Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 12:37 Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökn TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu á dögunum heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísteka en ekki kemur fram um hversu marga bændur er að ræða eða hvort til greina kemur að semja við þá á ný ef þeir bæta sig. Í tilkynningunni segir að á árinu 2021 hafi Ísteka átt í samstarfi við 119 bændur um blóðtöku hryssa til lyfjaframleiðslu. Gerðir séu bæði viðskiptasamningar og sérstakir velferðarsamningar við þá alla. Reynslan sýni að bændur vinni almennt samkvæmt samningum. „Allar blóðgjafir eru framkvæmdar af dýralæknum og starfsemin er undir eftirliti Matvælastofnunar og fyrirtækisins sjálfs þar sem starfar sérstakur dýravelferðarfulltrúi. Rannsóknir sýna að hryssunum verður ekki meint af blóðgjöfunum. En þrátt fyrir að regluverk um blóðgjafir sé strangt og eftirlit mjög mikið er ljóst að óviðeigandi frávik geta komið upp. Slíkt er ekki liðið af hálfu Ísteka og samningum við bændur er rift ef ekki er staðið við þá,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Ísteka hafi ákveðið að ráðast í umfangsmiklar umbætur á eftirliti fyrirtækisins með blóðtöku, sem unnar verði í nánu samstarfi við sérfræðinga á sviði búfjárhalds og dýravelferðar. Umbæturnar munu meðal annars felast í aukinni fræðslu og þjálfun fyrir bændur, fjölgun velferðareftirlitsmanna sem vera framvegis viðstaddir alla blóðtöku og myndavélaeftirliti með allri blóðtöku. „Með þessu vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að ólíðandi frávik varðandi dýravelferð í blóðgjöf hryssna á Íslandi endurtaki sig ekki.“ Fyrsta umræða um bann við blóðmerahaldi er á dagskrá þingfundar sem hefst klukkan 15 í dag. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná í framkvæmdastjóra Ísteka frá því að myndskeiðið fór í birtingu en ekki haft erindi sem erfiði. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bein útsending: Hið umdeilda blóðmerahald á Íslandi í Pallborðinu Blóðtaka úr hryssum til framleiðslu hormóns sem notað er í búfjárrækt erlendis er eitt mesta hitamál vikunnar, eftir að alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin AWF/TBS birtu myndband um illa meðferð við starfsemina. 26. nóvember 2021 12:36 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi lagt fram Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði í gær fram á Alþingi nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi með breytingu á lögum um velferð dýra. Inga segir að nýbirt myndband alþjóðlegra dýraverndarsamtaka um búgreinina á Íslandi sýni harkalega meðferð hryssa við blóðtöku og að velferð þeirra sé ekki gætt. 2. desember 2021 10:08 Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísteka en ekki kemur fram um hversu marga bændur er að ræða eða hvort til greina kemur að semja við þá á ný ef þeir bæta sig. Í tilkynningunni segir að á árinu 2021 hafi Ísteka átt í samstarfi við 119 bændur um blóðtöku hryssa til lyfjaframleiðslu. Gerðir séu bæði viðskiptasamningar og sérstakir velferðarsamningar við þá alla. Reynslan sýni að bændur vinni almennt samkvæmt samningum. „Allar blóðgjafir eru framkvæmdar af dýralæknum og starfsemin er undir eftirliti Matvælastofnunar og fyrirtækisins sjálfs þar sem starfar sérstakur dýravelferðarfulltrúi. Rannsóknir sýna að hryssunum verður ekki meint af blóðgjöfunum. En þrátt fyrir að regluverk um blóðgjafir sé strangt og eftirlit mjög mikið er ljóst að óviðeigandi frávik geta komið upp. Slíkt er ekki liðið af hálfu Ísteka og samningum við bændur er rift ef ekki er staðið við þá,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Ísteka hafi ákveðið að ráðast í umfangsmiklar umbætur á eftirliti fyrirtækisins með blóðtöku, sem unnar verði í nánu samstarfi við sérfræðinga á sviði búfjárhalds og dýravelferðar. Umbæturnar munu meðal annars felast í aukinni fræðslu og þjálfun fyrir bændur, fjölgun velferðareftirlitsmanna sem vera framvegis viðstaddir alla blóðtöku og myndavélaeftirliti með allri blóðtöku. „Með þessu vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að ólíðandi frávik varðandi dýravelferð í blóðgjöf hryssna á Íslandi endurtaki sig ekki.“ Fyrsta umræða um bann við blóðmerahaldi er á dagskrá þingfundar sem hefst klukkan 15 í dag. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná í framkvæmdastjóra Ísteka frá því að myndskeiðið fór í birtingu en ekki haft erindi sem erfiði.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bein útsending: Hið umdeilda blóðmerahald á Íslandi í Pallborðinu Blóðtaka úr hryssum til framleiðslu hormóns sem notað er í búfjárrækt erlendis er eitt mesta hitamál vikunnar, eftir að alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin AWF/TBS birtu myndband um illa meðferð við starfsemina. 26. nóvember 2021 12:36 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi lagt fram Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði í gær fram á Alþingi nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi með breytingu á lögum um velferð dýra. Inga segir að nýbirt myndband alþjóðlegra dýraverndarsamtaka um búgreinina á Íslandi sýni harkalega meðferð hryssa við blóðtöku og að velferð þeirra sé ekki gætt. 2. desember 2021 10:08 Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Bein útsending: Hið umdeilda blóðmerahald á Íslandi í Pallborðinu Blóðtaka úr hryssum til framleiðslu hormóns sem notað er í búfjárrækt erlendis er eitt mesta hitamál vikunnar, eftir að alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin AWF/TBS birtu myndband um illa meðferð við starfsemina. 26. nóvember 2021 12:36
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09
Nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi lagt fram Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði í gær fram á Alþingi nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi með breytingu á lögum um velferð dýra. Inga segir að nýbirt myndband alþjóðlegra dýraverndarsamtaka um búgreinina á Íslandi sýni harkalega meðferð hryssa við blóðtöku og að velferð þeirra sé ekki gætt. 2. desember 2021 10:08
Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42