Carlsen vann eftir lengsta leik sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2021 22:46 Frá keppni dagsins. Giuseppe Cacace/Getty Images Sjötta viðureign heimsmeistaramótsins í skák fór fram í dag. Um var að ræða lengstu skák í sögu mótsins en Norðmaðurinn Magnus Carlsen hafði loks betur gegn Ian Nepomniachtchi. Carlsen er núverandi heimsmeistari á meðan Nepomniachtchi vann keppni áskorenda og fékk þar með tækifærið til að takast á við heimsmeistarann. Norðmaðurinn er sem fyrr í 1. sæti heimslistans á meðan Rússinn er í 5. sætinu. Mótið átti að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Alls verða tefldar14 skákir en það þarf sjö og hálfan vinning til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Fyrir daginn í dag höfðu þeir Carlsen og Nepomniachtchi mæst fimm sinnum en öllum skákunum lyktað með jafntefli, þangað til í dag. Skák dagsins var líkt og hinar fimm æsispennandi enda tefldu þeir í sjö klukkustundir og 45 mínútur. After 136 moves...CARLSEN WINS GAME 6! The first decisive game in a classical World Championship game in 5 YEARS! #CarlsenNepo pic.twitter.com/fqO38H54ls— Chess.com (@chesscom) December 3, 2021 „Ég er augljóslega uppgefinn en eftir sigra líkt og þennan er ég auðvitað mjög hamingjusamur,“ sagði úrvinda Carlsen í viðtali eftir skák dagsins. YES.— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 3, 2021 „Ég held að mögulega aðeins þolinmóðari undir lokin. Ég fann á einhverjum tíma að hann væri orðinn óþolinmóður og farinn að verja stöðu sína. Hann var ekki jafn árásargjarn og í upphafi, það gaf mér smá von og á endanum möguleika á að vinna skákina,“ bætti Carlsen að endingu við. Skák Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Carlsen er núverandi heimsmeistari á meðan Nepomniachtchi vann keppni áskorenda og fékk þar með tækifærið til að takast á við heimsmeistarann. Norðmaðurinn er sem fyrr í 1. sæti heimslistans á meðan Rússinn er í 5. sætinu. Mótið átti að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Alls verða tefldar14 skákir en það þarf sjö og hálfan vinning til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Fyrir daginn í dag höfðu þeir Carlsen og Nepomniachtchi mæst fimm sinnum en öllum skákunum lyktað með jafntefli, þangað til í dag. Skák dagsins var líkt og hinar fimm æsispennandi enda tefldu þeir í sjö klukkustundir og 45 mínútur. After 136 moves...CARLSEN WINS GAME 6! The first decisive game in a classical World Championship game in 5 YEARS! #CarlsenNepo pic.twitter.com/fqO38H54ls— Chess.com (@chesscom) December 3, 2021 „Ég er augljóslega uppgefinn en eftir sigra líkt og þennan er ég auðvitað mjög hamingjusamur,“ sagði úrvinda Carlsen í viðtali eftir skák dagsins. YES.— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 3, 2021 „Ég held að mögulega aðeins þolinmóðari undir lokin. Ég fann á einhverjum tíma að hann væri orðinn óþolinmóður og farinn að verja stöðu sína. Hann var ekki jafn árásargjarn og í upphafi, það gaf mér smá von og á endanum möguleika á að vinna skákina,“ bætti Carlsen að endingu við.
Skák Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira