Kári segir faraldurinn farinn gjörsamlega úr böndunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2021 19:10 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í íslensku samfélagi þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita vera ógnvænlega. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir kórónuveirufaraldurinn farinn gjörsamlega úr böndunum. Ef ekki verði brugðist við komi faraldurinn til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þá vill hann hætta að nota hraðpróf þar sem þau greini fólk of seint. Kári er á því að nú sé tímabært að herða sóttvarnaraðgerðir á ný en tvö hundruð greindust með kórónuveiruna í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem met er slegið. „Þetta er farið gjörsamlega úr böndum og nú verðum við að setja töluverðar takmarkanir á hegðun fólks til þess að ná þessu „under control“. Við kunnum að gera það. Við getum gert það og í þetta skipti þá held ég að það eigi ekki að þurfa að endast lengi vegna þess að við erum búin að bólusetja yfir 90% fullorðinna,“ segir Kári. Þá vill hann að börn á aldrinum 5-12 ára verði bólusett. Aðeins er í boði að bólusetja börn tólf ára og eldri hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu skoðar nú hvort leyfilegt verði að nota bóluefni Pfizer fyrir börn á aldrinum 5-12 ára innan Evrópu. „Það kom út vísindagrein í New England Journal of Medicine í dag eða í gær sem að lýsir því að bólusetning barna frá 5-12 ára sé hættulítil og hafi mikil áhrif. Þannig að nú þurfum við bara að gefa í hvað bólusetningu snertir. Bólusetja börnin. Bólusetja aukaskammt í alla fullorðna. Við þurfum að herða takmarkanir á landamærum eða að minnsta kosti sjá til þess að það sé ekki stöðugt streymi á veirunni inn í landið.“ Vill aðeins nota PCR prófin Kári telur ekki lengur rétt að nota hraðpróf líkt og gert hefur verið undanfarið. „Við þurfum að gera er að hætta að nota hraðpróf og fara að nota PCR prófin þessi næmustu próf. Vegna þess að við erum að greina fólk of seint.“ Kári telur að hægt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða án þess að það valdi mikill röskun á atvinnulífi landsins. „Ef við bíðum mikið með þetta, ef við bregðumst ekki við hratt, þá kemur þessi til með að ríða röftum yfir hátíðirnar. Koma til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þannig það er eins gott að bregðast við þessu skynsamlega. Ekki fara að ráðast í þetta með hálfkáki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20 Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Kári er á því að nú sé tímabært að herða sóttvarnaraðgerðir á ný en tvö hundruð greindust með kórónuveiruna í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem met er slegið. „Þetta er farið gjörsamlega úr böndum og nú verðum við að setja töluverðar takmarkanir á hegðun fólks til þess að ná þessu „under control“. Við kunnum að gera það. Við getum gert það og í þetta skipti þá held ég að það eigi ekki að þurfa að endast lengi vegna þess að við erum búin að bólusetja yfir 90% fullorðinna,“ segir Kári. Þá vill hann að börn á aldrinum 5-12 ára verði bólusett. Aðeins er í boði að bólusetja börn tólf ára og eldri hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu skoðar nú hvort leyfilegt verði að nota bóluefni Pfizer fyrir börn á aldrinum 5-12 ára innan Evrópu. „Það kom út vísindagrein í New England Journal of Medicine í dag eða í gær sem að lýsir því að bólusetning barna frá 5-12 ára sé hættulítil og hafi mikil áhrif. Þannig að nú þurfum við bara að gefa í hvað bólusetningu snertir. Bólusetja börnin. Bólusetja aukaskammt í alla fullorðna. Við þurfum að herða takmarkanir á landamærum eða að minnsta kosti sjá til þess að það sé ekki stöðugt streymi á veirunni inn í landið.“ Vill aðeins nota PCR prófin Kári telur ekki lengur rétt að nota hraðpróf líkt og gert hefur verið undanfarið. „Við þurfum að gera er að hætta að nota hraðpróf og fara að nota PCR prófin þessi næmustu próf. Vegna þess að við erum að greina fólk of seint.“ Kári telur að hægt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða án þess að það valdi mikill röskun á atvinnulífi landsins. „Ef við bíðum mikið með þetta, ef við bregðumst ekki við hratt, þá kemur þessi til með að ríða röftum yfir hátíðirnar. Koma til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þannig það er eins gott að bregðast við þessu skynsamlega. Ekki fara að ráðast í þetta með hálfkáki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20 Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20
Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43