Fengu blauta tusku í andlitið en vöknuðu aftur í framlengingu Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2021 07:30 Luka Doncic mætti aftur til leiks í gærkvöld og um það munaði svo sannarlega. AP/John McCoy Luka Doncic sneri aftur eftir meiðsli í framlengdum leik Dallas Mavericks gegn LA Clippers. Dallas missti niður tíu stiga forskot seint í fjórða leikhluta en vann í framlengingu, 112-104. Heimamenn í Clippers náðu með ótrúlegum hætti að tryggja sér framlengingu en þeir skoruðu ellefu af síðustu tólf stigunum í venjulegum leiktíma. Þar á meðal var þriggja stiga flautukarfa Paul George úr erfiðri stöðu í horninu. Another look at Paul George's WILD shot to force OT Watch on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/Q01PfE91cf— NBA (@NBA) November 24, 2021 Þessi blauta tuska í andlitið frá George vakti gestina sem skoruðu fyrstu sjö stigin í framlengingunni og héldu Clippers í aðeins einu stigi í allri framlengingunni. Doncic hafði misst af síðustu þremur leikjum, sem allir töpuðust. Slóveninn skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Kristaps Porzingis var hins vegar stigahæstur hjá Dallas með 30 stig. Hjá Clippers var Reggie Jackson með 31 stig og 10 fráköst en George skoraði 26 stig. Lakers án James og Davis spilaði veikur Los Angeles Lakers urðu að sætta sig við 106-100 tap gegn New York Knicks í Madison Square Garden, í leiknum sem LeBron James missti af vegna síns fyrsta leikbanns á ferlinum. Ekki bætti úr skák fyrir Lakers að Anthony Davis hafði verið veikur yfir daginn og mætti í hús aðeins 45 mínútum fyrir leik og hitti illa úr skotunum sínum þó að hann hafi endað með 20 stig. Knicks komust 25 stigum yfir í leiknum en glutruðu niður forskotinu, áður en þeim tókst að lokum að tryggja sér sigur í lokin. Evan Fournier skoraði 26 stig fyrir heimamenn og Julius Randle 20 auk þess að taka 16 fráköst. Úrslitin í nótt: Detroit 92-100 Miami New York 106-100 LA Lakers Portland 119-100 Denver LA Clippers 104-112 (e. framl.) Dallas NBA Körfubolti Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Heimamenn í Clippers náðu með ótrúlegum hætti að tryggja sér framlengingu en þeir skoruðu ellefu af síðustu tólf stigunum í venjulegum leiktíma. Þar á meðal var þriggja stiga flautukarfa Paul George úr erfiðri stöðu í horninu. Another look at Paul George's WILD shot to force OT Watch on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/Q01PfE91cf— NBA (@NBA) November 24, 2021 Þessi blauta tuska í andlitið frá George vakti gestina sem skoruðu fyrstu sjö stigin í framlengingunni og héldu Clippers í aðeins einu stigi í allri framlengingunni. Doncic hafði misst af síðustu þremur leikjum, sem allir töpuðust. Slóveninn skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Kristaps Porzingis var hins vegar stigahæstur hjá Dallas með 30 stig. Hjá Clippers var Reggie Jackson með 31 stig og 10 fráköst en George skoraði 26 stig. Lakers án James og Davis spilaði veikur Los Angeles Lakers urðu að sætta sig við 106-100 tap gegn New York Knicks í Madison Square Garden, í leiknum sem LeBron James missti af vegna síns fyrsta leikbanns á ferlinum. Ekki bætti úr skák fyrir Lakers að Anthony Davis hafði verið veikur yfir daginn og mætti í hús aðeins 45 mínútum fyrir leik og hitti illa úr skotunum sínum þó að hann hafi endað með 20 stig. Knicks komust 25 stigum yfir í leiknum en glutruðu niður forskotinu, áður en þeim tókst að lokum að tryggja sér sigur í lokin. Evan Fournier skoraði 26 stig fyrir heimamenn og Julius Randle 20 auk þess að taka 16 fráköst. Úrslitin í nótt: Detroit 92-100 Miami New York 106-100 LA Lakers Portland 119-100 Denver LA Clippers 104-112 (e. framl.) Dallas
Úrslitin í nótt: Detroit 92-100 Miami New York 106-100 LA Lakers Portland 119-100 Denver LA Clippers 104-112 (e. framl.) Dallas
NBA Körfubolti Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum