Nýtt hestakyn á Íslandi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2021 20:10 Kristinn Guðnason segist aldrei hafa kynnst hestum áður, sem hafa ræktað sig sjálfir í tugi ára. Það kemur honum skemmtilega á óvart hvað hestarnir líta vel út og eru gæfir eftir allan þennan tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hestamenn klóra sér nú í höfðinu vegna hesta, sem hafa verið í einangrun í stóði á bæ í Landbrot í Skaftárhreppi í sextíu ár. Hestarnir hafa aldrei komið inn í hesthús, hófarnir hafa aldrei verið klipptir, tennur ekki raspaðar og þeir hafa ekki fengið ormalyf. Hestarnir eru þó ótrúlega vel á sig komnir en allir mjög litlir og er jafnvel talað um nýtt hestakyn í því sambandi. Hrossin, sem eru átta eru nú komin frá bænum í Landbroti á bæinn Árbæjarhjáleigu í Holtum til Kristins Guðnasonar og fjölskyldu hans þar sem þau hafa verið í rannsóknum hjá sérfræðingum frá Tilraunastöðinni á Keldum með ýmsum sýnatökum. Kristinn hefur ekki kynnst hestum, sem þessum áður en þeir eru allir mikli minni en gengur og gerist hjá íslenska hestinum enda segir hann hestana hafa ræktað sig sjálfa. „Já, þau eru smá, skyldleikinn gerir það að verkum að þau eru orðin mjög smá og það fæðist lítið af afkvæmum þó að það sé stóðhestur í, það fæddist eitt folald í fyrra, ekkert núna,“ segir Kristinn. Kristinn segir að sérfræðingar séu nú að kanna með sínum rannsóknum hvort hrossin séu ekki að þeim virka reiðhestastofni, sem er á Íslandi í dag og hvort það séu þá önnur erfðamengi í þessum hestum. En hvað verður um hrossin? „Við ætlum bara að láta þeim líða vel. Það virðist sem skaplyndið sé þannig að þau sætta sig mjög vel við nýtt umhverfi. Þau eru svo gæf og óhrædd við allt, kannski hafa þau fram yfir mörg af okkar ræktuðu hrossum, það er þessi yfirvegun, það er þessi Skaftfellska ró eins og í fólkinu, það tók við eldgosi og öðru og þessi hross gerðu það líka,“ bætir Kristinn við. En hvað með hófana á þeim, sem hafa ekki verið klipptir í tugi ára? „Þeir hafa náttúrulega aldrei verið klipptir en það sá hraunið bara um. Þú getur séð hófana á þessum hrossum, þeir eru eins og þeir séu hirtir af bestu járningamönnum.“ Eftirlitsmaður frá Matvælastofnun hefur skoðað hestana og hefur gefið þeim sína bestu einkunn. „Auðvitað eru þau miklu minni en líkamlegt atgervi þeirra og ástand er gott. Þau er bara eins og annað dýrakyn eða hestakyn, þetta er mikill munur á þessu, já hestarnir eru miklu minna heldur en meðal hesturinn er já,“ sagði Óðinn Örn Jóhannsson, eftirlitsmaður þegar hann skoðaði hestana með Kristni í gær. Kristinn og Óðinn Örn að skoða hestana átta í Árbæjarhjáleigu. Óðinn segir þá helst líkjast nýju hestakyni þar sem þeir eru svo litlir og nettir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Hrossin, sem eru átta eru nú komin frá bænum í Landbroti á bæinn Árbæjarhjáleigu í Holtum til Kristins Guðnasonar og fjölskyldu hans þar sem þau hafa verið í rannsóknum hjá sérfræðingum frá Tilraunastöðinni á Keldum með ýmsum sýnatökum. Kristinn hefur ekki kynnst hestum, sem þessum áður en þeir eru allir mikli minni en gengur og gerist hjá íslenska hestinum enda segir hann hestana hafa ræktað sig sjálfa. „Já, þau eru smá, skyldleikinn gerir það að verkum að þau eru orðin mjög smá og það fæðist lítið af afkvæmum þó að það sé stóðhestur í, það fæddist eitt folald í fyrra, ekkert núna,“ segir Kristinn. Kristinn segir að sérfræðingar séu nú að kanna með sínum rannsóknum hvort hrossin séu ekki að þeim virka reiðhestastofni, sem er á Íslandi í dag og hvort það séu þá önnur erfðamengi í þessum hestum. En hvað verður um hrossin? „Við ætlum bara að láta þeim líða vel. Það virðist sem skaplyndið sé þannig að þau sætta sig mjög vel við nýtt umhverfi. Þau eru svo gæf og óhrædd við allt, kannski hafa þau fram yfir mörg af okkar ræktuðu hrossum, það er þessi yfirvegun, það er þessi Skaftfellska ró eins og í fólkinu, það tók við eldgosi og öðru og þessi hross gerðu það líka,“ bætir Kristinn við. En hvað með hófana á þeim, sem hafa ekki verið klipptir í tugi ára? „Þeir hafa náttúrulega aldrei verið klipptir en það sá hraunið bara um. Þú getur séð hófana á þessum hrossum, þeir eru eins og þeir séu hirtir af bestu járningamönnum.“ Eftirlitsmaður frá Matvælastofnun hefur skoðað hestana og hefur gefið þeim sína bestu einkunn. „Auðvitað eru þau miklu minni en líkamlegt atgervi þeirra og ástand er gott. Þau er bara eins og annað dýrakyn eða hestakyn, þetta er mikill munur á þessu, já hestarnir eru miklu minna heldur en meðal hesturinn er já,“ sagði Óðinn Örn Jóhannsson, eftirlitsmaður þegar hann skoðaði hestana með Kristni í gær. Kristinn og Óðinn Örn að skoða hestana átta í Árbæjarhjáleigu. Óðinn segir þá helst líkjast nýju hestakyni þar sem þeir eru svo litlir og nettir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira