Höfnuðu nýju svínabúi í Árborg vegna fjölda andmæla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2021 08:13 Samkvæmt fundargerð skipulags- og byggingarsviðs Árborgar barst fjöldi mótmæla gegn svínabúinu. Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt tillögu skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins, sem lagði til að fallið yrði frá áformum um deiliskipulag fyrir svínabú á jörðinni Hólar. Þá lagði nefndin einnig til að fallið yrði frá hugmyndum um að skilgreina iðnaðarsvæði á umræddum stað. Bæjarstjórn Árborgar hafði á fundi í september síðastliðnum samþykkt skipulagslýsingu áætlaðs deiliskipulags fyrir svínabú á Hólum en lýsingin tók til um 5 hektara svæðis norðan Gaulverjabæjarvegar, þar sem til stóð að reisa 600 gylltna svínabú með möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum. Samkvæmt fundargerð skipulags- og byggingarnefndar barst hins vegar fjöldi andmæla og athugasemda, frá umsagnaraðilum, félagasamtökum og einstaklingum. Vörðuðu þær til að mynda, lyktarmengun, hljóðmengun, aukinn umferðarþunga, mengun grunnvatns, sýkingarhættu grunnvatns og nálægð við frístundabyggð og fornminjar. Að því er fram kemur í erindi nágranna Hóla var um að ræða umsókn frá Síld og fisk, sem framleiðir og selur vörur undir merkjum Ali. Í umræddu erindi segir meðal annars að svíabúið muni hafa í för með sér lyktar- og jarðvegsmengun, auk þess sem áhyggjum er lýst af nálægð búsins við nærliggjandi bæi og byggð. „Svínabú af því tagi sem hér er rætt um mun fela í sér verulegar umhverfisraskanir sem hafa neikvæð áhrif á nánasta umhverfi svínabúsins og þar með talið allar nálægar jarðir, íbúa þess og framtíðaruppbyggingu á jörðunum. Öllum má ljóst vera að af slíkri starfsemi hlýst mengun vegna úrgangs og lyktar sem mun dreifast víða. Svínabú af þessari stærð á ekki heima á svo þéttbýlu svæði sem Flóinn er,“ segir í erindinu. Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar hafði á fundi í september síðastliðnum samþykkt skipulagslýsingu áætlaðs deiliskipulags fyrir svínabú á Hólum en lýsingin tók til um 5 hektara svæðis norðan Gaulverjabæjarvegar, þar sem til stóð að reisa 600 gylltna svínabú með möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum. Samkvæmt fundargerð skipulags- og byggingarnefndar barst hins vegar fjöldi andmæla og athugasemda, frá umsagnaraðilum, félagasamtökum og einstaklingum. Vörðuðu þær til að mynda, lyktarmengun, hljóðmengun, aukinn umferðarþunga, mengun grunnvatns, sýkingarhættu grunnvatns og nálægð við frístundabyggð og fornminjar. Að því er fram kemur í erindi nágranna Hóla var um að ræða umsókn frá Síld og fisk, sem framleiðir og selur vörur undir merkjum Ali. Í umræddu erindi segir meðal annars að svíabúið muni hafa í för með sér lyktar- og jarðvegsmengun, auk þess sem áhyggjum er lýst af nálægð búsins við nærliggjandi bæi og byggð. „Svínabú af því tagi sem hér er rætt um mun fela í sér verulegar umhverfisraskanir sem hafa neikvæð áhrif á nánasta umhverfi svínabúsins og þar með talið allar nálægar jarðir, íbúa þess og framtíðaruppbyggingu á jörðunum. Öllum má ljóst vera að af slíkri starfsemi hlýst mengun vegna úrgangs og lyktar sem mun dreifast víða. Svínabú af þessari stærð á ekki heima á svo þéttbýlu svæði sem Flóinn er,“ segir í erindinu.
Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira