Auka þjónustu við aldraða til að draga úr álagi á spítalann Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. nóvember 2021 18:12 Sjúkratryggingar Íslands Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sjúkratryggingar sömdu í dag við Reykjavíkurborg um aukna þjónustu við aldraða í heimahúsum en forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að með breytingunum sé meðal annars verið að draga úr álagi á bráðamóttökunni. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú samið við Reykjavíkurborg um útvíkkun á þjónustutíma öldrunarteymisins SELMU. Um er að ræða sérhæft, hreyfanlegt öldrunarteymi sem sett var á fót síðasta vetur en það samanstendur af læknum og hjúkrunarfræðingum. Samhliða því hefur verið samið um styrkingu heimahjúkrunar í höfuðborginni til að geta sinnt aukinni eftirfylgd eftir vitjanir og ráðgjöf SELMU teymisins. Þá verður velferðartækni nýtt í auknum mæli til að styðja við búsetu fólks í heimahúsi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir hugsunina sú að færa hluta af þjónustu sem annars hefði verið veitt á sjúkrahúsum heim til einstaklinga. Það muni meðal annars draga úr álagi sem er nú á Landspítala, sérstaklega á bráðamóttökunni. „Við erum í rauninni að koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita á bráðamóttökuna til þess að fá þjónustuna og í staðinn komi þjónustan meira heim til hins aldraða. Þannig þetta bæði styður við búsetu aldraðra á eigin heimili og léttir líka undir á bráðamótttökunni,“ segir María. Með breytingunum verður þjónusta SELMU teymisins aukin til muna þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar teymisins verða á vakt til 20 alla virka daga en hafa hingað til aðeins verið til 17. Þá verður teymið starfrækt um helgar og veitir þjónustu í samvinnu við heimahjúkrun Reykjavíkur frá klukkan 10 til 16. Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. 19. nóvember 2021 12:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa nú samið við Reykjavíkurborg um útvíkkun á þjónustutíma öldrunarteymisins SELMU. Um er að ræða sérhæft, hreyfanlegt öldrunarteymi sem sett var á fót síðasta vetur en það samanstendur af læknum og hjúkrunarfræðingum. Samhliða því hefur verið samið um styrkingu heimahjúkrunar í höfuðborginni til að geta sinnt aukinni eftirfylgd eftir vitjanir og ráðgjöf SELMU teymisins. Þá verður velferðartækni nýtt í auknum mæli til að styðja við búsetu fólks í heimahúsi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir hugsunina sú að færa hluta af þjónustu sem annars hefði verið veitt á sjúkrahúsum heim til einstaklinga. Það muni meðal annars draga úr álagi sem er nú á Landspítala, sérstaklega á bráðamóttökunni. „Við erum í rauninni að koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita á bráðamóttökuna til þess að fá þjónustuna og í staðinn komi þjónustan meira heim til hins aldraða. Þannig þetta bæði styður við búsetu aldraðra á eigin heimili og léttir líka undir á bráðamótttökunni,“ segir María. Með breytingunum verður þjónusta SELMU teymisins aukin til muna þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar teymisins verða á vakt til 20 alla virka daga en hafa hingað til aðeins verið til 17. Þá verður teymið starfrækt um helgar og veitir þjónustu í samvinnu við heimahjúkrun Reykjavíkur frá klukkan 10 til 16.
Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. 19. nóvember 2021 12:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. 19. nóvember 2021 12:00
Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31
Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42