Hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 19:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum. Tuttugu þúsund Íslendingar fengu þriðja skammt í fyrstu viku bólusetningarátaks, færri en vonast var til. Rétt rúmlega sex þúsund manns mættu í örvunarskammt í Laugardalshöll og mæting um 67 prósent, eins og dagana tvo á undan. Skipuleggjendur bjuggu sig undir allt að átta þúsund manns á dag og mæting því nokkuð lakari en búist var við. Áhersla á einingu Undanfarna daga hefur hugmyndum um aukið frelsi handa bólusettum umfram óbólusetta, eða minna bólusetta, verið velt upp, til dæmis í formi kórónuveirupassa. Sóttvarnalæknir segir í pistli í dag að ekki séu faglegar forsendur fyrir slíku hér á landi að svo stöddu - og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tekur í sama streng. „Sjálf hef ég alltaf lagt mjög mikla áherslu á að það sé eining í samfélaginu, og mér finnst það skipta mjög miklu máli að við tökum engar ákvarðanir sem snúast um það að skipta fólki í hópa eða búa til einhverja póla í samfélaginu,“ segir Svandís. Þannig að þú værir ekki hrifin af því að þessu yrði komið á? „Ég er ekki spennt fyrir því, nei. Mér finnst mikilvægt að halda þessari samstöðu í samfélaginu eins mikið og hægt er og ég held að það sé einn af okkar mestu styrkleikum.“ Engar umræður um hertar aðgerðir 144 greindust innanlands í gær. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum sagði í gær að ef ekki yrði lát á háum smittölum næstu daga yrði að skoða hvort herða ætti aðgerðir - og sóttvarnalæknir kvaðst horfa til vikuloka í þeim efnum. Svandís segir að fylgst sé vel með stöðunni en bendir á að stutt sé síðan núgildandi aðgerðir tóku gildi. Þannig að það eru engar umræður um mögulegar hertar aðgerðir byrjaðar? „Nei,“ segir Svandís. Ekkert bólar enn á nýrri farsóttardeild á Landspítala en um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi ráðuneytinu drög að útfærslu hennar. Svandís segir að enn eigi eftir að tryggja fjármagn en býst við að deildin komist í gagnið innan mánaða. „Ég vil bara fullvissa Landspítala um að það er unnið að þessu verkefni eins og öðrum sem við höfum verið að vinna að með spítalanum til þess að styrkja þar allan viðbúnað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Rétt rúmlega sex þúsund manns mættu í örvunarskammt í Laugardalshöll og mæting um 67 prósent, eins og dagana tvo á undan. Skipuleggjendur bjuggu sig undir allt að átta þúsund manns á dag og mæting því nokkuð lakari en búist var við. Áhersla á einingu Undanfarna daga hefur hugmyndum um aukið frelsi handa bólusettum umfram óbólusetta, eða minna bólusetta, verið velt upp, til dæmis í formi kórónuveirupassa. Sóttvarnalæknir segir í pistli í dag að ekki séu faglegar forsendur fyrir slíku hér á landi að svo stöddu - og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tekur í sama streng. „Sjálf hef ég alltaf lagt mjög mikla áherslu á að það sé eining í samfélaginu, og mér finnst það skipta mjög miklu máli að við tökum engar ákvarðanir sem snúast um það að skipta fólki í hópa eða búa til einhverja póla í samfélaginu,“ segir Svandís. Þannig að þú værir ekki hrifin af því að þessu yrði komið á? „Ég er ekki spennt fyrir því, nei. Mér finnst mikilvægt að halda þessari samstöðu í samfélaginu eins mikið og hægt er og ég held að það sé einn af okkar mestu styrkleikum.“ Engar umræður um hertar aðgerðir 144 greindust innanlands í gær. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum sagði í gær að ef ekki yrði lát á háum smittölum næstu daga yrði að skoða hvort herða ætti aðgerðir - og sóttvarnalæknir kvaðst horfa til vikuloka í þeim efnum. Svandís segir að fylgst sé vel með stöðunni en bendir á að stutt sé síðan núgildandi aðgerðir tóku gildi. Þannig að það eru engar umræður um mögulegar hertar aðgerðir byrjaðar? „Nei,“ segir Svandís. Ekkert bólar enn á nýrri farsóttardeild á Landspítala en um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi ráðuneytinu drög að útfærslu hennar. Svandís segir að enn eigi eftir að tryggja fjármagn en býst við að deildin komist í gagnið innan mánaða. „Ég vil bara fullvissa Landspítala um að það er unnið að þessu verkefni eins og öðrum sem við höfum verið að vinna að með spítalanum til þess að styrkja þar allan viðbúnað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira