Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2021 19:30 Þeir sátu áður saman í ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. En nú takast þeir á um hugsjónir í stjórn og stjórnarandstöðu. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður minnsta þingflokksins á Alþingi í dag hélt uppi pólitískri stríðni gagnvart Bjarna Benediktssyni fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn hans og formanns stærsta þingflokksins á Alþingi í dag. Í fyrirspurn Sigmundar Davíðs til Bjarna var greinilegt að hann sér eftir einum þriðja af þingflokki sínum sem gekk í þingflokk Sjálfstæðisflokksins strax að loknum síðustu kosningum. Þá gekk fyrrverandi varaborgarfulltrúi Miðflokksins í Sjálfstæðisflokkinn í dag. „Mér hefur nú sýnst að þótt hæstvirtur ráðherra og flokkur hans séu ágætis mannaveiðarar eins og dæmin sanna þá vilji kvarnast úr hugsjónunum þegar menn eru komnir í þennan flokk. Eða að minnska kosti komnir í embætti,“ sagði Sigmundur Davíð. Bjarni svaraði því til að sitt yrði að sýnast hverjum í þessum efnum. „Það er að minnsta kosti ekki þannig að það sé að kvarnast úr þingflokknum hjá okkur. Eða úr hópi fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Það skiptir máli,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins ánægður með sinn hlut. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Sjálfstæðisflokkinn duglegan við mannaveiðar á Alþingi í dag en það færi minna fyrir hugsjónum flokksins.Vísir/Vilhelm Hvað kostar að stækka stjórnarráðið Bjarni? „Hver verður kostnaðurinn við þær breytingar á ráðuneytum sem áformaðar eru og að einhverju leyti komnar til framkvæmda með skipan ráðherra án þess að embættismenn og stjórnkerfið að öðru leyti hafi færst til á sama hátt,“ spurði þá formaður Miðflokksins. Bjarni sagðist ekki treysta sér til að setja nákvæma tölu á það. „En það er ljóst að með því að stofna nýtt ráðuneyti, fleiri en eitt, þá mun verða kostnaður. Hann getur hlaupið á hundruðum milljóna,“ sagði fjármálaráðherrann sem alla jafna vill halda fast í fjármuni ríkissjóðs. „Ég vænti þess að það sé hægt að fara nánar ofan í saumana á þessu þegar þingsályktun um þetta efni verður lögð fyrir Alþingi,“ sagði fjármálaráðherrann og bætti við að stofnun nýrra ráðuneyti yrði ekki að raunveruleika fyrr en þingið hefði samþykkt það. Bjarni var ekki með kostnaðinn við stækkun stjórnarráðsins samkvæmt stjórnarsáttmála á takteinum en hann hlypi á hundruðum milljóna króna.Vísir/Vilhelm Sagði báknið hafa bólgnað út undir stjórn Bjarna Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau orð Bjarna að það skipti máli að hafa fylgi til að hrinda hugsjónum í framkvæmd og spurði hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið að gera það á undanförnum árum. Það skipti flokkinn meira máli að hafa fylgi til að skipa menn í embætti. Enda hefði opinberum starfsmönnum fjölgað um níu þúsund í tíð ríkisstjórnarinnar og báknið og ríkisútgjöld bólgnað út. „Og kynnir nú einhverjar svakalegar breytingar í skipulagi stjórnarráðs Íslands sem hæstvirtur fjármálaráðherra hefur ekki hugmynd um hvað muni kosta,“ sagði Sigmundur Davíð máli sínu til stuðnings. Bjarni lét hins vegar forsætisráðherrann fyrrverandi ekki slá sig út af laginu. „Það getur verið að það sé misskilningur hjá mér að það skipti máli að hafa fylgi til að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Ég skal þá bara hugsa það aftur. Það kann að vera að það sé ekkert samhengi þar á milli. En ég hélt ekki, ég hélt að þetta héldist í hendur,“ sagði Bjarni. Hann ítrekaði síðan að kostnaðurinn við breytingar á stjórnarráðinu yrði lagður fyrir Alþingi. „En nákvæmur kostnaður við það að koma á fót nýjum ráðuneytum verður ræddur hér þegar þingsályktunartillagan kemur fram. En ég segi bara fyrirfram; það er alveg hægt að gera ráð fyrir að því fylgi kostnaður upp á hundruð milljóna,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður minnsta þingflokksins á Alþingi í dag hélt uppi pólitískri stríðni gagnvart Bjarna Benediktssyni fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn hans og formanns stærsta þingflokksins á Alþingi í dag. Í fyrirspurn Sigmundar Davíðs til Bjarna var greinilegt að hann sér eftir einum þriðja af þingflokki sínum sem gekk í þingflokk Sjálfstæðisflokksins strax að loknum síðustu kosningum. Þá gekk fyrrverandi varaborgarfulltrúi Miðflokksins í Sjálfstæðisflokkinn í dag. „Mér hefur nú sýnst að þótt hæstvirtur ráðherra og flokkur hans séu ágætis mannaveiðarar eins og dæmin sanna þá vilji kvarnast úr hugsjónunum þegar menn eru komnir í þennan flokk. Eða að minnska kosti komnir í embætti,“ sagði Sigmundur Davíð. Bjarni svaraði því til að sitt yrði að sýnast hverjum í þessum efnum. „Það er að minnsta kosti ekki þannig að það sé að kvarnast úr þingflokknum hjá okkur. Eða úr hópi fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Það skiptir máli,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins ánægður með sinn hlut. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Sjálfstæðisflokkinn duglegan við mannaveiðar á Alþingi í dag en það færi minna fyrir hugsjónum flokksins.Vísir/Vilhelm Hvað kostar að stækka stjórnarráðið Bjarni? „Hver verður kostnaðurinn við þær breytingar á ráðuneytum sem áformaðar eru og að einhverju leyti komnar til framkvæmda með skipan ráðherra án þess að embættismenn og stjórnkerfið að öðru leyti hafi færst til á sama hátt,“ spurði þá formaður Miðflokksins. Bjarni sagðist ekki treysta sér til að setja nákvæma tölu á það. „En það er ljóst að með því að stofna nýtt ráðuneyti, fleiri en eitt, þá mun verða kostnaður. Hann getur hlaupið á hundruðum milljóna,“ sagði fjármálaráðherrann sem alla jafna vill halda fast í fjármuni ríkissjóðs. „Ég vænti þess að það sé hægt að fara nánar ofan í saumana á þessu þegar þingsályktun um þetta efni verður lögð fyrir Alþingi,“ sagði fjármálaráðherrann og bætti við að stofnun nýrra ráðuneyti yrði ekki að raunveruleika fyrr en þingið hefði samþykkt það. Bjarni var ekki með kostnaðinn við stækkun stjórnarráðsins samkvæmt stjórnarsáttmála á takteinum en hann hlypi á hundruðum milljóna króna.Vísir/Vilhelm Sagði báknið hafa bólgnað út undir stjórn Bjarna Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau orð Bjarna að það skipti máli að hafa fylgi til að hrinda hugsjónum í framkvæmd og spurði hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið að gera það á undanförnum árum. Það skipti flokkinn meira máli að hafa fylgi til að skipa menn í embætti. Enda hefði opinberum starfsmönnum fjölgað um níu þúsund í tíð ríkisstjórnarinnar og báknið og ríkisútgjöld bólgnað út. „Og kynnir nú einhverjar svakalegar breytingar í skipulagi stjórnarráðs Íslands sem hæstvirtur fjármálaráðherra hefur ekki hugmynd um hvað muni kosta,“ sagði Sigmundur Davíð máli sínu til stuðnings. Bjarni lét hins vegar forsætisráðherrann fyrrverandi ekki slá sig út af laginu. „Það getur verið að það sé misskilningur hjá mér að það skipti máli að hafa fylgi til að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Ég skal þá bara hugsa það aftur. Það kann að vera að það sé ekkert samhengi þar á milli. En ég hélt ekki, ég hélt að þetta héldist í hendur,“ sagði Bjarni. Hann ítrekaði síðan að kostnaðurinn við breytingar á stjórnarráðinu yrði lagður fyrir Alþingi. „En nákvæmur kostnaður við það að koma á fót nýjum ráðuneytum verður ræddur hér þegar þingsályktunartillagan kemur fram. En ég segi bara fyrirfram; það er alveg hægt að gera ráð fyrir að því fylgi kostnaður upp á hundruð milljóna,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent