Dýralæknirinn stefnir á að verða Evrópumeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2021 08:31 Kristín Þórhallsdóttir vann brons á sínu fyrsta stórmóti og stefnir á gull á EM sem hefst í dag. vísir/vilhelm Kristín Þórhallsdóttir, dýralæknir frá Laugalandi í Stafholtstungum, ætlar sér að verða Evrópumeistari í kraftlyftingum. Keppni á EM í klassískum kraftlyftingum hefst í Vesterås í Svíþjóð í dag. Ísland sendir fimm keppendur til leiks: Hilmar Símonarson, Birgit Rós Becker, Viktor Samúelsson, Aron Friðrik Georgsson og Kristínu. Sú síðastnefnda keppir í -84 kg flokki á sunnudaginn og ætlar sér Evrópumeistaratitilinn. „Að sjálfsögðu stefni ég þangað og líka að halda eftir góðum árangri frá HM, bæta mig og ná því út sem ég náði ekki alveg á HM. Það voru aðeins háleitari markmið þar sem mig langar að ná út núna og það er Evrópumetið í samanlögðu sem ég stefni á að ná,“ sagði Kristín í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Kristín fékk bronsverðlaun á HM í september en það var hennar fyrsta stórmót. Hún lyfti samtals 552,5 kg og var aðeins fimm kg frá silfurverðlaunum. Kristín bætti Íslandsmetin í öllum greinunum, hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu, og bætti sinn persónulega árangur um 12,5 kg. Kristín jafnaði einnig Evrópumetinu í hnébeygju, 217,5 kg og þá er hún aðeins fimm kg frá Evrópumetinu í samanlögðu. Klippa: Sportpakkinn - Kristín stefnir á að verða Evrópumeistari Kristín segist vera í góðu formi eftir stífar æfingar að undanförnu. „Ég er í nokkuð góðu standi. Örlítil meiðsli tóku sig upp í öxlinni sem hafa aðeins truflað mig í bekkpressunni. En grunnurinn er góður og ég hef ekki stórvægilegar áhyggjur af því. Mínar sterkustu greinar eru hnébeygjan og réttstöðulyftan. Það er bara að ná gildum bekk með,“ sagði Kristín sem er skráð hæst í sínum flokki á EM, eða með 552,5 kg í samanlögðu. Kristín segir að gróskan í íslenskum kraftlyftingum sé mikil, ekki síst í kvennaflokki, en öflugar kraftlyftingakonur spretta fram nánast í hverjum mánuði. „Já, þetta hefur líka verið mjög gott ár hjá Kraftlyftingasambandinu myndi ég segja. Það hefur náðst mjög góður árangur á alþjóða vísu í ár,“ sagði Kristín. Kristín er ein fimm keppenda Íslands á EM í klassískum kraftlyftingum.vísir/vilhelm Hún er ekki í nokkrum vafa um að hún geti náð markmiðum sínum á sunnudaginn kemur. „Ég veit að ég á inni fyrir þessu. Vonandi hittir maður á góðan dag. Dagsformið getur verið mismunandi en ég veit að á góðum degi á ég að fara létt með að ná þessum metum sem ég stefni að,“ sagði Kristín. Kraftlyftingar Sportpakkinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Keppni á EM í klassískum kraftlyftingum hefst í Vesterås í Svíþjóð í dag. Ísland sendir fimm keppendur til leiks: Hilmar Símonarson, Birgit Rós Becker, Viktor Samúelsson, Aron Friðrik Georgsson og Kristínu. Sú síðastnefnda keppir í -84 kg flokki á sunnudaginn og ætlar sér Evrópumeistaratitilinn. „Að sjálfsögðu stefni ég þangað og líka að halda eftir góðum árangri frá HM, bæta mig og ná því út sem ég náði ekki alveg á HM. Það voru aðeins háleitari markmið þar sem mig langar að ná út núna og það er Evrópumetið í samanlögðu sem ég stefni á að ná,“ sagði Kristín í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Kristín fékk bronsverðlaun á HM í september en það var hennar fyrsta stórmót. Hún lyfti samtals 552,5 kg og var aðeins fimm kg frá silfurverðlaunum. Kristín bætti Íslandsmetin í öllum greinunum, hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu, og bætti sinn persónulega árangur um 12,5 kg. Kristín jafnaði einnig Evrópumetinu í hnébeygju, 217,5 kg og þá er hún aðeins fimm kg frá Evrópumetinu í samanlögðu. Klippa: Sportpakkinn - Kristín stefnir á að verða Evrópumeistari Kristín segist vera í góðu formi eftir stífar æfingar að undanförnu. „Ég er í nokkuð góðu standi. Örlítil meiðsli tóku sig upp í öxlinni sem hafa aðeins truflað mig í bekkpressunni. En grunnurinn er góður og ég hef ekki stórvægilegar áhyggjur af því. Mínar sterkustu greinar eru hnébeygjan og réttstöðulyftan. Það er bara að ná gildum bekk með,“ sagði Kristín sem er skráð hæst í sínum flokki á EM, eða með 552,5 kg í samanlögðu. Kristín segir að gróskan í íslenskum kraftlyftingum sé mikil, ekki síst í kvennaflokki, en öflugar kraftlyftingakonur spretta fram nánast í hverjum mánuði. „Já, þetta hefur líka verið mjög gott ár hjá Kraftlyftingasambandinu myndi ég segja. Það hefur náðst mjög góður árangur á alþjóða vísu í ár,“ sagði Kristín. Kristín er ein fimm keppenda Íslands á EM í klassískum kraftlyftingum.vísir/vilhelm Hún er ekki í nokkrum vafa um að hún geti náð markmiðum sínum á sunnudaginn kemur. „Ég veit að ég á inni fyrir þessu. Vonandi hittir maður á góðan dag. Dagsformið getur verið mismunandi en ég veit að á góðum degi á ég að fara létt með að ná þessum metum sem ég stefni að,“ sagði Kristín.
Kraftlyftingar Sportpakkinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira