„Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt“ Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2021 14:28 Bubba Morthens telur okkur Íslendinga komna út á hálan ís og fordæmir samkomutakmarkanir sem hann segir frelsisskerðingu. vísir/vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fordæmir samkomutakmarkanir og hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu. Í dag verður þrengt að frelsi okkar enn og aftur. Í bráðum tvö ár hef ég búið við það að geta eins og obbinn af minni stétt lítið stundað atvinnu mína – fyrir utan allt hitt.“ Svo hefst ræða Bubba Morthens en hann hefur á undanförnum dögum og vikum gagnrýnt samkomubann harðlega, sagt það skerða atvinnumöguleika listamanna svo vart verði við unað. Fáir veikjast alvarlega Bubbi segist skilja mæta vel vandamál spítala sem á í erfiðleikum með fjóra á gjörgæslu og 17–18 liggjandi inni. „Nú tel ég hinsvegar að yfirvöld verði að fara að tækla það vandamál í alvöru og fara í aðgerðir, þetta getur ekki gengið lengur svona að slaka og herða til skiptis á 3–4 vikna fresti. Það er galið. Það eru afar fáir sem veikjast, stór hópur þjóðarinnar er bólusettur og svona lítur þetta út eftir bólusetningu: 97,8% hafa ekki þurft á sjúkrahús – 99,6% hafa sloppið við gjörgæslu – 99,8% hafa sloppið við öndunarvél – 99,95% hafa lifað af Bubbi varar við því hvernig við sem þjóð umgöngumst þann vanda sem við er eða etja. „Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt. Hægt og rólega er frelsið tekið frá okkur í skömmtum og við erum svo vön því að við verjum það og hjólum í þá sem benda á það. Áhyggjur eru eðlilegar en ef frelsissvipting er varin með því að spítali geti ekki tekið við fólki þegar fjórir eru á gjörgæslu og 17 inniliggjandi þá er það óásættanlegt.“ Frelsið er mikilvægt Bubbi segir flesta þá sem veikjast séu lítið sem ekkert veikir. Meira að segja þegar 200 smit greindust. „Nokkrir vinir mínir bólusettir hafa smitast en sýna nánast engin einkenni. Nokkrir hafa fengið hita. Ég mun þiggja þriðju sprautuna eins og hinar.“ Og Bubbi segir okkur komin út á hálan ís. Frelsi okkar sé mikilvægt, svo mikilvægt að við verðum að spyrja spurninga og vera gagnrýnin. „Tvö ár er langur tími og skaði fyrir alla og þá sérstaklega frelsið,“ segir Bubbi sem lýkur ræðu sinni á því að senda ást og frið til allra. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Í dag verður þrengt að frelsi okkar enn og aftur. Í bráðum tvö ár hef ég búið við það að geta eins og obbinn af minni stétt lítið stundað atvinnu mína – fyrir utan allt hitt.“ Svo hefst ræða Bubba Morthens en hann hefur á undanförnum dögum og vikum gagnrýnt samkomubann harðlega, sagt það skerða atvinnumöguleika listamanna svo vart verði við unað. Fáir veikjast alvarlega Bubbi segist skilja mæta vel vandamál spítala sem á í erfiðleikum með fjóra á gjörgæslu og 17–18 liggjandi inni. „Nú tel ég hinsvegar að yfirvöld verði að fara að tækla það vandamál í alvöru og fara í aðgerðir, þetta getur ekki gengið lengur svona að slaka og herða til skiptis á 3–4 vikna fresti. Það er galið. Það eru afar fáir sem veikjast, stór hópur þjóðarinnar er bólusettur og svona lítur þetta út eftir bólusetningu: 97,8% hafa ekki þurft á sjúkrahús – 99,6% hafa sloppið við gjörgæslu – 99,8% hafa sloppið við öndunarvél – 99,95% hafa lifað af Bubbi varar við því hvernig við sem þjóð umgöngumst þann vanda sem við er eða etja. „Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt. Hægt og rólega er frelsið tekið frá okkur í skömmtum og við erum svo vön því að við verjum það og hjólum í þá sem benda á það. Áhyggjur eru eðlilegar en ef frelsissvipting er varin með því að spítali geti ekki tekið við fólki þegar fjórir eru á gjörgæslu og 17 inniliggjandi þá er það óásættanlegt.“ Frelsið er mikilvægt Bubbi segir flesta þá sem veikjast séu lítið sem ekkert veikir. Meira að segja þegar 200 smit greindust. „Nokkrir vinir mínir bólusettir hafa smitast en sýna nánast engin einkenni. Nokkrir hafa fengið hita. Ég mun þiggja þriðju sprautuna eins og hinar.“ Og Bubbi segir okkur komin út á hálan ís. Frelsi okkar sé mikilvægt, svo mikilvægt að við verðum að spyrja spurninga og vera gagnrýnin. „Tvö ár er langur tími og skaði fyrir alla og þá sérstaklega frelsið,“ segir Bubbi sem lýkur ræðu sinni á því að senda ást og frið til allra.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira