Var í miðri myndatöku þegar hún frétti af hetjudáðum kærastans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 11:30 Christen Harper, kærasta Jared Goff, var svo innilega ánægð fyrir hönd síns manns eftir fyrsta sigurinn og fólkið á Sports Illustrated tók viðbrögð hennar upp. Skjámynd/Sports Illustrated Jared Goff og félagar í Detriot Lions unnu langþráðan sigur í NFL-deildinni um helgina en þeir voru eina liðið sem áttu eftir að vinna leik. Lokasóknin fjallaði um sigurinn og sýndi einnig viðbrögðin hjá kærustunni sem komust líka í fréttirnar. Það hefur gengið á ýmsu hjá Detriot liðinu sem hefur margoft klúðrað góðri stöðu og misst frá sér unna leiki. Að þessu sinni tókst þeim loksins að klára dæmið. Lokasóknin var hrifin af lokasókninni sem skilaði Lions liðinu sigrinum. Þeir sýndu hana sem og viðtal við hann eftir leikinn. Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Henry Birgir Gunnarsson og Andri Ólafsson fara yfir NFL-leiki helgarinnar á Stöð 2 Sport 2 á hverjum þriðjudegi. „Takið eftir því í viðtalinu að ég held að hann sé smá klökkur á tímabili,“ sagði Andri Ólafsson en það má sjá tilþrifin hans og viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Hetjudáðir Goff og viðbrögð kærustunnar Eins og sjá má hér fyrir ofan þá sýndi lokasóknin ekki aðeins viðtalið við Goff heldur einnig viðbrögðin hjá kærustu hans sem gat ekki mætt á leikinn af því að hún var í vinnunni. Christen Harper, kærasta Goff, var heldur betur sátt með sinn mann þegar hún frétti af hetjudáðum hans. Goff tryggði auðvitað Lions liðinu langþráðan sigur með því að gefa snertimarkssendingu á síðustu sekúndum leiksins. Viðbrögð Harper náðust á mynd því hún var þá í miðri myndatöku fyrir hið þekkta Swimsuit blað Sports Illustrated. Jared Goff lék áður í Hollywood borginni með Los Angeles Rams en var sendur til Detroit í sumar í skiptum fyrir annan leikstjórnanda, Matthew Stafford. Á meðan Matthew Stafford og félagar í Rams hafa verið að gera fína hluti hefur ekkert gengið hjá Goff. Það þarf ekki eyða löngum tíma í að sjá fyrir sér að þetta var farið að reyna á kappann andlega og því segir innileg gleði kærustu hans svo mikið. Hér fyrir neðan má líka sjá viðbrögðin hjá Christen Harper. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated Swimsuit (@si_swimsuit) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Detriot liðinu sem hefur margoft klúðrað góðri stöðu og misst frá sér unna leiki. Að þessu sinni tókst þeim loksins að klára dæmið. Lokasóknin var hrifin af lokasókninni sem skilaði Lions liðinu sigrinum. Þeir sýndu hana sem og viðtal við hann eftir leikinn. Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Henry Birgir Gunnarsson og Andri Ólafsson fara yfir NFL-leiki helgarinnar á Stöð 2 Sport 2 á hverjum þriðjudegi. „Takið eftir því í viðtalinu að ég held að hann sé smá klökkur á tímabili,“ sagði Andri Ólafsson en það má sjá tilþrifin hans og viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Hetjudáðir Goff og viðbrögð kærustunnar Eins og sjá má hér fyrir ofan þá sýndi lokasóknin ekki aðeins viðtalið við Goff heldur einnig viðbrögðin hjá kærustu hans sem gat ekki mætt á leikinn af því að hún var í vinnunni. Christen Harper, kærasta Goff, var heldur betur sátt með sinn mann þegar hún frétti af hetjudáðum hans. Goff tryggði auðvitað Lions liðinu langþráðan sigur með því að gefa snertimarkssendingu á síðustu sekúndum leiksins. Viðbrögð Harper náðust á mynd því hún var þá í miðri myndatöku fyrir hið þekkta Swimsuit blað Sports Illustrated. Jared Goff lék áður í Hollywood borginni með Los Angeles Rams en var sendur til Detroit í sumar í skiptum fyrir annan leikstjórnanda, Matthew Stafford. Á meðan Matthew Stafford og félagar í Rams hafa verið að gera fína hluti hefur ekkert gengið hjá Goff. Það þarf ekki eyða löngum tíma í að sjá fyrir sér að þetta var farið að reyna á kappann andlega og því segir innileg gleði kærustu hans svo mikið. Hér fyrir neðan má líka sjá viðbrögðin hjá Christen Harper. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated Swimsuit (@si_swimsuit) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjá meira