarna heilt yfir og skilaði þeim Íslandsmeistaratitli. Fyrsta árið hans var dapurt en Heimir var náttúrulega ekki á því tímabili. Þá fór hann í þetta fræga brúðkaup [Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur] og þóttist vera meiddur en það var ekkert að honum og svo var hann kominn í leik þremur dögum seinna,“ sagði Mikael. Mikael velti fyrir sér hvort að tökur á Leynilöggu hefðu mögulega angrað forráðamenn Vals en Kristján sagði það varla geta verið: „Síðasta haust, eftir tímabilið, var aðalupptökutímabilið á þessari mynd. Hvaða máli skiptir hvað hann gerir í sínum frítíma? Ef hann ver víti, ver fyrirgjafir, ver skot, þá bara kemur það þeim ekkert við. Vilja þeir bara vera með öryggismyndavélar heima hjá honum?“ spurði Kristján. Þáttinn má sjá í fullri lengd á tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Tengdar fréttir Heimir um mál Hannesar: Það verður ekki leyst í fjölmiðlum Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, segist vera steinhissa á framkomu Valsmanna gagnvart sér. Hannes segir að þjálfari liðsins vilji ekki hafa hann lengur og að forsvarsmenn félagsins tali ekki við sig. 14. október 2021 08:00 „Við verðum að taka til og hagræða“ „Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson. 5. október 2021 10:01 Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. 30. september 2021 12:01 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Valur fékk hollenska markvörðinn Guy Smit frá Leikni eftir síðasta tímabil og síðan þá hefur ríkt óvissa um það hvað tekur við hjá Hannesi en samningur hans við Val gildir til eins árs í viðbót. „Ég held að hann sé í drottningarviðtölum um allan bæ núna og upptekinn við það. Vonandi verður hann klár þann 10. nóvember þegar við byrjum að æfa,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, spurður um stöðu Hannesar í viðtali á Fótbolta.net. Hannes hefur undanfarið verið víða í viðtölum til að kynna kvikmyndina Leynilöggu sem hann leikstýrir. Ummæli hans gefa til kynna að Valsmenn séu ekki hrifnir af því að Hannes sinni öðru starfi sem kvikmyndagerðarmaður á sama tíma og hann er samningsbundinn Val. „Til hvers þetta skítkast?“ „Hann vill bara fara í hringinn og boxa við hann,“ sagði Kristján Óli um afstöðu Barkar til Hannesar, og bætti við: „Drottningarviðtölum? Til hvers þetta skítkast? Hvað gerði Hannes þeim? Hann var langbesti maður Vals í sumar. Og það er bara hjólað í hann. Börkur samdi við hann á þessum alvöru launum. Hann getur ekki pirrað sig á neinum nema sjálfum sér að hafa ákveðið að bjóða Hannesi þennan samning. Þeir voru með Anton Ara í markinu, sem er fínn markvörður og búinn að verða Íslandsmeistari þarna. Þetta er einelti og ekkert annað.“ Klippa: Þungavigtin - Staða Hannesar hjá Val Rikki G, Kristján Óli og Mikael Nikulásson ræddu málin í mynd í nýjasta þætti Þungavigtarinnar en brot úr honum má sjá hér að ofan. „Hvaða máli skiptir hvað hann gerir í sínum frítíma?“ „Er þessi pirringur hjá að því er virðist Heimi [Guðjónssyni, þjálfara Vals] og kannski Berki núna, út í Hannes, til kominn vegna þess að hann þurfti að láta kvikmyndagerðina vera með fótboltanum? Pirraði það þá að hann væri kannski á tveimur stöðum í einu?“ spurði Rikki. „Ég held að þetta hafi alla vega pirraði Heimi til að byrja með. Ég held að þetta hafi ekki pirrað Börk. Hannes er búinn að gera fína hluti þarna heilt yfir og skilaði þeim Íslandsmeistaratitli. Fyrsta árið hans var dapurt en Heimir var náttúrulega ekki á því tímabili. Þá fór hann í þetta fræga brúðkaup [Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur] og þóttist vera meiddur en það var ekkert að honum og svo var hann kominn í leik þremur dögum seinna,“ sagði Mikael. Mikael velti fyrir sér hvort að tökur á Leynilöggu hefðu mögulega angrað forráðamenn Vals en Kristján sagði það varla geta verið: „Síðasta haust, eftir tímabilið, var aðalupptökutímabilið á þessari mynd. Hvaða máli skiptir hvað hann gerir í sínum frítíma? Ef hann ver víti, ver fyrirgjafir, ver skot, þá bara kemur það þeim ekkert við. Vilja þeir bara vera með öryggismyndavélar heima hjá honum?“ spurði Kristján. Þáttinn má sjá í fullri lengd á tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Tengdar fréttir Heimir um mál Hannesar: Það verður ekki leyst í fjölmiðlum Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, segist vera steinhissa á framkomu Valsmanna gagnvart sér. Hannes segir að þjálfari liðsins vilji ekki hafa hann lengur og að forsvarsmenn félagsins tali ekki við sig. 14. október 2021 08:00 „Við verðum að taka til og hagræða“ „Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson. 5. október 2021 10:01 Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. 30. september 2021 12:01 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Heimir um mál Hannesar: Það verður ekki leyst í fjölmiðlum Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, segist vera steinhissa á framkomu Valsmanna gagnvart sér. Hannes segir að þjálfari liðsins vilji ekki hafa hann lengur og að forsvarsmenn félagsins tali ekki við sig. 14. október 2021 08:00
„Við verðum að taka til og hagræða“ „Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson. 5. október 2021 10:01
Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. 30. september 2021 12:01