Að vera atvinnurekandi á aðventunni Drífa Snædal skrifar 10. desember 2021 15:00 Á aðventunni er gott að setja sig í spor annarra og reyna að skilja samferðafólkið betur, hátíð kærleika og friðar og allt það. Þess vegna set ég mig í spor atvinnurekanda sem hefur metnað fyrir að reka öflugt og gott fyrirtæki til langs tíma. Segjum sem svo að ég væri að reka framleiðslufyrirtæki sem þyrfti umtalsverðan fjölda starfsfólks. Velgengni fyrirtækisins væri háð því að starfsfólkið mætti hresst og heilbrigt til vinnu og gæti einbeitt sér að framleiðslunni. Samkvæmt kapítalismanum á fólk að einbeita sér að því sem það er gott í að framleiða og kaupa annað. Ég hef því sem atvinnurekandi engan metnað, kunnáttu eða þörf fyrir að redda starfsfólki húsnæði. Ég vil að starfsfólkið hafi aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því. Það er framleiðslunni líka í hag að starfsfólkið geti treyst á góða heilbrigðiþjónustu og öldrunarþjónustu, leikskóla, frístundaheimil og tómstundir fyrir börn sín. Þá get ég treyst því að fólk þurfi ekki að standa í reddingum í ólaunuðum umönnunarstörfum á vinnutíma og sé ekki undir óþarflegri streitu þegar vinnu lýkur. Sem atvinnurekandi er það mikilvægt fyrir mig að starfsfólkið sé heilbrigt, geti farið í skimanir fyrir alvarlegum sjúkdómum og stundað heilsuforvarnir. Ég vil líka að kerfið grípi fólk þegar í harðbakkann slær en til að koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma, streitu og álag þá er það mest um vert að starfsfólkið sé ekki þjakað af afkomuótta og öryggisleysi. Þegar breytingar verða í fyrirtækinu vil ég líka hafa möguleika á að leita eftir fræðslu fyrir starfsfólk, bæði til að efla það og fyrirtækið sjálft. Og ef ég þarf að gera breytingar og jafnvel segja upp fólki, þá vil ég vita að ég sé ekki að henda því út á guð og gaddinn, heldur sé öryggisnet sem grípur það. Þegar ég set mig í spor atvinnurekenda sem hafa metnað og vilja til að reka fyrirtæki vel þá kemst ég yfirleitt að sömu niðurstöðu, að það er atvinnurekendum í hag að fólk búi við húsnæðisöryggi, hafi aðgang að öflugri heilbrigðisþjónustu og að hér sé sterkt velferðarkerfi sem virkar fyrir okkur öll. Það er því óskiljanlegt að samtök atvinnurekenda leggist ekki af þunga á árarnar með samtökum vinnandi fólks til að vinna að þessum sjálfsögðu réttindum. Húsnæðisöryggi er þar efst á blaði og ég býð atvinnurekendum að vinna með okkur að því á nýju ári að þrýsta á um stórátak í húsnæðismálum. Það er ekki bara mannlegt og réttlátt heldur hlýtur það að vera þeim í hag sem vilja góða umgjörð utan um rekstur fyrirtækja. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Á aðventunni er gott að setja sig í spor annarra og reyna að skilja samferðafólkið betur, hátíð kærleika og friðar og allt það. Þess vegna set ég mig í spor atvinnurekanda sem hefur metnað fyrir að reka öflugt og gott fyrirtæki til langs tíma. Segjum sem svo að ég væri að reka framleiðslufyrirtæki sem þyrfti umtalsverðan fjölda starfsfólks. Velgengni fyrirtækisins væri háð því að starfsfólkið mætti hresst og heilbrigt til vinnu og gæti einbeitt sér að framleiðslunni. Samkvæmt kapítalismanum á fólk að einbeita sér að því sem það er gott í að framleiða og kaupa annað. Ég hef því sem atvinnurekandi engan metnað, kunnáttu eða þörf fyrir að redda starfsfólki húsnæði. Ég vil að starfsfólkið hafi aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því. Það er framleiðslunni líka í hag að starfsfólkið geti treyst á góða heilbrigðiþjónustu og öldrunarþjónustu, leikskóla, frístundaheimil og tómstundir fyrir börn sín. Þá get ég treyst því að fólk þurfi ekki að standa í reddingum í ólaunuðum umönnunarstörfum á vinnutíma og sé ekki undir óþarflegri streitu þegar vinnu lýkur. Sem atvinnurekandi er það mikilvægt fyrir mig að starfsfólkið sé heilbrigt, geti farið í skimanir fyrir alvarlegum sjúkdómum og stundað heilsuforvarnir. Ég vil líka að kerfið grípi fólk þegar í harðbakkann slær en til að koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma, streitu og álag þá er það mest um vert að starfsfólkið sé ekki þjakað af afkomuótta og öryggisleysi. Þegar breytingar verða í fyrirtækinu vil ég líka hafa möguleika á að leita eftir fræðslu fyrir starfsfólk, bæði til að efla það og fyrirtækið sjálft. Og ef ég þarf að gera breytingar og jafnvel segja upp fólki, þá vil ég vita að ég sé ekki að henda því út á guð og gaddinn, heldur sé öryggisnet sem grípur það. Þegar ég set mig í spor atvinnurekenda sem hafa metnað og vilja til að reka fyrirtæki vel þá kemst ég yfirleitt að sömu niðurstöðu, að það er atvinnurekendum í hag að fólk búi við húsnæðisöryggi, hafi aðgang að öflugri heilbrigðisþjónustu og að hér sé sterkt velferðarkerfi sem virkar fyrir okkur öll. Það er því óskiljanlegt að samtök atvinnurekenda leggist ekki af þunga á árarnar með samtökum vinnandi fólks til að vinna að þessum sjálfsögðu réttindum. Húsnæðisöryggi er þar efst á blaði og ég býð atvinnurekendum að vinna með okkur að því á nýju ári að þrýsta á um stórátak í húsnæðismálum. Það er ekki bara mannlegt og réttlátt heldur hlýtur það að vera þeim í hag sem vilja góða umgjörð utan um rekstur fyrirtækja. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar