Tiger Woods farinn að slá á nýjan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 11:31 Tiger Woods sést hér með syni sínum Charlie Woods á góðgerðamóti sem þeir kepptu saman á í desember í fyrra. Getty/Mike Ehrmann Það var örugglega eitt myndband um helgina sem gladdi golfáhugamenn líklega meira en nokkuð annað. Einn sá allra besti í sögunni ætlar sér enn að komast til baka inn á golfvöllinn og sendi frá sér skýr skilaboð um það. Tiger Woods setti þá inn myndband á samfélagsmiðla af sjálfum sér vera að slá nokkra bolta á golfvelli. Þegar voru fyrstu „opinberu“ höggin hans eftir að Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar síðastliðnum. Tiger hafði ekki sett neitt inn á samfélagsmiðla síðan í apríl og það var því ánægjulegt fyrir aðdáendur hans að fá einhverjar fréttir hvað þá svona jákvæðar. Making progress pic.twitter.com/sVQkxEHJmq— Tiger Woods (@TigerWoods) November 21, 2021 „Skref í rétta átt,“ skrifaði Tiger Woods við þetta þriggja sekúndna myndband. Hinn 45 ára gamli Woods er í sérstökum þrýstisokk á hægri fætinum sem var einmitt sá fótur sem fór verst út úr slysinu. Sokknum er ætlað að auka blóðflæðið í fætinum hans. Hinn frábæri kylfingur Justin Thomas er góður vinur Woods og hann fagnaði myndbandinu af Tiger. Thomas hefur talað um það í viðtölum að hann viti af því að Tiger ætli sér að reyna að endurkomu. Tiger hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum en keppti síðast á golfmóti á Mastersmótinu í nóvember 2020. Fimmti Masterssigur og fimmtándi risamótsstigu Woods var á Mastersmótinu 2019 en hann vann það mót eftir að hafa farið í stóra bakaðgerð í apríl 2017. Fóturinn hans fór illa út úr bílslysinu og það ríkir því takmörkuð bjartsýni meðal golfáhugafólks að það muni sjá Tiger keppa á ný. Það þykir flestum ljóst að hann muni ekki koma til baka nema að hann sjá geta keppt við þá bestu en ekki aðeins til að vera með. Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods setti þá inn myndband á samfélagsmiðla af sjálfum sér vera að slá nokkra bolta á golfvelli. Þegar voru fyrstu „opinberu“ höggin hans eftir að Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar síðastliðnum. Tiger hafði ekki sett neitt inn á samfélagsmiðla síðan í apríl og það var því ánægjulegt fyrir aðdáendur hans að fá einhverjar fréttir hvað þá svona jákvæðar. Making progress pic.twitter.com/sVQkxEHJmq— Tiger Woods (@TigerWoods) November 21, 2021 „Skref í rétta átt,“ skrifaði Tiger Woods við þetta þriggja sekúndna myndband. Hinn 45 ára gamli Woods er í sérstökum þrýstisokk á hægri fætinum sem var einmitt sá fótur sem fór verst út úr slysinu. Sokknum er ætlað að auka blóðflæðið í fætinum hans. Hinn frábæri kylfingur Justin Thomas er góður vinur Woods og hann fagnaði myndbandinu af Tiger. Thomas hefur talað um það í viðtölum að hann viti af því að Tiger ætli sér að reyna að endurkomu. Tiger hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum en keppti síðast á golfmóti á Mastersmótinu í nóvember 2020. Fimmti Masterssigur og fimmtándi risamótsstigu Woods var á Mastersmótinu 2019 en hann vann það mót eftir að hafa farið í stóra bakaðgerð í apríl 2017. Fóturinn hans fór illa út úr bílslysinu og það ríkir því takmörkuð bjartsýni meðal golfáhugafólks að það muni sjá Tiger keppa á ný. Það þykir flestum ljóst að hann muni ekki koma til baka nema að hann sjá geta keppt við þá bestu en ekki aðeins til að vera með.
Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira