Geitungarnir stungu Ernina og sjötti sigur Houston í röð sendi New Orleans á botninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 08:00 Kelly Oubre steig upp í fjarveru LaMelo Ball. Stacy Revere/Getty Images Aðeins fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Charlotte Hornets vann þriggja stiga sigur á Atlanta Hawks, Houston Rockets lagði New Orleans Pelicans og Toronto Raptors vann öruggan sigur á Washington Wizards. Geitungarnir frá Charlotte voru án nýliðans LaMelo Ball en það kom ekki að sök í nótt. Miles Bridges átti stórleik og skoraði 32 stig er Ernirnir frá Atlanta voru stungnir, lokatölur 130-127. Kelly Oubre Junior skoraði 28 stig fyrir Hornets en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins 18 stig eða meira. Hjá Hawks var John Collins stigahæstur með 31 stig ásamt því að taka taka 12 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 á meðan Trae Young skorðaði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar. 28 for @KELLYOUBREJR.32 for @MilesBridges.The @hornets duo capped their big nights with respective clutch buckets late! pic.twitter.com/sfrQIRDnmy— NBA (@NBA) December 6, 2021 Houston Rockets vann 10 stiga sigur á New Orleans Pelicans, það þýðir að Pelicans er nú neðst í Vesturdeildinni. Liðið er enn án Zion Willamson og það gengur bókstaflega ekkert upp. Var þetta sjötti sigur Houston í röð. Eric Gordon og Christian Wood voru stigahæstir hjá Rockets með 23 stig hvor. Brandon Ingram gerði sitt besta hjá Pelicans en hann endaði með 40 stig. Það dugði því miður ekki að þessu sinni. 23 apiece for Eric Gordon & Christian Wood power the @HoustonRockets to their 6th win in a row! @TheofficialEG10 x @Chriswood_5 pic.twitter.com/9Rb5eyJUJ4— NBA (@NBA) December 6, 2021 Slæmur fyrsti leikhluti varð Galdramönnunum frá Washington að falli en liðið skoraði aðeins 12 stig í fyrsta leikhluta gegn Toronto Raptors. Fór það svo að Toronto vann leikinn 102-90. Að lokum vann Utah Jazz nauman eins stigs sigur á Cleveland Cavaliers, lokatölur 109-108. Donovan Mitchell skoraði 35 stig í liði Utah og Rudy Gobert tók hvorki meira né minna en 20 fráköst. Hjá Cleveland var Darius Garland stigahæstur með 31 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Sjá meira
Geitungarnir frá Charlotte voru án nýliðans LaMelo Ball en það kom ekki að sök í nótt. Miles Bridges átti stórleik og skoraði 32 stig er Ernirnir frá Atlanta voru stungnir, lokatölur 130-127. Kelly Oubre Junior skoraði 28 stig fyrir Hornets en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins 18 stig eða meira. Hjá Hawks var John Collins stigahæstur með 31 stig ásamt því að taka taka 12 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 á meðan Trae Young skorðaði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar. 28 for @KELLYOUBREJR.32 for @MilesBridges.The @hornets duo capped their big nights with respective clutch buckets late! pic.twitter.com/sfrQIRDnmy— NBA (@NBA) December 6, 2021 Houston Rockets vann 10 stiga sigur á New Orleans Pelicans, það þýðir að Pelicans er nú neðst í Vesturdeildinni. Liðið er enn án Zion Willamson og það gengur bókstaflega ekkert upp. Var þetta sjötti sigur Houston í röð. Eric Gordon og Christian Wood voru stigahæstir hjá Rockets með 23 stig hvor. Brandon Ingram gerði sitt besta hjá Pelicans en hann endaði með 40 stig. Það dugði því miður ekki að þessu sinni. 23 apiece for Eric Gordon & Christian Wood power the @HoustonRockets to their 6th win in a row! @TheofficialEG10 x @Chriswood_5 pic.twitter.com/9Rb5eyJUJ4— NBA (@NBA) December 6, 2021 Slæmur fyrsti leikhluti varð Galdramönnunum frá Washington að falli en liðið skoraði aðeins 12 stig í fyrsta leikhluta gegn Toronto Raptors. Fór það svo að Toronto vann leikinn 102-90. Að lokum vann Utah Jazz nauman eins stigs sigur á Cleveland Cavaliers, lokatölur 109-108. Donovan Mitchell skoraði 35 stig í liði Utah og Rudy Gobert tók hvorki meira né minna en 20 fráköst. Hjá Cleveland var Darius Garland stigahæstur með 31 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Sjá meira