Lífeyrissjóðirnir öskra á mikla arðsemi á kostnað neytenda og heimila! Vilhjálmur Birgisson skrifar 23. nóvember 2021 13:31 Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðir eiga 6410 milljarða og þar af eru 4153 milljarðar inní íslensku efnahagskerfi og þessi innlenda eign sjóðanna öskrar á arðsemi og ávöxtun. Ætlar einhver að halda því fram að það sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og heimili að lífeyrissjóðirnir eigi 4153 milljarða inní íslensku samfélagi sem öskrar á arðsemi og mikla ávöxtun eins og áður sagði. Lífeyrissjóðir launafólks eiga t.d. um eða yfir 50% af öllum skráðum félögum í kauphöllinni og hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna aukist um næstum 400 milljarða á einu ári. Skoðum samkeppnina sem íslenskum neytendum er boðið uppá í þessu rammspillta umhverfi. Byrjum á tryggingarmarkaðnum þar sem iðgjöld hafa hækkað á neytendur gríðarlega að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eiga í tryggingarfélögunum með eftirfarandi hætti: Vís: 48,9% Sjóvá: 48,3% Tryggingarmiðstöðin: 47,1% Halda menn virkilega að þarna ríki einhver samkeppni neytendum til góðs? Rifjum t.d. upp athugasemd frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem bentu á að á hluthafafundi 19. október hafi verið samþykkt að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvá. Nei, að sjálfsögðu er ekki nokkur samkeppni í gangi á milli tryggingarfélaganna enda blasir það við að þegar nánast einn og sami aðilinn á um 50% í öllum tryggingarfélögunum. En tryggingar er stór kostnaðarliður fyrir heimili og neytendur í þessu landi. Hvað með matvörumarkaðinn og olíumarkaðinn halda menn eina einustu mínútu að þar ríki alvöru samkeppni neytendum til hagsbóta, skoðum hvað lífeyrissjóðirnir eiga í Högum og Festi. En Hagar eiga t.d. Bónus, Hagkaup og Olís og Festi á Krónuna, Elko og N1. Eignarhlutur lífeyrissjóðanna er eftirfarandi: Hagar: 71,15% Festi: 67,04% Halda menn líka að þessi sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna hér innlands sé til hagsbóta fyrir launafólk, neytendur, heimili og fyrirtækin. Þetta birtist í því að hér ríkir alls engin samkeppni sem bitnar illilega á neytendum í hærra vöruverði, launum er haldið niðri enda öskra lífeyrissjóðirnir á arð og ávöxtun og segja meira að segja að þeirra eina hlutverk sé að hámarka arðsemi iðgjalda sjóðsfélaga. En er alveg sama hvernig það er gert? Er t.d. eðlilegt að hér ríki engin samkeppni sem bitnar á neytendum og það má líkja þessu við að launafólk sem þarf lögbundið að greiða inn í lífeyrissjóðina í hverjum einasta mánuði sé lúbarið á meðan það er á vinnumarkaði til að standa undir grenjandi arðsemiskröfu lífeyrissjóðanna, og svo þegar það loksins kemst á töku lífeyris þá er lífeyriskerfið búið að leika það svo grátt á meðan það var á vinnumarkaði að það stendur vart undir sér. Tökum nýlegt dæmi um hvernig arðssemisgræðgi birtist launafólki og neytendum en þegar kom í ljós að launafólk eigi hugsanlegan rétt til að fá nokkra þúsundkalla í formi hagvaxtarauka sem samið var um í síðustu samningum þá kom forstjóri Festa og sagði ef hagvaxtaraukin verður greiddur út þarf annaðhvort að hækka vöruverð eða reka fólk. Já, forstjóri sem stýrir fyrirtæki sem launafólk hér á landi á upp undir 70% í hótar að reka fólk eða hækka vöruverð ef það á að standa við að hækka laun samkvæmt kjarasamningum. Hvar er verkalýðshreyfingin? og hví í ósköpunum lætur hún þetta ofbeldi yfir sig ganga í ljósi þess að þetta eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga meirihluta í þessum fyrirtækjum. Nei, það er eitthvað stórundarlegt að byggja þetta kerfi upp með þessum hætti þar sem hagsmunir launafólks, neytenda og heimila er fótumtroðnir í formi fákeppni, einokunar, hás vörðuverðs, verðtryggingar okurvaxta og kaupgjaldi haldið niðri allt þess að þjóna arðssemiskröfu lífeyrissjóðanna. galið.is. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Lífeyrissjóðir Kjaramál Tryggingar Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðir eiga 6410 milljarða og þar af eru 4153 milljarðar inní íslensku efnahagskerfi og þessi innlenda eign sjóðanna öskrar á arðsemi og ávöxtun. Ætlar einhver að halda því fram að það sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og heimili að lífeyrissjóðirnir eigi 4153 milljarða inní íslensku samfélagi sem öskrar á arðsemi og mikla ávöxtun eins og áður sagði. Lífeyrissjóðir launafólks eiga t.d. um eða yfir 50% af öllum skráðum félögum í kauphöllinni og hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna aukist um næstum 400 milljarða á einu ári. Skoðum samkeppnina sem íslenskum neytendum er boðið uppá í þessu rammspillta umhverfi. Byrjum á tryggingarmarkaðnum þar sem iðgjöld hafa hækkað á neytendur gríðarlega að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eiga í tryggingarfélögunum með eftirfarandi hætti: Vís: 48,9% Sjóvá: 48,3% Tryggingarmiðstöðin: 47,1% Halda menn virkilega að þarna ríki einhver samkeppni neytendum til góðs? Rifjum t.d. upp athugasemd frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem bentu á að á hluthafafundi 19. október hafi verið samþykkt að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvá. Nei, að sjálfsögðu er ekki nokkur samkeppni í gangi á milli tryggingarfélaganna enda blasir það við að þegar nánast einn og sami aðilinn á um 50% í öllum tryggingarfélögunum. En tryggingar er stór kostnaðarliður fyrir heimili og neytendur í þessu landi. Hvað með matvörumarkaðinn og olíumarkaðinn halda menn eina einustu mínútu að þar ríki alvöru samkeppni neytendum til hagsbóta, skoðum hvað lífeyrissjóðirnir eiga í Högum og Festi. En Hagar eiga t.d. Bónus, Hagkaup og Olís og Festi á Krónuna, Elko og N1. Eignarhlutur lífeyrissjóðanna er eftirfarandi: Hagar: 71,15% Festi: 67,04% Halda menn líka að þessi sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna hér innlands sé til hagsbóta fyrir launafólk, neytendur, heimili og fyrirtækin. Þetta birtist í því að hér ríkir alls engin samkeppni sem bitnar illilega á neytendum í hærra vöruverði, launum er haldið niðri enda öskra lífeyrissjóðirnir á arð og ávöxtun og segja meira að segja að þeirra eina hlutverk sé að hámarka arðsemi iðgjalda sjóðsfélaga. En er alveg sama hvernig það er gert? Er t.d. eðlilegt að hér ríki engin samkeppni sem bitnar á neytendum og það má líkja þessu við að launafólk sem þarf lögbundið að greiða inn í lífeyrissjóðina í hverjum einasta mánuði sé lúbarið á meðan það er á vinnumarkaði til að standa undir grenjandi arðsemiskröfu lífeyrissjóðanna, og svo þegar það loksins kemst á töku lífeyris þá er lífeyriskerfið búið að leika það svo grátt á meðan það var á vinnumarkaði að það stendur vart undir sér. Tökum nýlegt dæmi um hvernig arðssemisgræðgi birtist launafólki og neytendum en þegar kom í ljós að launafólk eigi hugsanlegan rétt til að fá nokkra þúsundkalla í formi hagvaxtarauka sem samið var um í síðustu samningum þá kom forstjóri Festa og sagði ef hagvaxtaraukin verður greiddur út þarf annaðhvort að hækka vöruverð eða reka fólk. Já, forstjóri sem stýrir fyrirtæki sem launafólk hér á landi á upp undir 70% í hótar að reka fólk eða hækka vöruverð ef það á að standa við að hækka laun samkvæmt kjarasamningum. Hvar er verkalýðshreyfingin? og hví í ósköpunum lætur hún þetta ofbeldi yfir sig ganga í ljósi þess að þetta eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga meirihluta í þessum fyrirtækjum. Nei, það er eitthvað stórundarlegt að byggja þetta kerfi upp með þessum hætti þar sem hagsmunir launafólks, neytenda og heimila er fótumtroðnir í formi fákeppni, einokunar, hás vörðuverðs, verðtryggingar okurvaxta og kaupgjaldi haldið niðri allt þess að þjóna arðssemiskröfu lífeyrissjóðanna. galið.is. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun