Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. desember 2021 11:46 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafði vonast til að þeim héldi áfram að fækka sem greinast með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. Af þeim 149 sem greindist innanlands í gær voru 69 í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins hærri en hann átti von á. „Auðvitað þarf maður alltaf að spyrja sig hvort að þróunin sé að snúa við og hvort við séum að fara upp á við frekar en niður á við.“ Fimm á gjörgæslu Hann segir börn nú stóran hluta þeirra sem greinist með veiruna en af 1.407 sem eru í eftirliti hjá COVID göngudeild Landspítalans eru 461 barn. Mikið álag er á Landspítalanum þar sem 19 sjúklingar liggja inni með Covid-19 en fimm eru á gjörgæslu. „Ég var að vonast til þess að við myndum sjá lægri tölur núna seinni part vikunnar en það verður náttúrulega að koma í ljós enda þurfum við líka að vera viðbúin því að við fáum að sjá einhverja fjölgun á smitum það gæti alveg eins gerst. Það er sem að nágrannalöndin okkar eru að sjá og við sjáum að þessi smit eru fyrst og fremst að koma upp í grunnskólunum og þaðan dreifast þú út inni í fjölskyldur og áfram inn í samfélagið og við erum að sjá smit koma inn á vinnustaði þar sem er kannski óbólusett fólk. Oft á tíðum erlent vinnuafl. Við erum sjá smit líka í þessum jólahlaðborðum þar sem fólk er að safnast saman.“ Þórólfur segir fólk vera að greinast með veiruna víða. „Þetta er dreift um allt land og svo koma upp svona hópsmit hér og þar.“ Öll ómíkron smitin tengist landamærunum Þá hefur þeim fjölgað frá því í gær sem greinst hafa með ómíkron-afbrigði veirunnar en enginn er þó alvarlega veikur. „Það eru komin eitthvað 24 ómíkron smit en þetta er fólk sem tengist allt landamærunum.“ Þórólfur segir róðurinn vera að þyngjast í löndunum í kringum okkur sér í lagi í Danmörku þar sem sóttvarnarreglur hafa verið verulega hertar. „Staðan þar er bara mjög slæm. Ég var á fundi í gær með sóttvarnalæknum Norðurlandanna. Það er slæm staða í Danmörku á spítölum það eru mjög margar innlagnir og þeir eru að lenda í vandræðum á mörgum stöðum og sömuleiðis í Noregi.“ Mjög skýr skilaboð Hann segir Íslendinga líkt og aðra þurfa að vera með varann á sér og bregðast hratt við ef þeim sem greinast með veiruna fjölgar mikið. „Það eru mjög skýr skilaboð og hvatning frá Sóttvarnastofnun Evrópu og frá Heilbrigðis- og öryggismálaráði Evrópusambandsins um það að grípa til aðgerða bæði á landamærum, eins og við höfum reyndar verið að gera, og líka innanlands út af þessu nýja afbrigði sérstaklega og svo þessari aukningu sem er líka út af delta. Þannig að það eru mjög skýr skilaboð og miklu skýrari skilaboð frá þessum stofnunum heldur en ég hef séð áður og ég held að við þurfum að taka það mjög alvarlega og hugsa það hvort að við getum gert eitthvað betur.“ Þá segir Þórólfur að þó hann sé ekki að undirbúa nýtt minnisblað núna þá geti það breyst hratt. „Mér finnst að við þurfum að velta alvarlega fyrir okkur hvað við getum gert til að virkilega ná smitunum niður það er það sem skiptir máli.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19 Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Af þeim 149 sem greindist innanlands í gær voru 69 í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins hærri en hann átti von á. „Auðvitað þarf maður alltaf að spyrja sig hvort að þróunin sé að snúa við og hvort við séum að fara upp á við frekar en niður á við.“ Fimm á gjörgæslu Hann segir börn nú stóran hluta þeirra sem greinist með veiruna en af 1.407 sem eru í eftirliti hjá COVID göngudeild Landspítalans eru 461 barn. Mikið álag er á Landspítalanum þar sem 19 sjúklingar liggja inni með Covid-19 en fimm eru á gjörgæslu. „Ég var að vonast til þess að við myndum sjá lægri tölur núna seinni part vikunnar en það verður náttúrulega að koma í ljós enda þurfum við líka að vera viðbúin því að við fáum að sjá einhverja fjölgun á smitum það gæti alveg eins gerst. Það er sem að nágrannalöndin okkar eru að sjá og við sjáum að þessi smit eru fyrst og fremst að koma upp í grunnskólunum og þaðan dreifast þú út inni í fjölskyldur og áfram inn í samfélagið og við erum að sjá smit koma inn á vinnustaði þar sem er kannski óbólusett fólk. Oft á tíðum erlent vinnuafl. Við erum sjá smit líka í þessum jólahlaðborðum þar sem fólk er að safnast saman.“ Þórólfur segir fólk vera að greinast með veiruna víða. „Þetta er dreift um allt land og svo koma upp svona hópsmit hér og þar.“ Öll ómíkron smitin tengist landamærunum Þá hefur þeim fjölgað frá því í gær sem greinst hafa með ómíkron-afbrigði veirunnar en enginn er þó alvarlega veikur. „Það eru komin eitthvað 24 ómíkron smit en þetta er fólk sem tengist allt landamærunum.“ Þórólfur segir róðurinn vera að þyngjast í löndunum í kringum okkur sér í lagi í Danmörku þar sem sóttvarnarreglur hafa verið verulega hertar. „Staðan þar er bara mjög slæm. Ég var á fundi í gær með sóttvarnalæknum Norðurlandanna. Það er slæm staða í Danmörku á spítölum það eru mjög margar innlagnir og þeir eru að lenda í vandræðum á mörgum stöðum og sömuleiðis í Noregi.“ Mjög skýr skilaboð Hann segir Íslendinga líkt og aðra þurfa að vera með varann á sér og bregðast hratt við ef þeim sem greinast með veiruna fjölgar mikið. „Það eru mjög skýr skilaboð og hvatning frá Sóttvarnastofnun Evrópu og frá Heilbrigðis- og öryggismálaráði Evrópusambandsins um það að grípa til aðgerða bæði á landamærum, eins og við höfum reyndar verið að gera, og líka innanlands út af þessu nýja afbrigði sérstaklega og svo þessari aukningu sem er líka út af delta. Þannig að það eru mjög skýr skilaboð og miklu skýrari skilaboð frá þessum stofnunum heldur en ég hef séð áður og ég held að við þurfum að taka það mjög alvarlega og hugsa það hvort að við getum gert eitthvað betur.“ Þá segir Þórólfur að þó hann sé ekki að undirbúa nýtt minnisblað núna þá geti það breyst hratt. „Mér finnst að við þurfum að velta alvarlega fyrir okkur hvað við getum gert til að virkilega ná smitunum niður það er það sem skiptir máli.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19 Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19
Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46