Reiknað með að atkvæðagreiðslu um kjörbréf ljúki annað kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2021 13:27 Það kemur í ljós annað kvöld hvort allir þeir sextíu og þrír þingmenn sem kjörbréf voru gefin út fyrir haldi þingsæti sínu eða hvort kosið verður aftur um sjö kjördæmakjörna þingmenn Norðvesturkjördæmis og níu jöfnunarþingmenn á landsvísu Vísir/Vilhelm Enn liggur ekki fyrir hversu margar tillögur koma til atkvæðagreiðslu á Alþingi á morgun varðandi staðfestingu eða synjun kjörbréfa vegna alþingiskosninganna í lok september. Niðurstaða þingsins ræður miklu um hvenær ný ríkissjórn og stjórnarsáttmáli verða kynnt. Kjörbréfanefnd Alþingis kom saman til stutts fundar klukkan hálf tíu í morgun. Eftir fyrsta fund nefndarinnar í gær liggur fyrir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins mynda meirihluta í nefndinni um að leggja til að Alþingi samþykki öll útgefin kjörbréf Landskjörstjórnar eftir alþingiskosningarnar hinn 25. september. Einnig er ljóst að nokkur minnihlutaálit gætu komið fram þar sem nefndarmenn færa rök úr ólíkum áttum að sömu niðurstöðu. Þannig að hinar eiginlegu tillögur gætu orðið færri en álitin. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar reiknar með að atkvæðagreiðslu um kjörbréf geti lokið í síðasta lagi annað kvöld.Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar segir gert ráð fyrir að meirihluti nefndarinnar leggi til að kjörbréf allra sextíu og þriggja þingmanna verði staðfest. Enda væri ekki hægt að draga þá ályktun af rannsókn málsins að ógilda bæri kosninguna í Norðvesturkjördæmi. „Það hafa komið fram gallar á framkvæmdinni þar en það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að þeir gallar sem þar er um að ræða hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Lagaskilyrðið gengur nákvæmlega út á það,“ segir Birgir. Umræðan fyrir atkvæðagreiðsluna á morgun gæti orðið löng og fari fram samkvæmt þingsköpum um aðra umræðu lagafrumvarpa þótt hann teldi þingmenn ekki endilega vera að búast við langri umræðu. „Það er alla vega ljóst að bæði nefndarmenn og jafnvel aðrir þingmenn vilja með einhverjum hætti tjá skoðanir sínar. Það er nú samt enginn að búast við því að þetta verði margra daga umræða. Heldur gera men ráð fyrir að þetta klárist á morgun.“ Að atkvæðagreiðslan fari fram á morgun, menn reikna frekar með því? „Já, það er gert ráð fyrir að það verði hægt að ganga þannig frá að atkvæðagreiðsla verði ekki seinna en annað kvöld,“ segir Birgir Ármannsson. Ef niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á morgun verður að öll kjörbréf verði samþykkt gætu stjórnarflokkarnir mögulega kynnt nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála á laugardag. Það er að því gefnu að þær stofnanir flokkanna sem þurfa að leggja blessun sína yfir stjórnarsáttmálann nái að gera það á föstudag. Að öðrum kosti mun það dragast fram yfir helgi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Alvarlegast hvernig staðið var að vörslu kjörgagna Alvarlegasti annmarkinn á framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi þann 25. september lýtur að vörslu kjörgagna á meðan yfirkjörstjórn yfirgaf talningarstað daginn eftir kjördag. Þetta er niðurstaða undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem lauk störfum í gær. 23. nóvember 2021 21:33 Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02 Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu. 23. nóvember 2021 20:00 Bein útsending: Rætt við þingmenn í kjörbréfanefnd Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. 23. nóvember 2021 14:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Kjörbréfanefnd Alþingis kom saman til stutts fundar klukkan hálf tíu í morgun. Eftir fyrsta fund nefndarinnar í gær liggur fyrir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins mynda meirihluta í nefndinni um að leggja til að Alþingi samþykki öll útgefin kjörbréf Landskjörstjórnar eftir alþingiskosningarnar hinn 25. september. Einnig er ljóst að nokkur minnihlutaálit gætu komið fram þar sem nefndarmenn færa rök úr ólíkum áttum að sömu niðurstöðu. Þannig að hinar eiginlegu tillögur gætu orðið færri en álitin. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar reiknar með að atkvæðagreiðslu um kjörbréf geti lokið í síðasta lagi annað kvöld.Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar segir gert ráð fyrir að meirihluti nefndarinnar leggi til að kjörbréf allra sextíu og þriggja þingmanna verði staðfest. Enda væri ekki hægt að draga þá ályktun af rannsókn málsins að ógilda bæri kosninguna í Norðvesturkjördæmi. „Það hafa komið fram gallar á framkvæmdinni þar en það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að þeir gallar sem þar er um að ræða hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Lagaskilyrðið gengur nákvæmlega út á það,“ segir Birgir. Umræðan fyrir atkvæðagreiðsluna á morgun gæti orðið löng og fari fram samkvæmt þingsköpum um aðra umræðu lagafrumvarpa þótt hann teldi þingmenn ekki endilega vera að búast við langri umræðu. „Það er alla vega ljóst að bæði nefndarmenn og jafnvel aðrir þingmenn vilja með einhverjum hætti tjá skoðanir sínar. Það er nú samt enginn að búast við því að þetta verði margra daga umræða. Heldur gera men ráð fyrir að þetta klárist á morgun.“ Að atkvæðagreiðslan fari fram á morgun, menn reikna frekar með því? „Já, það er gert ráð fyrir að það verði hægt að ganga þannig frá að atkvæðagreiðsla verði ekki seinna en annað kvöld,“ segir Birgir Ármannsson. Ef niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á morgun verður að öll kjörbréf verði samþykkt gætu stjórnarflokkarnir mögulega kynnt nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála á laugardag. Það er að því gefnu að þær stofnanir flokkanna sem þurfa að leggja blessun sína yfir stjórnarsáttmálann nái að gera það á föstudag. Að öðrum kosti mun það dragast fram yfir helgi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Alvarlegast hvernig staðið var að vörslu kjörgagna Alvarlegasti annmarkinn á framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi þann 25. september lýtur að vörslu kjörgagna á meðan yfirkjörstjórn yfirgaf talningarstað daginn eftir kjördag. Þetta er niðurstaða undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem lauk störfum í gær. 23. nóvember 2021 21:33 Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02 Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu. 23. nóvember 2021 20:00 Bein útsending: Rætt við þingmenn í kjörbréfanefnd Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. 23. nóvember 2021 14:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Alvarlegast hvernig staðið var að vörslu kjörgagna Alvarlegasti annmarkinn á framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi þann 25. september lýtur að vörslu kjörgagna á meðan yfirkjörstjórn yfirgaf talningarstað daginn eftir kjördag. Þetta er niðurstaða undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem lauk störfum í gær. 23. nóvember 2021 21:33
Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02
Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu. 23. nóvember 2021 20:00
Bein útsending: Rætt við þingmenn í kjörbréfanefnd Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. 23. nóvember 2021 14:39