Gagnrýnir seinagang ríkisstjórnarmyndunar og skort á fjárlögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 20:52 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir seinagang Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna við stjórnarmyndunarviðræður. Vísir/Friðrik Þór Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir seinagang ríkisstjórnarmyndunar vekja upp spurningar um verkstjórn. Verkefnin framundan séu brýn og ríkið megi ekki við því að fjárlög frestist fram í desember. „Þingi var slitið 13. júní. Kosningar fóru fram 25. september. Í tæpar 8 vikur hefur stjórnin verið í viðræðum um það hvernig þau geta hugsað sér að starfa áfram. Og greinilega er þungur ágreiningur um mál enda hefur allur þessi tími ekki dugað til. Fjárlögin verða ekki tilbúin fyrr en í desember,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu sem hún birtir á Facebook. Hún bendir á að fjárlög séu stærsta verkefni haustþings og að jafnaði lögð fram í byrjun hausts. Þá rammi þau inn tekjuöflun ríkisins og skiptingu útgjalda. „Sem sagt sýn stórnarinnar um hvaða verkefni á að verja fjórmunum í. Pólitíkin sjálf. Hlutverk Alþingis um fjárlögin er að ræða forsendur fyrir útgjöldum og ráðstöfun fjár til málaflokka og þær áherslur sem ríkisstjórn boðar. Þingið ræðir um leið forsendur fyrir skattastefnu ríkisins og tekjuöflun.“ Hún segir að við aðstæður eins og þær sem ríki nú skipti miklu máli að vanda til verka. Það sé að hennar mati hins vegar með ólíkindum að flokkarnir þrír, sem fyrir kosningar tilkynntu að þeir myndu vinna saman fengju þau styrk til þess, skuli tæpum átta vikum eftir kosningar ekki vera tilbúnir. Hún veltir fyrir sér hvernig það megi vera. „Þungar efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs og langvinnra sóttvarnaaðgerða hafa leitt til gríðarlegrar aukningar ríkisskulda. Áskoranir blasa við. Atvinnuleysi fer lækkandi en er enn mun meira en við eigum að venjast. Heimili og fyrirtæki finna fyrir vaxtahækkunum. Og framundan eru kjarasamningar,“ skrifar Þorbjörg. „Allan heimsfaraldurinn hefur verið rætt um þunga stöðu heilbrigðiskerfisins, án þess að við hafi verið brugðist af hálfu ríkisstjórnarinnar. Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu eru ævintýralegir eftir þetta kjörtímabil.“ Hún segir þann mikla tíma sem ríkisstjórnin hafi tekið sér í viðræður muni bitna alvarlega á allri vinnu við fjárlög. Um leið muni hann bitna á þeim mikilvægu verkefnum sem bíði. „Þessi byrjun vekur upp spurningar um verkstjórn. Að geta farið svona illa með tíma þegar verkefnin framundan eru svo brýn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Tengdar fréttir Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38 Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. 3. nóvember 2021 12:04 Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. 18. október 2021 12:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„Þingi var slitið 13. júní. Kosningar fóru fram 25. september. Í tæpar 8 vikur hefur stjórnin verið í viðræðum um það hvernig þau geta hugsað sér að starfa áfram. Og greinilega er þungur ágreiningur um mál enda hefur allur þessi tími ekki dugað til. Fjárlögin verða ekki tilbúin fyrr en í desember,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu sem hún birtir á Facebook. Hún bendir á að fjárlög séu stærsta verkefni haustþings og að jafnaði lögð fram í byrjun hausts. Þá rammi þau inn tekjuöflun ríkisins og skiptingu útgjalda. „Sem sagt sýn stórnarinnar um hvaða verkefni á að verja fjórmunum í. Pólitíkin sjálf. Hlutverk Alþingis um fjárlögin er að ræða forsendur fyrir útgjöldum og ráðstöfun fjár til málaflokka og þær áherslur sem ríkisstjórn boðar. Þingið ræðir um leið forsendur fyrir skattastefnu ríkisins og tekjuöflun.“ Hún segir að við aðstæður eins og þær sem ríki nú skipti miklu máli að vanda til verka. Það sé að hennar mati hins vegar með ólíkindum að flokkarnir þrír, sem fyrir kosningar tilkynntu að þeir myndu vinna saman fengju þau styrk til þess, skuli tæpum átta vikum eftir kosningar ekki vera tilbúnir. Hún veltir fyrir sér hvernig það megi vera. „Þungar efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs og langvinnra sóttvarnaaðgerða hafa leitt til gríðarlegrar aukningar ríkisskulda. Áskoranir blasa við. Atvinnuleysi fer lækkandi en er enn mun meira en við eigum að venjast. Heimili og fyrirtæki finna fyrir vaxtahækkunum. Og framundan eru kjarasamningar,“ skrifar Þorbjörg. „Allan heimsfaraldurinn hefur verið rætt um þunga stöðu heilbrigðiskerfisins, án þess að við hafi verið brugðist af hálfu ríkisstjórnarinnar. Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu eru ævintýralegir eftir þetta kjörtímabil.“ Hún segir þann mikla tíma sem ríkisstjórnin hafi tekið sér í viðræður muni bitna alvarlega á allri vinnu við fjárlög. Um leið muni hann bitna á þeim mikilvægu verkefnum sem bíði. „Þessi byrjun vekur upp spurningar um verkstjórn. Að geta farið svona illa með tíma þegar verkefnin framundan eru svo brýn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Tengdar fréttir Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38 Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. 3. nóvember 2021 12:04 Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. 18. október 2021 12:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38
Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. 3. nóvember 2021 12:04
Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. 18. október 2021 12:00