Biður Loga Bergmann og aðra Stulla innilega afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2021 14:32 Forritarinn Guðni Þór hefur nú stigið fram og gengist við því að hafa skrifað hugbúnaðarlausn sem gerði fáeinum útvöldum kylfingum kleift að skrá rástíma á sig með handhægum hætti. Hann hefur nú opnað fyrir aðgang að því tóli svo allir sitji við sama borð. hí/skjáskot Guðni Þór Björnsson forritari hefur gefið sig fram sem höfundur forrits eða „scriptu“ sem gerði golfhópnum Stullunum og fleiri aðilum kleift að bóka rástíma með leifturhraða. „Jæja... ég bjóst aldrei við því að verða fyrir barðinu á virkum í athugasemdum en ætli það sé ekki best að koma hreint fram og vil ég byrja á því að biðja Loga Bergmann og aðra „Stulla“ innilega afsökunar.“ Svo hefst ítarlegur pistill Guðna Þórs sem hann birtir á lokuðum Facebook-hópi forritara. Þar lýsir hann því hvernig hann skrifaði „tölvukerfi“ sem hann deildi með vini sínum og kom þannig öðrum í bobba, að sögn. Guðni Þór hefur nú veitt öllum kylfingum öllum aðgengi að kerfinu. Ókátir kylfingar vegna hins meinta tölvuhakks Fréttir í gær fengu hárin á kylfingum landsins til að rísa og spöruðu margir sig ekki í allsherjar fordæmingum. Fyrstu fréttir gáfu til kynna að hópur kylfinga hafi stundað það í sumar að hakka sig inn á Golfbox, skráningarkerfi GSÍ, en þar bóka kylfingar rástíma. Og svindla sér þannig fram fyrir röðina. Í sumar sem leið var nánast slegist um rástímana og fengu færri en vildu. Þetta var þó ekki með öllu nákvæmt því um er að ræða forrit sem gerir þeim sem það notar kleift að ganga fyrr frá skráningu en ekki þannig að þeir hinir sömu komist að til að skrá sig fyrir opnun. Vísir fjallaði um málið í gær. Guðni Þór fer ítarlega yfir málið í pistli sínum, segist stunda golf og rekur að það hafi reynst erfitt að fá rástíma og eitt kvöldið hafi skrifað einfalt tölvukerfi eða „scriptu“ til að gera honum leikinn hægari við skráningu. „Ég deildi þessari script-u með einum vini mínum, fellow golfara og tölvunarfræðingi sem fékk mitt leyfi til þess að nota scriptuna. Hann hefur tengsl í þennan Stulla hóp sem fjallað hefur verið um. Í hreinskilni sagt er það mér að kenna að upp um þetta komst - en ég gleymdi að setja annan User-Agent í login request þó ég hefði munað eftir því annarsstaðar (því hefur nú verið kippt í liðinn),“ segir Guðni Þór í pistli sínum. Forritarinn veltir þá fyrir sér hvað getur flokkast sem ósanngjarnt forskot og hvað ekki. Menn hafi mismunandi hreyfigetu, þeir sem yngri eru hafi forskot yfir kvöldsvæf gamalmenni og svo framvegis. Hann sem fagmaður búi yfir forskoti, hans „scripta“ sé hans vafri og hann vitnar í reglur sem GSÍ gaf út þegar málið kom upp, sem hann segir að fái trauðla staðist. „Leyfilegur aðgangur þinn að vefsíðunni er bundinn við aðganginn sem slíkan, skoðunar vefsíðunnar og til skráninga á vefsíðunni. Leyfilegur aðgangur þinn nær ekki til annarrar notkunar á efni eða vefsíðu. Öll notkun hugbúnaðar eða skrifta er óheimil að öðru leyti en nauðsynleg er vegna leyfilegra athafna þinna sem samþykktar hafa verið af GolfBox og/eða Golfsambandi Íslands. Í þessu felst, en er þó ekki einskorðað við, að notendum er óheimilt án sérstaks leyfis Golfsambands Íslands að tengja vefsíðuna við aðra vefsíðu og/eða hvers kyns hugbúnað, eða gera vefsíðuna hluta af annarri vefsíðu án skriflegs samþykkis Golfsambands Íslands. Leyfi þitt fellur sjálfkrafa niður ef þú brýtur einhver atriði þessara skilmála.“ Margir saklausir hafðir fyrir rangri sök Guðni Þór segir að flestir sem nefndir hafi verið í tengslum við málið séu saklausir, hann hafi til dæmis tekið að sér að skrá tíma sinna golffélaga, líkt og Steingrímur Gautur Pétursson í Stullunum lýsti fyrir blaðamanni Vísis í gær. Og þeir hafi ekki haft hugmynd um hvernig hann bar sig að við það, þó hugbúnaðarmenn væru. Guðni Þór skilur ekki, líkt og Steingrímur Gautur, af hverju málið komi upp núna, notkun scriptunnar hafi verið hætt í síðsumars eftir viðvörun frá GR. Og forritarinn segir mikilvægt að fram komi að enginn hafi hakkað sig inn á Golfbox. Heiðursmenn í golfi. Forritarinn spyr hvers þeir eiga að gjalda sem eru kannski gengnir til náða fyrir klukkan tíu að kvöldi og hafa ekki yfir sama tölvulæsi og forritarar um þrítugt?Vísir/vilhelm „Ekki er hægt að skrá rástíma hvenær sem er – eins og aðrir þarf að bíða til 22:00 á kvöldin. Það sem gert var má líkja við að stilla vekjaraklukku til að ýta á takka á fyrirfram ákveðnum tíma Scripta er bara einu skrefi lengra en að vera með stillt á reminder í símanum. Þetta var eingöngu hugsað sem lausn á vandamáli.“ Þá segir Guðni Þór að lausnin hafi gert að verkum að hann var í betri aðstöðu en flestir aðrir til að bóka tíma. En hann hafi einfaldlega notast við þau tól sem hann hafi í sinni verkfærakistu. Opnar fyrir aðgang að scriptunni „Sé það vilji golfsamfélagsins þá er ég tilbúinn að hætta notkun scriptunnar (eins og ég hef þegar gert frá og með júlí/ágúst). En betra þykir mér að allir geti haft aðgang að þessum litla forritsbút og gert sitt - þar gæti skapast skemmtileg keppni klukkan 22 öll kvöld frá maí til október. Scriptan er nú aðgengileg fyrir alla sem vilja og því hef ég eða aðrir ekkert forskot lengur - ég er samt ekki að hvetja til notkunar á henni. Allskonar meira sem hægt er að bæta við - randomness á fleiri staði, ekki skrá alltaf sömu 4 einstaklinga í sama holl etc. etc.,“ skrifar Guðni Þór. Emil Hallfreðsson knattspyrnukappi og Björn Víglundsson formaður GR á teig á Korpu.vísir/vilhelm Og hér neðar er linkur þar sem nálgast má scriptuna sem hlýtur þá að leiða til þess að GSÍ og golfklúbbarnir verði að taka afstöðu til þess hvernig bregðast skuli við, annað hvort með auknu eftirliti, uppfærslu á bókunarkerfinu eða með öðrum hætti. Eða þá hreinlega að gefa þetta frjálst? https://github.com/gudnithor4/GolfRegistration Guðni Þór Björnsson gagnrýnir kerfið sem GSÍ styðst við, segir það lélegt og veltir því upp hvort þar á bæ þurfi menn ekki að fá sér betra kerfi? „Ef það er eitthvað sem þeir vilja athuga þá geta þeir haft samband við mig og ég skal íhuga að aðstoða þá.“ Golf Netöryggi Tengdar fréttir Til greina kemur að setja kvóta á rástímana Ásókn í að komast að á golfvelli á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri og bitist er um rástímana. Sekúndum eftir að opnað hefur verið fyrir skráningu eru allir tímar bókaðir; ýmsum til mikillar mæðu. 15. maí 2021 08:01 Golffár á Fróni og nú þegar slegist um rástímana Áhugi á golfinu hefur ekki verið eins mikill í annan tíma á Íslandi. Þó tímabilið sé ekki hafið og nú sé svokallað vetrargolf stundað, sem áður var bara meðal þeirra hörðustu, eru allir rástímar sem í boði eru upp bókaðir og biðlistar í að komast í klúbbana. 17. apríl 2021 08:00 Kylfingar límdir við tölvuskjáinn og slást um rástíma Golfæði á Íslandi. Allt leggst á eitt. Forseti GSÍ hefur aldrei séð annað eins. 27. maí 2020 09:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
„Jæja... ég bjóst aldrei við því að verða fyrir barðinu á virkum í athugasemdum en ætli það sé ekki best að koma hreint fram og vil ég byrja á því að biðja Loga Bergmann og aðra „Stulla“ innilega afsökunar.“ Svo hefst ítarlegur pistill Guðna Þórs sem hann birtir á lokuðum Facebook-hópi forritara. Þar lýsir hann því hvernig hann skrifaði „tölvukerfi“ sem hann deildi með vini sínum og kom þannig öðrum í bobba, að sögn. Guðni Þór hefur nú veitt öllum kylfingum öllum aðgengi að kerfinu. Ókátir kylfingar vegna hins meinta tölvuhakks Fréttir í gær fengu hárin á kylfingum landsins til að rísa og spöruðu margir sig ekki í allsherjar fordæmingum. Fyrstu fréttir gáfu til kynna að hópur kylfinga hafi stundað það í sumar að hakka sig inn á Golfbox, skráningarkerfi GSÍ, en þar bóka kylfingar rástíma. Og svindla sér þannig fram fyrir röðina. Í sumar sem leið var nánast slegist um rástímana og fengu færri en vildu. Þetta var þó ekki með öllu nákvæmt því um er að ræða forrit sem gerir þeim sem það notar kleift að ganga fyrr frá skráningu en ekki þannig að þeir hinir sömu komist að til að skrá sig fyrir opnun. Vísir fjallaði um málið í gær. Guðni Þór fer ítarlega yfir málið í pistli sínum, segist stunda golf og rekur að það hafi reynst erfitt að fá rástíma og eitt kvöldið hafi skrifað einfalt tölvukerfi eða „scriptu“ til að gera honum leikinn hægari við skráningu. „Ég deildi þessari script-u með einum vini mínum, fellow golfara og tölvunarfræðingi sem fékk mitt leyfi til þess að nota scriptuna. Hann hefur tengsl í þennan Stulla hóp sem fjallað hefur verið um. Í hreinskilni sagt er það mér að kenna að upp um þetta komst - en ég gleymdi að setja annan User-Agent í login request þó ég hefði munað eftir því annarsstaðar (því hefur nú verið kippt í liðinn),“ segir Guðni Þór í pistli sínum. Forritarinn veltir þá fyrir sér hvað getur flokkast sem ósanngjarnt forskot og hvað ekki. Menn hafi mismunandi hreyfigetu, þeir sem yngri eru hafi forskot yfir kvöldsvæf gamalmenni og svo framvegis. Hann sem fagmaður búi yfir forskoti, hans „scripta“ sé hans vafri og hann vitnar í reglur sem GSÍ gaf út þegar málið kom upp, sem hann segir að fái trauðla staðist. „Leyfilegur aðgangur þinn að vefsíðunni er bundinn við aðganginn sem slíkan, skoðunar vefsíðunnar og til skráninga á vefsíðunni. Leyfilegur aðgangur þinn nær ekki til annarrar notkunar á efni eða vefsíðu. Öll notkun hugbúnaðar eða skrifta er óheimil að öðru leyti en nauðsynleg er vegna leyfilegra athafna þinna sem samþykktar hafa verið af GolfBox og/eða Golfsambandi Íslands. Í þessu felst, en er þó ekki einskorðað við, að notendum er óheimilt án sérstaks leyfis Golfsambands Íslands að tengja vefsíðuna við aðra vefsíðu og/eða hvers kyns hugbúnað, eða gera vefsíðuna hluta af annarri vefsíðu án skriflegs samþykkis Golfsambands Íslands. Leyfi þitt fellur sjálfkrafa niður ef þú brýtur einhver atriði þessara skilmála.“ Margir saklausir hafðir fyrir rangri sök Guðni Þór segir að flestir sem nefndir hafi verið í tengslum við málið séu saklausir, hann hafi til dæmis tekið að sér að skrá tíma sinna golffélaga, líkt og Steingrímur Gautur Pétursson í Stullunum lýsti fyrir blaðamanni Vísis í gær. Og þeir hafi ekki haft hugmynd um hvernig hann bar sig að við það, þó hugbúnaðarmenn væru. Guðni Þór skilur ekki, líkt og Steingrímur Gautur, af hverju málið komi upp núna, notkun scriptunnar hafi verið hætt í síðsumars eftir viðvörun frá GR. Og forritarinn segir mikilvægt að fram komi að enginn hafi hakkað sig inn á Golfbox. Heiðursmenn í golfi. Forritarinn spyr hvers þeir eiga að gjalda sem eru kannski gengnir til náða fyrir klukkan tíu að kvöldi og hafa ekki yfir sama tölvulæsi og forritarar um þrítugt?Vísir/vilhelm „Ekki er hægt að skrá rástíma hvenær sem er – eins og aðrir þarf að bíða til 22:00 á kvöldin. Það sem gert var má líkja við að stilla vekjaraklukku til að ýta á takka á fyrirfram ákveðnum tíma Scripta er bara einu skrefi lengra en að vera með stillt á reminder í símanum. Þetta var eingöngu hugsað sem lausn á vandamáli.“ Þá segir Guðni Þór að lausnin hafi gert að verkum að hann var í betri aðstöðu en flestir aðrir til að bóka tíma. En hann hafi einfaldlega notast við þau tól sem hann hafi í sinni verkfærakistu. Opnar fyrir aðgang að scriptunni „Sé það vilji golfsamfélagsins þá er ég tilbúinn að hætta notkun scriptunnar (eins og ég hef þegar gert frá og með júlí/ágúst). En betra þykir mér að allir geti haft aðgang að þessum litla forritsbút og gert sitt - þar gæti skapast skemmtileg keppni klukkan 22 öll kvöld frá maí til október. Scriptan er nú aðgengileg fyrir alla sem vilja og því hef ég eða aðrir ekkert forskot lengur - ég er samt ekki að hvetja til notkunar á henni. Allskonar meira sem hægt er að bæta við - randomness á fleiri staði, ekki skrá alltaf sömu 4 einstaklinga í sama holl etc. etc.,“ skrifar Guðni Þór. Emil Hallfreðsson knattspyrnukappi og Björn Víglundsson formaður GR á teig á Korpu.vísir/vilhelm Og hér neðar er linkur þar sem nálgast má scriptuna sem hlýtur þá að leiða til þess að GSÍ og golfklúbbarnir verði að taka afstöðu til þess hvernig bregðast skuli við, annað hvort með auknu eftirliti, uppfærslu á bókunarkerfinu eða með öðrum hætti. Eða þá hreinlega að gefa þetta frjálst? https://github.com/gudnithor4/GolfRegistration Guðni Þór Björnsson gagnrýnir kerfið sem GSÍ styðst við, segir það lélegt og veltir því upp hvort þar á bæ þurfi menn ekki að fá sér betra kerfi? „Ef það er eitthvað sem þeir vilja athuga þá geta þeir haft samband við mig og ég skal íhuga að aðstoða þá.“
„Leyfilegur aðgangur þinn að vefsíðunni er bundinn við aðganginn sem slíkan, skoðunar vefsíðunnar og til skráninga á vefsíðunni. Leyfilegur aðgangur þinn nær ekki til annarrar notkunar á efni eða vefsíðu. Öll notkun hugbúnaðar eða skrifta er óheimil að öðru leyti en nauðsynleg er vegna leyfilegra athafna þinna sem samþykktar hafa verið af GolfBox og/eða Golfsambandi Íslands. Í þessu felst, en er þó ekki einskorðað við, að notendum er óheimilt án sérstaks leyfis Golfsambands Íslands að tengja vefsíðuna við aðra vefsíðu og/eða hvers kyns hugbúnað, eða gera vefsíðuna hluta af annarri vefsíðu án skriflegs samþykkis Golfsambands Íslands. Leyfi þitt fellur sjálfkrafa niður ef þú brýtur einhver atriði þessara skilmála.“
Golf Netöryggi Tengdar fréttir Til greina kemur að setja kvóta á rástímana Ásókn í að komast að á golfvelli á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri og bitist er um rástímana. Sekúndum eftir að opnað hefur verið fyrir skráningu eru allir tímar bókaðir; ýmsum til mikillar mæðu. 15. maí 2021 08:01 Golffár á Fróni og nú þegar slegist um rástímana Áhugi á golfinu hefur ekki verið eins mikill í annan tíma á Íslandi. Þó tímabilið sé ekki hafið og nú sé svokallað vetrargolf stundað, sem áður var bara meðal þeirra hörðustu, eru allir rástímar sem í boði eru upp bókaðir og biðlistar í að komast í klúbbana. 17. apríl 2021 08:00 Kylfingar límdir við tölvuskjáinn og slást um rástíma Golfæði á Íslandi. Allt leggst á eitt. Forseti GSÍ hefur aldrei séð annað eins. 27. maí 2020 09:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Til greina kemur að setja kvóta á rástímana Ásókn í að komast að á golfvelli á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri og bitist er um rástímana. Sekúndum eftir að opnað hefur verið fyrir skráningu eru allir tímar bókaðir; ýmsum til mikillar mæðu. 15. maí 2021 08:01
Golffár á Fróni og nú þegar slegist um rástímana Áhugi á golfinu hefur ekki verið eins mikill í annan tíma á Íslandi. Þó tímabilið sé ekki hafið og nú sé svokallað vetrargolf stundað, sem áður var bara meðal þeirra hörðustu, eru allir rástímar sem í boði eru upp bókaðir og biðlistar í að komast í klúbbana. 17. apríl 2021 08:00
Kylfingar límdir við tölvuskjáinn og slást um rástíma Golfæði á Íslandi. Allt leggst á eitt. Forseti GSÍ hefur aldrei séð annað eins. 27. maí 2020 09:15