Launamunurinn geti vel skýrst af hálaunastörfum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. nóvember 2021 12:07 Sonja Ýr og Aðalsteinn Baldursson eru ekki sammála um réttar áherslur í launaþróun á Íslandi. Enda í umboði fyrir sitthvorn hópinn. vísir/vilhelm Formaður BSRB harmar gagnrýni innan úr röðum Starfsgreinasambandsins og segir ekki hægt að þá staðreynd í efa að opinberir starfsmenn séu lægra launaðir að meðaltali. Hún útilokar þó ekki að þetta eigi aðallega við hálaunastörf en þau þurfi þá að hækka hjá hinu opinbera. BSRB hefur lengi talað fyrir því að laun verði jöfnuð milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Sú krafa á rætur sínar að rekja til þess þegar iðgjöld á almennum vinnumarkaði breyttust fyrir nokkrum árum en opinberir starfsmenn litu á það sem skerðingu á sínum réttindum. „Og í staðinn fengum við þetta loforð um að það yrði farið í þá vinnu að jafna launin milli markaða. Af því að það hefur gjarnan líka verið litið svo á að launin séu lægri á opinberum vinnumarkaði,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfshópur hafi verið skipaður og hann farið í vinnu við að greina launamuninn. Samkvæmt útreikningum BSRB sem byggjast á tölum frá Hagstofunni sé munurinn 17 prósent að meðaltali, opinberum starfsmönnum í óhag. Áhersla á að hækka hæstu launin Þessi málflutningur BSRB vakti hörð viðbrögð eins stjórnarmanns Starfsgreinasambandsins, Aðalsteins Árna Baldurssonar, í gær. Hann kallaði þetta áróður hjá BSRB sem gæti skaðað láglaunafólk á almennum vinnumarkaði. Launamunurinn ætti aðeins við um hálaunastörf en þegar litið væri til láglaunastarfa, sem flestir hans félagsmenn sinna, væru opinberir starfsmenn mun betur settir. „Það hefur náttúrulega komið mjög skýrt fram að þegar það er verið að vísa til 17 prósenta þá sé það meðaltal og ég held að það liggi bara í hlutarins eðli að það eigi þá ekki við alla hópana heldur er bara misjafnt á milli hópa,“ segir Sonja. Það geti því vel verið rétt hjá Aðalsteini að jöfnun launa milli markaða muni aðallega snúa að þeim hæst launuðu hjá hinu opinbera. „Sko hlutverk þessa starfshóps er að leiðrétta þann launamun sem er til staðar og er opinberum starfsmönnum í óhag,“ segir Sonja. Það má skilja á henni að ef það komi út úr greiningarvinnu starfshóps BSRB að munurinn sé í hæst launuðu störfunum verði samt sem áður að leiðrétta þann mun. Hvað varði lægst launuðu hópana á almennum vinnumarkaði verði Starfsgreinasambandið að eiga kröfur sínar um launahækkanir við Samtök atvinnulífsins. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Norðurþing Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
BSRB hefur lengi talað fyrir því að laun verði jöfnuð milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Sú krafa á rætur sínar að rekja til þess þegar iðgjöld á almennum vinnumarkaði breyttust fyrir nokkrum árum en opinberir starfsmenn litu á það sem skerðingu á sínum réttindum. „Og í staðinn fengum við þetta loforð um að það yrði farið í þá vinnu að jafna launin milli markaða. Af því að það hefur gjarnan líka verið litið svo á að launin séu lægri á opinberum vinnumarkaði,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfshópur hafi verið skipaður og hann farið í vinnu við að greina launamuninn. Samkvæmt útreikningum BSRB sem byggjast á tölum frá Hagstofunni sé munurinn 17 prósent að meðaltali, opinberum starfsmönnum í óhag. Áhersla á að hækka hæstu launin Þessi málflutningur BSRB vakti hörð viðbrögð eins stjórnarmanns Starfsgreinasambandsins, Aðalsteins Árna Baldurssonar, í gær. Hann kallaði þetta áróður hjá BSRB sem gæti skaðað láglaunafólk á almennum vinnumarkaði. Launamunurinn ætti aðeins við um hálaunastörf en þegar litið væri til láglaunastarfa, sem flestir hans félagsmenn sinna, væru opinberir starfsmenn mun betur settir. „Það hefur náttúrulega komið mjög skýrt fram að þegar það er verið að vísa til 17 prósenta þá sé það meðaltal og ég held að það liggi bara í hlutarins eðli að það eigi þá ekki við alla hópana heldur er bara misjafnt á milli hópa,“ segir Sonja. Það geti því vel verið rétt hjá Aðalsteini að jöfnun launa milli markaða muni aðallega snúa að þeim hæst launuðu hjá hinu opinbera. „Sko hlutverk þessa starfshóps er að leiðrétta þann launamun sem er til staðar og er opinberum starfsmönnum í óhag,“ segir Sonja. Það má skilja á henni að ef það komi út úr greiningarvinnu starfshóps BSRB að munurinn sé í hæst launuðu störfunum verði samt sem áður að leiðrétta þann mun. Hvað varði lægst launuðu hópana á almennum vinnumarkaði verði Starfsgreinasambandið að eiga kröfur sínar um launahækkanir við Samtök atvinnulífsins.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Norðurþing Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira