Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2021 08:20 Þórólfur segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára. Rannsóknir sýni þó fram á gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Vísir/Vilhelm „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að reynslan sýni okkur, meðal annars frá í sumar, að það taki um viku að sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið er til. „Ég held nú að fólk hafi verið byrjað að grípa til aðgerða sjálft áður en reglugerðin kom og það kann að skýra það af hverju þetta er farið að lækka. En við þurfum svo bara að sjá hvernig vikan verður núna.“ Bindur vonir við þriðju sprautuna Þórólfur segist binda vonir við það bólusetningarátak sem sé að hefjast í Laugardalshöll í dag. Fyrsti hluti átaksins mun standa í fjórar vikur eða til 8. desember og verður bólusett frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Byrjað verður á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og verður notast við bóluefnið Pfizer. „Já, ég bind vonir við það. Við erum að fylgjast með því mjög vel hversu margir hafa fengið þriðja skammtinn og eru að smitast. Það eru um ellefu manns, af um 36 þúsund sem hafa fengið bólusetningu. Þannig að ég bind vonir við það að við séum að sjá góða vörn í þriðja skammtinum og ég held að það ætti að vera öllum ljóst og menn ættu þá bara að mæta þegar þeir eru boðaðir. Ég held að það sé von fyrir okkur núna að horfa til þess.“ Hvað erum við þá horfa á, 95 prósenta vörn? „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það, en þessar rannsóknir sem koma frá Ísrael benda til að vörnin sé yfir 90 prósent, og þá er miðað við annan skammtinn – samanburður á öðrum skammti og þriðja skammti –þá er þriðji skammturinn, vörnin er 90 prósent miðað við skammt tvö.“ Þórólfur segir það ekki breyta neinu þó að Ísraelar hafi einungis notast við bóluefni Pfizer, en við höfum verið að blanda. „Það hefur sýnt sig að það er ekkert verra og í sumum tilvikum getur maður fengið hærra ónæmissvar. Þannig að það á ekki breyta neinu. Við munum nota aðallega Pfizer, en einnig Moderna hjá ákveðnum hópum.“ Hann segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára, hvort það fái markaðsleyfi. „Það eru að koma fréttir frá Bandaríkjunum um gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Þau eru mjög virk hjá þessum hópi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að reynslan sýni okkur, meðal annars frá í sumar, að það taki um viku að sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið er til. „Ég held nú að fólk hafi verið byrjað að grípa til aðgerða sjálft áður en reglugerðin kom og það kann að skýra það af hverju þetta er farið að lækka. En við þurfum svo bara að sjá hvernig vikan verður núna.“ Bindur vonir við þriðju sprautuna Þórólfur segist binda vonir við það bólusetningarátak sem sé að hefjast í Laugardalshöll í dag. Fyrsti hluti átaksins mun standa í fjórar vikur eða til 8. desember og verður bólusett frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Byrjað verður á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og verður notast við bóluefnið Pfizer. „Já, ég bind vonir við það. Við erum að fylgjast með því mjög vel hversu margir hafa fengið þriðja skammtinn og eru að smitast. Það eru um ellefu manns, af um 36 þúsund sem hafa fengið bólusetningu. Þannig að ég bind vonir við það að við séum að sjá góða vörn í þriðja skammtinum og ég held að það ætti að vera öllum ljóst og menn ættu þá bara að mæta þegar þeir eru boðaðir. Ég held að það sé von fyrir okkur núna að horfa til þess.“ Hvað erum við þá horfa á, 95 prósenta vörn? „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það, en þessar rannsóknir sem koma frá Ísrael benda til að vörnin sé yfir 90 prósent, og þá er miðað við annan skammtinn – samanburður á öðrum skammti og þriðja skammti –þá er þriðji skammturinn, vörnin er 90 prósent miðað við skammt tvö.“ Þórólfur segir það ekki breyta neinu þó að Ísraelar hafi einungis notast við bóluefni Pfizer, en við höfum verið að blanda. „Það hefur sýnt sig að það er ekkert verra og í sumum tilvikum getur maður fengið hærra ónæmissvar. Þannig að það á ekki breyta neinu. Við munum nota aðallega Pfizer, en einnig Moderna hjá ákveðnum hópum.“ Hann segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára, hvort það fái markaðsleyfi. „Það eru að koma fréttir frá Bandaríkjunum um gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Þau eru mjög virk hjá þessum hópi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira