Lakers skellt í Baunaborginni í nótt Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 20. nóvember 2021 09:30 Marcus Smart á leið að körfunni í nótt EPA-EFE/CJ GUNTHER Lebron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers eftir meiðsli en það reyndist ekki nóg til þess að sigra Boston Celtics í TD Garðinum í Boston. Alls fóru fram níu leikir í NBA deildinni í nótt. Það er alltaf aukin spenna þegar þessi tvö sögufrægustu lið NBA deildarinnar mætast sama hvernig liðunum gengur í töflunni en bæði liðin hafa farið hálf skröltandi af stað í haust. Það voru grænir Boston menn sem voru sterkari aðeilinn í nótt og liðið vann sigur, 130-108. Jayson Tatum skoraði 37 stig fyrir Boston en Anthony Davis skoraði 31 stig fyrir Lakers. Chicago Bulls hélt áfram sigurgöngu sinni en liðið hefur farið frábærlega af stað í vetur. Að þessu sinni lagði liðið Denver Nuggets, 108-114. Bulls hefur ekki unnið Nuggets á útivelli síðan árið 2006. Chicago hefur unnið ellefu af fyrstu 16 leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur ekki byrjað betur í langan tíma. Zach Lavine var allt í öllu hjá Chicago í nótt og skoraði 36 stig en Aaron Gordon var atkvæðamestur Nuggets með 28. Nikola Jokic lék ekki með Denver í nótt vegna meiðsla. Third career 30-point game@googlecloud || Player of the Game pic.twitter.com/JT92D9MN67— Golden State Warriors (@warriors) November 20, 2021 Tvö heitustu lið deildarinnar héldu áfram uppteknum hætti í nótt. Golden State Warriors bar sigurorð af Detroit Pistons, 102-105. Warriors voru án síns besta leikmanns, Stephen Curry, en það kom ekki að sök. Jordan Poole skoraði 32 stig fyrir Warriors og Andrew Wiggins 27. Hjá Pistons var Franck Jackson stigahæstur með 27 stig. Þá vann Phoenix Suns sinn ellefta leik í röð á tímabilinu þegar liðið lagði Dallas Mavericks á heimavelli, 112-104. Liðið hefur ekki unnið svo marga leiki í röð í meira en áratug. Gamla brýnið Chris Paul var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og 14 stoðsendingar en hjá Dallas skoraði Lettinn Kristaps Porzingis 23 stig. Önnur úrslit næturinnar: Charlotte Hornets 121-118 Indiana Pacers Brooklyn Nets 115-113 Orlando Magic Milwaukee Bucks 96-89 Oklahoma City Thunder New Orleans Pelicans 94-81 Los Angeles Clippers Sacramento Kings 89-108 Toronto Raptors NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Það er alltaf aukin spenna þegar þessi tvö sögufrægustu lið NBA deildarinnar mætast sama hvernig liðunum gengur í töflunni en bæði liðin hafa farið hálf skröltandi af stað í haust. Það voru grænir Boston menn sem voru sterkari aðeilinn í nótt og liðið vann sigur, 130-108. Jayson Tatum skoraði 37 stig fyrir Boston en Anthony Davis skoraði 31 stig fyrir Lakers. Chicago Bulls hélt áfram sigurgöngu sinni en liðið hefur farið frábærlega af stað í vetur. Að þessu sinni lagði liðið Denver Nuggets, 108-114. Bulls hefur ekki unnið Nuggets á útivelli síðan árið 2006. Chicago hefur unnið ellefu af fyrstu 16 leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur ekki byrjað betur í langan tíma. Zach Lavine var allt í öllu hjá Chicago í nótt og skoraði 36 stig en Aaron Gordon var atkvæðamestur Nuggets með 28. Nikola Jokic lék ekki með Denver í nótt vegna meiðsla. Third career 30-point game@googlecloud || Player of the Game pic.twitter.com/JT92D9MN67— Golden State Warriors (@warriors) November 20, 2021 Tvö heitustu lið deildarinnar héldu áfram uppteknum hætti í nótt. Golden State Warriors bar sigurorð af Detroit Pistons, 102-105. Warriors voru án síns besta leikmanns, Stephen Curry, en það kom ekki að sök. Jordan Poole skoraði 32 stig fyrir Warriors og Andrew Wiggins 27. Hjá Pistons var Franck Jackson stigahæstur með 27 stig. Þá vann Phoenix Suns sinn ellefta leik í röð á tímabilinu þegar liðið lagði Dallas Mavericks á heimavelli, 112-104. Liðið hefur ekki unnið svo marga leiki í röð í meira en áratug. Gamla brýnið Chris Paul var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og 14 stoðsendingar en hjá Dallas skoraði Lettinn Kristaps Porzingis 23 stig. Önnur úrslit næturinnar: Charlotte Hornets 121-118 Indiana Pacers Brooklyn Nets 115-113 Orlando Magic Milwaukee Bucks 96-89 Oklahoma City Thunder New Orleans Pelicans 94-81 Los Angeles Clippers Sacramento Kings 89-108 Toronto Raptors
NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti