Ógleymanleg ferð Íslendinga á stórleik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 11:01 Eiríkur Stefán Ásgeirsson var mjög kátur með ferðina og mælir með slíkri ferð fyrir alla NFL-áhugamenn. Skjámynd/S2 Sport Lokasóknin var með sinn fréttaritara á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys í NFL-deildinni um helgina og sá hinni sami sýndi ferðasöguna í þættinum í gær. Eiríkur Stefán Ásgeirsson er vanalega fastur gestur í Lokasókninni á Stöð 2 Sport en hann var löglega afsakaður í síðasta þætti. Eiríkur Stefán skellti sér nefnilega á NFL-leik í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Skjámynd/S2 Sport Leikurinn var á Arrowhead leikvanginum í Kansas City sem þykir einn sá flottast í deildinni þegar kemur að geggjaðri stemmningu. „Okkar besti maður, Eiríkur Stefán, var fulltrúi Lokasóknarinnar á vellinum. Sérlegur fréttaskýrandi úti í Kansas og við skulum kíkja á innslag sem hann var að senda okkur,“ sagði Andri Ólafsson í upphafi innslagsins og skipti yfir á Eirík. „Ég er kominn til Kansas City, borgar sem er þekkt fyrir þrennt, barbecue, jazz og geggjaðan fótbolta,“ byrjaði Eiríkur Stefán innslagið sitt. Hann lét sér ekki nægja að fara á NFL-leik því daginn áður fór hann einnig á leik í háskólafótboltanum. Skjámynd/S2 Sport „Áður en við skellum okkur á leik með Kansas City Chiefs þá brugðum við okkur inn í hjarta Missouri fylkis til Colombia. Þar spilar Missouri Tigers í SEC háskóladeildinni,“ sagði Eiríkur Stefán. „Eftir frábæran dag á Missouri leiknum er komið að aðalatriðinu en það er auðvitað Kansas City Chiefs á móti Dallas Cowboys. Við strákarnir mættum snemma og erum búnir að vera að undirbúa okkur í allan dag ásamt þessu góða fólki sem kann svo sannarlega að Tailgata og við erum að læra af þeim bestu,“ sagði Eiríkur. Eiríkur tók meðal annars viðtal við einn stuðningsmann Kansas City Chiefs auk þess að sýna frá hvernig menn gera það á bílastæðinu í aðdraganda leiksins. Hann ræddi einnig við stuðningsmann Dallas sem hafði ferðast alla leið frá Texas. „Þetta var algjörlega stórkostleg reynsla og ég mæli með þessu fyrir hvern sem er sem hefur áhuga á NFL,“ sagði Eiríkur Stefán en það má sjá alla ferðasöguna hans hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Ferðasagan á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys NFL Íslendingar erlendis Lokasóknin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Sjá meira
Eiríkur Stefán Ásgeirsson er vanalega fastur gestur í Lokasókninni á Stöð 2 Sport en hann var löglega afsakaður í síðasta þætti. Eiríkur Stefán skellti sér nefnilega á NFL-leik í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Skjámynd/S2 Sport Leikurinn var á Arrowhead leikvanginum í Kansas City sem þykir einn sá flottast í deildinni þegar kemur að geggjaðri stemmningu. „Okkar besti maður, Eiríkur Stefán, var fulltrúi Lokasóknarinnar á vellinum. Sérlegur fréttaskýrandi úti í Kansas og við skulum kíkja á innslag sem hann var að senda okkur,“ sagði Andri Ólafsson í upphafi innslagsins og skipti yfir á Eirík. „Ég er kominn til Kansas City, borgar sem er þekkt fyrir þrennt, barbecue, jazz og geggjaðan fótbolta,“ byrjaði Eiríkur Stefán innslagið sitt. Hann lét sér ekki nægja að fara á NFL-leik því daginn áður fór hann einnig á leik í háskólafótboltanum. Skjámynd/S2 Sport „Áður en við skellum okkur á leik með Kansas City Chiefs þá brugðum við okkur inn í hjarta Missouri fylkis til Colombia. Þar spilar Missouri Tigers í SEC háskóladeildinni,“ sagði Eiríkur Stefán. „Eftir frábæran dag á Missouri leiknum er komið að aðalatriðinu en það er auðvitað Kansas City Chiefs á móti Dallas Cowboys. Við strákarnir mættum snemma og erum búnir að vera að undirbúa okkur í allan dag ásamt þessu góða fólki sem kann svo sannarlega að Tailgata og við erum að læra af þeim bestu,“ sagði Eiríkur. Eiríkur tók meðal annars viðtal við einn stuðningsmann Kansas City Chiefs auk þess að sýna frá hvernig menn gera það á bílastæðinu í aðdraganda leiksins. Hann ræddi einnig við stuðningsmann Dallas sem hafði ferðast alla leið frá Texas. „Þetta var algjörlega stórkostleg reynsla og ég mæli með þessu fyrir hvern sem er sem hefur áhuga á NFL,“ sagði Eiríkur Stefán en það má sjá alla ferðasöguna hans hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Ferðasagan á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys
NFL Íslendingar erlendis Lokasóknin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Sjá meira