Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2021 23:43 Mikill viðbúnaður var við skólann í dag. AP/Todd McInturf Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir en er verið að skoða myndbandsupptökur og færslur á samfélagsmiðlum til að finna mögulegt tilefni. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið á milli fimmtán og tuttugu skotum í skólanum. Hann myrti þrjá nemendur. Einn sextán ára dreng og tvær stúlkur, fjórtán og sautján ára. Lögreglan segir tvo særða hafa farið í skurðaðgerðir en hina vera í stöðugu ástandi. Starfsmaður Huffington Post deildi myndbandi sem ku vera tekið í kennslustofu í skólanum þar sem árásarmaðurinn þóttist vera lögregluþjónn til að reyna að komast þar inn. A student from inside Oxford High School captured this footage of the possible shooter trying to get into the classroom by impersonating a sheriffThe students did not open the door and escaped through a windowhttps://t.co/DCKb6l555w pic.twitter.com/gQWOuJPAAL— philip lewis (@Phil_Lewis_) November 30, 2021 Mike McCabe, aðstoðarfógeti Oakland-sýslu, sagði foreldra drengsins hafa ráðlagt honum að ræða ekki við lögregluþjóna. Þar sem hann er undir lögaldri þurftu lögregluþjónar að fá leyfi foreldra til að ræða við hann. Ekki er vitað til þess að hann hafi áður komið við sögu lögreglu. AP hefur eftir foreldra við skólann að sonur hennar hafi verið heima vegna sögusagna um mögulega skotárás í skólanum. McCabe var spurður út í sögusagnir um árásina og sagðist hann ekki vita til þess að lögreglunni hafi borist nokkurs konar tilkynning eða viðvörun. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir en er verið að skoða myndbandsupptökur og færslur á samfélagsmiðlum til að finna mögulegt tilefni. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið á milli fimmtán og tuttugu skotum í skólanum. Hann myrti þrjá nemendur. Einn sextán ára dreng og tvær stúlkur, fjórtán og sautján ára. Lögreglan segir tvo særða hafa farið í skurðaðgerðir en hina vera í stöðugu ástandi. Starfsmaður Huffington Post deildi myndbandi sem ku vera tekið í kennslustofu í skólanum þar sem árásarmaðurinn þóttist vera lögregluþjónn til að reyna að komast þar inn. A student from inside Oxford High School captured this footage of the possible shooter trying to get into the classroom by impersonating a sheriffThe students did not open the door and escaped through a windowhttps://t.co/DCKb6l555w pic.twitter.com/gQWOuJPAAL— philip lewis (@Phil_Lewis_) November 30, 2021 Mike McCabe, aðstoðarfógeti Oakland-sýslu, sagði foreldra drengsins hafa ráðlagt honum að ræða ekki við lögregluþjóna. Þar sem hann er undir lögaldri þurftu lögregluþjónar að fá leyfi foreldra til að ræða við hann. Ekki er vitað til þess að hann hafi áður komið við sögu lögreglu. AP hefur eftir foreldra við skólann að sonur hennar hafi verið heima vegna sögusagna um mögulega skotárás í skólanum. McCabe var spurður út í sögusagnir um árásina og sagðist hann ekki vita til þess að lögreglunni hafi borist nokkurs konar tilkynning eða viðvörun.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira