Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2021 23:50 Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri er forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði. Arnar Halldórsson Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. Í frétt Stöðvar 2 var dæmið frá Eskifirði rifjað upp þegar tveir synir Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka, seldu hlut sinn í Eskju. Sölunni var í grein Reynis Traustasonar í tímaritinu Mannlífi árið 2007 lýst svo að kvóti Alla ríka hefði farið til London, synirnir sagðir lifa þar í vellystingum meðan Eskifjörður væri í uppnámi. Báðir mótmæltu þeir skrifunum á sínum tíma og sögðu þau gróusögur og uppspuna, útúrsnúninga, rangfærslur og sleggjudóma. Annar sonurinn, Kristinn, er aftur fluttur heim á Eskifjörð. Kristinn Aðalsteinsson, fjárfestir á Eskifirði.Arnar Halldórsson „Mér fannst aldrei sjálfum gagnrýnisvert þó að ég seldi fyrirtæki sem var í sjávarútvegi. Ekki frekar en að þetta hefði bara verið hlutur í Hagkaupum eða einhverju slíku,“ segir Kristinn Aðalsteinsson, sem núna starfar sem fjárfestir. -Þú varst ekki að taka út kvótagróðann? „Nei, nei. Enda.. sko, það hefði nú verið svolítið skrítið ef ég hefði gefið það. Það hefði nú verið sennilega talað verr um mig þá,“ svarar Kristinn. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Eydís Ásbjörnsdóttir, leiddi lista félagshyggjufólk en hún kemur úr Samfylkingunni, sem vill hærri kvótagjöld. Samfylkingarkonan Eydís Ásbjörnsdóttir er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar en hún er oddviti L-lista félagshyggjufólks.Arnar Halldórsson „Þá erum við að tala um stærstu fyrirtækin, ca. 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin,“ segir Eydís. Þrjú fyrirtækjanna eru í Fjarðabyggð. Telur hún að hærri kvótaskattur kæmi niður á samfélögum eins og þar? „Nei, það held ég ekki. Það myndi nýtast, - koma þjóðinni til gagns,“ svarar Eydís. Við spyrjum Þorstein Kristjánsson, tengdason Alla ríka, sem í dag er aðaleigandi Eskju, hvort skapa megi meiri sátt um kvótakerfið. Guðrún Þorkelsdóttir SU, eitt af skipum Eskju, á loðnuveiðum.KMU „Ég hef nú oftar en ekki heyrt að þessi gjaldtaka sé of lág. Það má vel vera,“ segir Þorsteinn. -Þú værir alveg til í að borga meira fyrir kvótann? „Stundum er það, já. Stundum getum við borgað meira. Þetta fer svolítið eftir mörkuðunum sem við sjáum ekki fyrir. Við sjáum ekki þegar lagt er á okkur veiðileyfagjaldið hvað við losnum við fiskinn á,“ svarar Þorsteinn. Fjallað var um arfleifð Alla ríka í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Sjávarútvegur Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. 30. ágúst 2021 20:58 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 var dæmið frá Eskifirði rifjað upp þegar tveir synir Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka, seldu hlut sinn í Eskju. Sölunni var í grein Reynis Traustasonar í tímaritinu Mannlífi árið 2007 lýst svo að kvóti Alla ríka hefði farið til London, synirnir sagðir lifa þar í vellystingum meðan Eskifjörður væri í uppnámi. Báðir mótmæltu þeir skrifunum á sínum tíma og sögðu þau gróusögur og uppspuna, útúrsnúninga, rangfærslur og sleggjudóma. Annar sonurinn, Kristinn, er aftur fluttur heim á Eskifjörð. Kristinn Aðalsteinsson, fjárfestir á Eskifirði.Arnar Halldórsson „Mér fannst aldrei sjálfum gagnrýnisvert þó að ég seldi fyrirtæki sem var í sjávarútvegi. Ekki frekar en að þetta hefði bara verið hlutur í Hagkaupum eða einhverju slíku,“ segir Kristinn Aðalsteinsson, sem núna starfar sem fjárfestir. -Þú varst ekki að taka út kvótagróðann? „Nei, nei. Enda.. sko, það hefði nú verið svolítið skrítið ef ég hefði gefið það. Það hefði nú verið sennilega talað verr um mig þá,“ svarar Kristinn. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Eydís Ásbjörnsdóttir, leiddi lista félagshyggjufólk en hún kemur úr Samfylkingunni, sem vill hærri kvótagjöld. Samfylkingarkonan Eydís Ásbjörnsdóttir er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar en hún er oddviti L-lista félagshyggjufólks.Arnar Halldórsson „Þá erum við að tala um stærstu fyrirtækin, ca. 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin,“ segir Eydís. Þrjú fyrirtækjanna eru í Fjarðabyggð. Telur hún að hærri kvótaskattur kæmi niður á samfélögum eins og þar? „Nei, það held ég ekki. Það myndi nýtast, - koma þjóðinni til gagns,“ svarar Eydís. Við spyrjum Þorstein Kristjánsson, tengdason Alla ríka, sem í dag er aðaleigandi Eskju, hvort skapa megi meiri sátt um kvótakerfið. Guðrún Þorkelsdóttir SU, eitt af skipum Eskju, á loðnuveiðum.KMU „Ég hef nú oftar en ekki heyrt að þessi gjaldtaka sé of lág. Það má vel vera,“ segir Þorsteinn. -Þú værir alveg til í að borga meira fyrir kvótann? „Stundum er það, já. Stundum getum við borgað meira. Þetta fer svolítið eftir mörkuðunum sem við sjáum ekki fyrir. Við sjáum ekki þegar lagt er á okkur veiðileyfagjaldið hvað við losnum við fiskinn á,“ svarar Þorsteinn. Fjallað var um arfleifð Alla ríka í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. 30. ágúst 2021 20:58 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. 30. ágúst 2021 20:58
Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01