Gleymdi að afhenda Þórdísi Kolbrúnu lyklaspjaldið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2021 10:57 Þórdís Kolbrún fékk lyklaspjaldið að lokum afhent en Guðlaugi til varnar þá hafði hann þegar komið spjaldinu fyrir á borði fyrir allra augum. Vísir/vilhelm Lyklavöldin að utanríkisráðuneytinu verða áfram hjá Sjálfstæðisflokknum þó ákveðið hafi verið að skipta um ráðherra í brúnni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tekur við af Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem færir sig yfir í umhverfis- og loftslagsmálaráðuneytið. Guðlaugur á ættir að rekja í Borgarnes en Þórdís Kolbrún er frá Akranesi. Þau grínuðust með það við skiptin í morgun að það hefði ekki verið tekið vel í það á sínum tíma að Akurnesingur hefði mætt í vígi Borgnesinga og tekið við lyklavöldum. „Hér eru allir tilbúnir að leggja sig fram til að gera þér lífið auðveldara í þessu mikilvæga embætti,“ sagði Guðlaugur Þór við Þórdísi Kolbrúnu. Sú sagðist taka við góðu búi og átti von á töluverðri samvinnu þeirra enda margt í nýjum málaflokki Guðlaugs sem tengist utanríkismálum. Eftir að þau höfðu hvort haldið stutta tölu spurði Guðlaugur fjölmiðla á léttum nótum hvort þau vildu spyrja þau einhverra spurninga eða bara horfa á þau. Fékk hann þau svör að hann ætti eftir að afhenda lyklana, sjálft myndamómentið. Guðlaugur var ekki lengi að finna til lyklaspjaldið og afhenda Þórdísi Kolbrúnu. Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu um nýju áskorunina að lokinni lyklaafhendingu. Hún segir gott veganesti að anda ofan í kviðinn og hitta svo fólk sem þekkir betur til utanríkismála. Fram undan er flug til Riga í Lettlandi og svo Stokkhólms, strax í dag. Fyrri fundurinn er á vegum NATO og hinn á vegum ÖSE. Þórdís segist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Lyklavaktin á Vísi: Nýtt fólk mætir í brúna í sjö ráðuneytum Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í dag er komið að formlegum lyklaskiptum í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum í ríkisstjórninni. 29. nóvember 2021 08:35 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Guðlaugur á ættir að rekja í Borgarnes en Þórdís Kolbrún er frá Akranesi. Þau grínuðust með það við skiptin í morgun að það hefði ekki verið tekið vel í það á sínum tíma að Akurnesingur hefði mætt í vígi Borgnesinga og tekið við lyklavöldum. „Hér eru allir tilbúnir að leggja sig fram til að gera þér lífið auðveldara í þessu mikilvæga embætti,“ sagði Guðlaugur Þór við Þórdísi Kolbrúnu. Sú sagðist taka við góðu búi og átti von á töluverðri samvinnu þeirra enda margt í nýjum málaflokki Guðlaugs sem tengist utanríkismálum. Eftir að þau höfðu hvort haldið stutta tölu spurði Guðlaugur fjölmiðla á léttum nótum hvort þau vildu spyrja þau einhverra spurninga eða bara horfa á þau. Fékk hann þau svör að hann ætti eftir að afhenda lyklana, sjálft myndamómentið. Guðlaugur var ekki lengi að finna til lyklaspjaldið og afhenda Þórdísi Kolbrúnu. Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu um nýju áskorunina að lokinni lyklaafhendingu. Hún segir gott veganesti að anda ofan í kviðinn og hitta svo fólk sem þekkir betur til utanríkismála. Fram undan er flug til Riga í Lettlandi og svo Stokkhólms, strax í dag. Fyrri fundurinn er á vegum NATO og hinn á vegum ÖSE. Þórdís segist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Lyklavaktin á Vísi: Nýtt fólk mætir í brúna í sjö ráðuneytum Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í dag er komið að formlegum lyklaskiptum í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum í ríkisstjórninni. 29. nóvember 2021 08:35 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Lyklavaktin á Vísi: Nýtt fólk mætir í brúna í sjö ráðuneytum Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í dag er komið að formlegum lyklaskiptum í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum í ríkisstjórninni. 29. nóvember 2021 08:35