Fá ekki krónu þrátt fyrir mistök lögmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2021 21:47 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið og fyrrverandi lögmaður hjóna hafa verið sýknuð af kröfu hjónanna um að ríkinu og lögmanninum bæri að greiða þeim 25,8 milljónir króna vegna mistaka lögmannsins og meintrar ólögmætrar nauðungarsölu sýslumanns á íbúð í þeirra eigu. Málið snerist um nauðungarsölu á fasteign sem lokið var í september 2018. Hjónin leituðu til ótilgreinds lögmanns til þess að gæta hagsmuna þeirra í nauðungarsölumálinu. Hjónin byggðu skaðabótakröfu sína á hendur ríkinu á þeim grundvelli að sú ákvörðun fulltrúa sýslumanns að láta beiðnir um nauðungarsölu á íbúðunni fram að ganga hafi verið andstæð lögum um nauðungarsölu. Byggðist það á því að þau töldu veðrétt fjárnámanna sem þær byggðust á hafa verið fallinn niður þegar beiðnir um nauðungarsölu bárust embætti sýslimanns. Vísa hafi átt þeim frá. Þá töldu hjónin að umræddur lögmaður hafi gert mistök þar sem hann hafi átt að tilkynna fulltrúa sýslumanns við fyrstu eða aðra fyrirtöku málsins, að þau hyggðist bera gildi nauðungarsölunnar undir héraðsdóm. Þá töldu þau hann einnig hafa átt að tilkynna héraðsdómi þessa fyrirætlun þeirra innan réttra tímamarka. Töldu það að ef hann hefði gert það hefði nauðungarsalan fallið niður. Gerðu hjónin kröfu um að fá greiddar 25,8 milljónir króna vegna málsins. Allt bendi til þess að mistök lögmannsins hafi ekki skipt máli Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er fallist á það að lögmaðurinn hafi gert mistök þegar hann tilkynnti héraðsdómi með tölvupósti að hjónin hyggðust leita réttar síns vegna málsins. Telur héraðsdómur að tölvupóstur geti ekki talist vera skrifleg tilkynning, því hafi lögmaðurinn gert mistök með því að senda tilkyninningu í því formi. Taldi héraðsdómur þó ekki að þessi mistök hafi leitt til fjárhagslegs tjóns fyrir hjónin enda bendi allt til þess að ekki hafi verið skilyrði til þess að ógilda nauðungarsöluna. Íslenska ríkið var einnig sýknað af kröfu hjónanna en héraðsdómur taldi fullgilda heimild hafa verið fyrir nauðungarsölunni. Dómsmál Húsnæðismál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira
Málið snerist um nauðungarsölu á fasteign sem lokið var í september 2018. Hjónin leituðu til ótilgreinds lögmanns til þess að gæta hagsmuna þeirra í nauðungarsölumálinu. Hjónin byggðu skaðabótakröfu sína á hendur ríkinu á þeim grundvelli að sú ákvörðun fulltrúa sýslumanns að láta beiðnir um nauðungarsölu á íbúðunni fram að ganga hafi verið andstæð lögum um nauðungarsölu. Byggðist það á því að þau töldu veðrétt fjárnámanna sem þær byggðust á hafa verið fallinn niður þegar beiðnir um nauðungarsölu bárust embætti sýslimanns. Vísa hafi átt þeim frá. Þá töldu hjónin að umræddur lögmaður hafi gert mistök þar sem hann hafi átt að tilkynna fulltrúa sýslumanns við fyrstu eða aðra fyrirtöku málsins, að þau hyggðist bera gildi nauðungarsölunnar undir héraðsdóm. Þá töldu þau hann einnig hafa átt að tilkynna héraðsdómi þessa fyrirætlun þeirra innan réttra tímamarka. Töldu það að ef hann hefði gert það hefði nauðungarsalan fallið niður. Gerðu hjónin kröfu um að fá greiddar 25,8 milljónir króna vegna málsins. Allt bendi til þess að mistök lögmannsins hafi ekki skipt máli Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er fallist á það að lögmaðurinn hafi gert mistök þegar hann tilkynnti héraðsdómi með tölvupósti að hjónin hyggðust leita réttar síns vegna málsins. Telur héraðsdómur að tölvupóstur geti ekki talist vera skrifleg tilkynning, því hafi lögmaðurinn gert mistök með því að senda tilkyninningu í því formi. Taldi héraðsdómur þó ekki að þessi mistök hafi leitt til fjárhagslegs tjóns fyrir hjónin enda bendi allt til þess að ekki hafi verið skilyrði til þess að ógilda nauðungarsöluna. Íslenska ríkið var einnig sýknað af kröfu hjónanna en héraðsdómur taldi fullgilda heimild hafa verið fyrir nauðungarsölunni.
Dómsmál Húsnæðismál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira