„Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2021 08:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hlutfall þeirra sem eru í sóttkví og greinast hafi verið að hækka síðustu daga. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. „Það fór þarna hæst í 130 á föstudaginn en síðan var það um 110 og svo rétt rúmlega 100, eitthvað svoleiðis. Við eigum eftir að gera þetta almennilega upp, en þetta voru alla vega ekki margir og við eigum eftir að sjá fjölda sýna sem voru tekin og hvernig það var,“ segir Þórólfur sem ræddi stöðu faraldursins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það sem er líka jákvætt í þessu er það að hlutfall þeirra sem [greinast og] eru í sóttkví er að hækka. Það hefur verið 40 til 50 prósent en nú er það komið í 60 prósent, rúmlega. Þannig að ég vona að þetta séu allt saman teikn um að við séum að þokast í rétta átt og ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum. Það eru sumir sem telja að við eigum eftir að ná toppnum en mér sýnist að við séum búin að ná toppnum. Það getur tekið tíma að fara niður. Það þarf samt ekki nema eitt svona hópsmit í skóla eða eitthvað – bara fjörutíu, fimmtíu smit allt í einu – og þá rjúka tölurnar upp aftur.“ En hvað þýðir þetta allt saman… Ertu að segja að jólin geti verið þokkalega eðlileg hjá fólki? „Ég er eiginlega ekkert að spá um jólin, þannig. Ég held að við verðum bara sjá hvernig þróunin verður áfram og ef þetta heldur áfram að mjakast svona hægt og bítandi niður þá tekur það vissulega einhvern tíma til að komast niður í þessu fjörutíu, fimmtíu smit tilfelli, sem við viljum ná þessu niður í. Og ég held að þriðja bólusetningin sé líka að hjálpa okkur, það er ef við náum góðri útbreiðslu þar þá mun það flýta fyrir ferlinu, flýta því að kúrfan fari niður.“ Eilífðarsigling og fáum brimið á okkur úr öllum áttum Sóttvarnalæknir ræddi einnig örvunarbólusetningar sem hófust í upphafi síðustu viku. Var mætingin í kringum 70 prósent af þeim sem voru boðaðir, það er hjá þeim sem höfðu fengið skammt tvö. „Ég var að vonast til að mætingin yrði meiri en ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég veit að það eru margir sem áttu ekki heimagengt og það er hreyfing á þessu, en ég vona að það verði fleiri sem láti sjá sig og mæti því að ég held að eins og staðan er núna þá held ég að þetta sé vonin sem við getum horft á til að takmarka útbreiðslu hér. Ef það er getum við líka farið að slaka á meira, létt á þessum kröfum sem við höfum verið að beita. Auðvitað verður þetta líka að koma í ljós. Þetta er eilífðarsigling og við erum að fá brimið á okkur úr öllum áttum,“ segir í Þórólfur. 22 inniliggjandi Á vef Landspítalans segir að 22 séu nú inniliggjandi þar vegna Covid-19. Meðalaldur inniliggjandi er 57 ár. Þá segir að þrír séu á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
„Það fór þarna hæst í 130 á föstudaginn en síðan var það um 110 og svo rétt rúmlega 100, eitthvað svoleiðis. Við eigum eftir að gera þetta almennilega upp, en þetta voru alla vega ekki margir og við eigum eftir að sjá fjölda sýna sem voru tekin og hvernig það var,“ segir Þórólfur sem ræddi stöðu faraldursins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það sem er líka jákvætt í þessu er það að hlutfall þeirra sem [greinast og] eru í sóttkví er að hækka. Það hefur verið 40 til 50 prósent en nú er það komið í 60 prósent, rúmlega. Þannig að ég vona að þetta séu allt saman teikn um að við séum að þokast í rétta átt og ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum. Það eru sumir sem telja að við eigum eftir að ná toppnum en mér sýnist að við séum búin að ná toppnum. Það getur tekið tíma að fara niður. Það þarf samt ekki nema eitt svona hópsmit í skóla eða eitthvað – bara fjörutíu, fimmtíu smit allt í einu – og þá rjúka tölurnar upp aftur.“ En hvað þýðir þetta allt saman… Ertu að segja að jólin geti verið þokkalega eðlileg hjá fólki? „Ég er eiginlega ekkert að spá um jólin, þannig. Ég held að við verðum bara sjá hvernig þróunin verður áfram og ef þetta heldur áfram að mjakast svona hægt og bítandi niður þá tekur það vissulega einhvern tíma til að komast niður í þessu fjörutíu, fimmtíu smit tilfelli, sem við viljum ná þessu niður í. Og ég held að þriðja bólusetningin sé líka að hjálpa okkur, það er ef við náum góðri útbreiðslu þar þá mun það flýta fyrir ferlinu, flýta því að kúrfan fari niður.“ Eilífðarsigling og fáum brimið á okkur úr öllum áttum Sóttvarnalæknir ræddi einnig örvunarbólusetningar sem hófust í upphafi síðustu viku. Var mætingin í kringum 70 prósent af þeim sem voru boðaðir, það er hjá þeim sem höfðu fengið skammt tvö. „Ég var að vonast til að mætingin yrði meiri en ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég veit að það eru margir sem áttu ekki heimagengt og það er hreyfing á þessu, en ég vona að það verði fleiri sem láti sjá sig og mæti því að ég held að eins og staðan er núna þá held ég að þetta sé vonin sem við getum horft á til að takmarka útbreiðslu hér. Ef það er getum við líka farið að slaka á meira, létt á þessum kröfum sem við höfum verið að beita. Auðvitað verður þetta líka að koma í ljós. Þetta er eilífðarsigling og við erum að fá brimið á okkur úr öllum áttum,“ segir í Þórólfur. 22 inniliggjandi Á vef Landspítalans segir að 22 séu nú inniliggjandi þar vegna Covid-19. Meðalaldur inniliggjandi er 57 ár. Þá segir að þrír séu á gjörgæslu, allir í öndunarvél.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira