Bergsveinn segir svör dr. Ásgeirs og dr. Sverris hryggileg Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2021 15:58 Bergsveinn svarar Sverri og Ásgeiri fullum hálsi og telur málflutning þeirra hryggilegan. Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann svarar Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og dr. Sverri Jakobssyni. Bergsveinn segir hryggilegt hversu ómálefnalega dr. Ásgeir Jónsson og dr. Sverrir Jakobsson hafa valið að svara fyrir meintan hugmyndastuld Ásgeirs úr bók hans Den svarte vikingen (2013) sem kom út á íslensku 2016 undir nafninu Leitin að svarta víkingnum. Upphaf máls er að Bergsveinn birti á Vísi greinargerð þar sem hann leiðir að því líkum að Ásgeir hafi í nýrri bók sinni, Eyjan hans Ingólfs, sem fjallar um landnám Íslands, fengið kenningar sem hann hafði áður sett fram án þess að geta heimilda. Ásgeir svaraði fyrir sína parta fyrr í dag en boðar lengri greinargerð þar sem hann mun fara í saumana á ásökunum Bergsveins. Í svari Ásgeirs segir meðal annars að bók Bergsveins geti ekki talist fræðiverk í hefðbundnum skilningi. Sjálfsagt að stela af alþýðufræðimanni? Í sama streng tekur dr. Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íalands, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir reyndar hvorugt ritið skrifað sem sagnfræðirit. Hann segist hafa blaðað í gegnum bók Ásgeirs og telur hana ekki minna mikið á Svarta víkinginn, „nema að báðir eru mjög trúir á gildi Landnámu sem sögulegrar heimildar, sem er ekki hefðbundin skoðun meðal miðaldasagnfræðinga,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. „Í stað þess að svara málefnalega minni greinargerð sem birtist á Vísi, velja þeir að fara aðra leið, nefnilega að gera mig að alþýðufræðimanni eða ekki „alvöru“ vísindamanni. Bergsveinn spyr meðal annars hvort það sé af því að þeir Ásgeir og Sverrir haldi að um alþýðufræði sé að ræða að þá sé óhætt að fara ránshendi um verkið? Hann tekur þá fram að sannarlega sé um ritrýnt verk að ræða.aðsend Ekki er mér ljóst hvort þetta sé gert til að þyrla upp ryki í augu siðanefndar Háskóla Íslands, til þess að málið verði ekki tekið fyrir málefnalega, en hvað sem því líður er átakanlegt að verða vitni að þeirri hugsun sem undir slíkri ásökun hvílir, nefnilega að það sé sjálfsagt að stela af alþýðufræðimanni. Af því hann er ekki alvöru,“ segir Bergsveinn meðal annars í yfirlýsingu sinni sem finna má í heild sinni hér neðar. Segir Sverri fara með rangt mál Bergsveinn segir að svo virðist sem dr. Sverrir átti sig ekki á því að hann er doktor í norrænum fræðum, og hafi skrifað fjölmargar greinar í vísindaleg tímarit um sitt fag, nú um áratugaskeið. Að baki Leitinni að svarta víkingnum liggi áratuga visindaleg rannsókn. Þá segir hann Sverri beinlínis fara með rangt mál en sannarlega sé um ritrýndan texta að ræða, bókin kom út hjá einu virtasta fræðibókaforlagi í Noregi. „Ritrýni þessarar bókar var meiri en í vanalegum tímarita-skilningi þar sem að jafnaði er leitað álits hjá tveimur sérfræðingum. Tíu sérfræðingar innan sagnfræði, fornleifafræði, keltneskra og norrænna fræða lásu yfir umrædda bók í hluta eða heild sinni, þar að auki var leitað til á annan tug sérfræðinga um afmörkuð efni sem tæpt er á í bókinni,“ segir Bergsveinn. Yfirlýsing Bergsveins í heild sinni Stutt yfirlýsing af gefnu tilefni Það er hryggilegt að sjá hversu ómálefnalega dr. Ásgeir Jónsson og nú síðast dr. Sverrir Jakobsson hafa valið að svara fyrir meintan hugmyndastuld Ásgeirs úr bók minni Den svarte vikingen (2013) sem kom út í íslenskri gerð árið 2016 undir nafninu Leitin að svarta víkingnum. Í stað þess að svara málefnalega minni greinargerð sem birtist á Vísi, velja þeir að fara aðra leið, nefnilega að gera mig að alþýðufræðimanni eða ekki „alvöru“ vísindamanni. Ekki er mér ljóst hvort þetta sé gert til að þyrla upp ryki í augu siðanefndar Háskóla Íslands, til þess að málið verði ekki tekið fyrir málefnalega, en hvað sem því líður er átakanlegt að verða vitni að þeirri hugsun sem undir slíkri ásökun hvílir, nefnilega að það sé sjálfsagt að stela af alþýðufræðimanni. Af því hann er ekki alvöru. Nú virðist dr. Sverrir Jakobsson ekki hafa glöggvað sig á því að ég er doktor í norrænum fræðum, og hef skrifað fjölmargar greinar í vísindaleg tímarit um mitt fag um áratuga skeið. Ekki virðist hann heldur hafa veitt því athygli að nú þegar er vísað í þær tilgátur og kenningar sem birtast í umræddri bók minni í vísindalega ritrýndum textum er fjalla um landnámssögu Íslands. Að baki Leitinni að svarta víkingnum liggur áratuga vísindaleg rannsókn. En þar geri ég miklu meira en hina akademísku heimavinnu. Ég tók mér tíma í að skrifa skemmtilegan og aðgengilegan texta í því skyni að vekja áhuga á efninu og ná út til breiðari lesendahóps en „félaganna á ganginum“. Mér sýnist það hafa heppnast sæmilega, en þessa aukavinnu nota þeir félagar núna til að gera lítið úr fræðilegu inntaki bókarinnar. Þá fer Sverrir Jakobsson með rangt mál. Augljóslega er um ritrýndan texta að ræða, bókin kom út hjá einu virtasta fræðibókaforlagi í Noregi. Ritrýni þessarar bókar var meiri en í vanalegum tímarita-skilningi þar sem að jafnaði er leitað álits hjá tveimur sérfræðingum. Tíu sérfræðingar innan sagnfræði, fornleifafræði, keltneskra og norrænna fræða lásu yfir umrædda bók í hluta eða heild sinni, þar að auki var leitað til á annan tug sérfræðinga um afmörkuð efni sem tæpt er á í bókinni. Rétt er að árétta þá grundvallar-reglu sem undir þessu máli liggur, en sem hvorki dr. Ásgeir né dr. Sverrir virðast þekkja til. Hún er sú að allt prentað efni sem er með svokölluðu copyright merki er verndað af höfundarréttarlögum. Gildir þar einu hvort um vísindamann eða alþýðufræðimann sé að ræða. Bergsveinn Birgisson Bókaútgáfa Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 Fyrirlestri seðlabankastjóra um landnámsöldina frestað Til stóð að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri myndi halda fyrirlestur um efnahagsmál á landnámsöld. Honum hefur nú verið slegið á frest. 9. desember 2021 09:11 Útilokar ekki málsókn vegna meints ritstuldar Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðamaður, segist munu bíða niðurstöðu siðanefndar Háskóla Íslands áður en hann tekur ákvörðun um mögulega málshöfðun á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, sem hann hefur sakað um ritstuld. 10. desember 2021 07:55 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Bergsveinn segir hryggilegt hversu ómálefnalega dr. Ásgeir Jónsson og dr. Sverrir Jakobsson hafa valið að svara fyrir meintan hugmyndastuld Ásgeirs úr bók hans Den svarte vikingen (2013) sem kom út á íslensku 2016 undir nafninu Leitin að svarta víkingnum. Upphaf máls er að Bergsveinn birti á Vísi greinargerð þar sem hann leiðir að því líkum að Ásgeir hafi í nýrri bók sinni, Eyjan hans Ingólfs, sem fjallar um landnám Íslands, fengið kenningar sem hann hafði áður sett fram án þess að geta heimilda. Ásgeir svaraði fyrir sína parta fyrr í dag en boðar lengri greinargerð þar sem hann mun fara í saumana á ásökunum Bergsveins. Í svari Ásgeirs segir meðal annars að bók Bergsveins geti ekki talist fræðiverk í hefðbundnum skilningi. Sjálfsagt að stela af alþýðufræðimanni? Í sama streng tekur dr. Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íalands, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir reyndar hvorugt ritið skrifað sem sagnfræðirit. Hann segist hafa blaðað í gegnum bók Ásgeirs og telur hana ekki minna mikið á Svarta víkinginn, „nema að báðir eru mjög trúir á gildi Landnámu sem sögulegrar heimildar, sem er ekki hefðbundin skoðun meðal miðaldasagnfræðinga,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. „Í stað þess að svara málefnalega minni greinargerð sem birtist á Vísi, velja þeir að fara aðra leið, nefnilega að gera mig að alþýðufræðimanni eða ekki „alvöru“ vísindamanni. Bergsveinn spyr meðal annars hvort það sé af því að þeir Ásgeir og Sverrir haldi að um alþýðufræði sé að ræða að þá sé óhætt að fara ránshendi um verkið? Hann tekur þá fram að sannarlega sé um ritrýnt verk að ræða.aðsend Ekki er mér ljóst hvort þetta sé gert til að þyrla upp ryki í augu siðanefndar Háskóla Íslands, til þess að málið verði ekki tekið fyrir málefnalega, en hvað sem því líður er átakanlegt að verða vitni að þeirri hugsun sem undir slíkri ásökun hvílir, nefnilega að það sé sjálfsagt að stela af alþýðufræðimanni. Af því hann er ekki alvöru,“ segir Bergsveinn meðal annars í yfirlýsingu sinni sem finna má í heild sinni hér neðar. Segir Sverri fara með rangt mál Bergsveinn segir að svo virðist sem dr. Sverrir átti sig ekki á því að hann er doktor í norrænum fræðum, og hafi skrifað fjölmargar greinar í vísindaleg tímarit um sitt fag, nú um áratugaskeið. Að baki Leitinni að svarta víkingnum liggi áratuga visindaleg rannsókn. Þá segir hann Sverri beinlínis fara með rangt mál en sannarlega sé um ritrýndan texta að ræða, bókin kom út hjá einu virtasta fræðibókaforlagi í Noregi. „Ritrýni þessarar bókar var meiri en í vanalegum tímarita-skilningi þar sem að jafnaði er leitað álits hjá tveimur sérfræðingum. Tíu sérfræðingar innan sagnfræði, fornleifafræði, keltneskra og norrænna fræða lásu yfir umrædda bók í hluta eða heild sinni, þar að auki var leitað til á annan tug sérfræðinga um afmörkuð efni sem tæpt er á í bókinni,“ segir Bergsveinn. Yfirlýsing Bergsveins í heild sinni Stutt yfirlýsing af gefnu tilefni Það er hryggilegt að sjá hversu ómálefnalega dr. Ásgeir Jónsson og nú síðast dr. Sverrir Jakobsson hafa valið að svara fyrir meintan hugmyndastuld Ásgeirs úr bók minni Den svarte vikingen (2013) sem kom út í íslenskri gerð árið 2016 undir nafninu Leitin að svarta víkingnum. Í stað þess að svara málefnalega minni greinargerð sem birtist á Vísi, velja þeir að fara aðra leið, nefnilega að gera mig að alþýðufræðimanni eða ekki „alvöru“ vísindamanni. Ekki er mér ljóst hvort þetta sé gert til að þyrla upp ryki í augu siðanefndar Háskóla Íslands, til þess að málið verði ekki tekið fyrir málefnalega, en hvað sem því líður er átakanlegt að verða vitni að þeirri hugsun sem undir slíkri ásökun hvílir, nefnilega að það sé sjálfsagt að stela af alþýðufræðimanni. Af því hann er ekki alvöru. Nú virðist dr. Sverrir Jakobsson ekki hafa glöggvað sig á því að ég er doktor í norrænum fræðum, og hef skrifað fjölmargar greinar í vísindaleg tímarit um mitt fag um áratuga skeið. Ekki virðist hann heldur hafa veitt því athygli að nú þegar er vísað í þær tilgátur og kenningar sem birtast í umræddri bók minni í vísindalega ritrýndum textum er fjalla um landnámssögu Íslands. Að baki Leitinni að svarta víkingnum liggur áratuga vísindaleg rannsókn. En þar geri ég miklu meira en hina akademísku heimavinnu. Ég tók mér tíma í að skrifa skemmtilegan og aðgengilegan texta í því skyni að vekja áhuga á efninu og ná út til breiðari lesendahóps en „félaganna á ganginum“. Mér sýnist það hafa heppnast sæmilega, en þessa aukavinnu nota þeir félagar núna til að gera lítið úr fræðilegu inntaki bókarinnar. Þá fer Sverrir Jakobsson með rangt mál. Augljóslega er um ritrýndan texta að ræða, bókin kom út hjá einu virtasta fræðibókaforlagi í Noregi. Ritrýni þessarar bókar var meiri en í vanalegum tímarita-skilningi þar sem að jafnaði er leitað álits hjá tveimur sérfræðingum. Tíu sérfræðingar innan sagnfræði, fornleifafræði, keltneskra og norrænna fræða lásu yfir umrædda bók í hluta eða heild sinni, þar að auki var leitað til á annan tug sérfræðinga um afmörkuð efni sem tæpt er á í bókinni. Rétt er að árétta þá grundvallar-reglu sem undir þessu máli liggur, en sem hvorki dr. Ásgeir né dr. Sverrir virðast þekkja til. Hún er sú að allt prentað efni sem er með svokölluðu copyright merki er verndað af höfundarréttarlögum. Gildir þar einu hvort um vísindamann eða alþýðufræðimann sé að ræða. Bergsveinn Birgisson
Stutt yfirlýsing af gefnu tilefni Það er hryggilegt að sjá hversu ómálefnalega dr. Ásgeir Jónsson og nú síðast dr. Sverrir Jakobsson hafa valið að svara fyrir meintan hugmyndastuld Ásgeirs úr bók minni Den svarte vikingen (2013) sem kom út í íslenskri gerð árið 2016 undir nafninu Leitin að svarta víkingnum. Í stað þess að svara málefnalega minni greinargerð sem birtist á Vísi, velja þeir að fara aðra leið, nefnilega að gera mig að alþýðufræðimanni eða ekki „alvöru“ vísindamanni. Ekki er mér ljóst hvort þetta sé gert til að þyrla upp ryki í augu siðanefndar Háskóla Íslands, til þess að málið verði ekki tekið fyrir málefnalega, en hvað sem því líður er átakanlegt að verða vitni að þeirri hugsun sem undir slíkri ásökun hvílir, nefnilega að það sé sjálfsagt að stela af alþýðufræðimanni. Af því hann er ekki alvöru. Nú virðist dr. Sverrir Jakobsson ekki hafa glöggvað sig á því að ég er doktor í norrænum fræðum, og hef skrifað fjölmargar greinar í vísindaleg tímarit um mitt fag um áratuga skeið. Ekki virðist hann heldur hafa veitt því athygli að nú þegar er vísað í þær tilgátur og kenningar sem birtast í umræddri bók minni í vísindalega ritrýndum textum er fjalla um landnámssögu Íslands. Að baki Leitinni að svarta víkingnum liggur áratuga vísindaleg rannsókn. En þar geri ég miklu meira en hina akademísku heimavinnu. Ég tók mér tíma í að skrifa skemmtilegan og aðgengilegan texta í því skyni að vekja áhuga á efninu og ná út til breiðari lesendahóps en „félaganna á ganginum“. Mér sýnist það hafa heppnast sæmilega, en þessa aukavinnu nota þeir félagar núna til að gera lítið úr fræðilegu inntaki bókarinnar. Þá fer Sverrir Jakobsson með rangt mál. Augljóslega er um ritrýndan texta að ræða, bókin kom út hjá einu virtasta fræðibókaforlagi í Noregi. Ritrýni þessarar bókar var meiri en í vanalegum tímarita-skilningi þar sem að jafnaði er leitað álits hjá tveimur sérfræðingum. Tíu sérfræðingar innan sagnfræði, fornleifafræði, keltneskra og norrænna fræða lásu yfir umrædda bók í hluta eða heild sinni, þar að auki var leitað til á annan tug sérfræðinga um afmörkuð efni sem tæpt er á í bókinni. Rétt er að árétta þá grundvallar-reglu sem undir þessu máli liggur, en sem hvorki dr. Ásgeir né dr. Sverrir virðast þekkja til. Hún er sú að allt prentað efni sem er með svokölluðu copyright merki er verndað af höfundarréttarlögum. Gildir þar einu hvort um vísindamann eða alþýðufræðimann sé að ræða. Bergsveinn Birgisson
Bókaútgáfa Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 Fyrirlestri seðlabankastjóra um landnámsöldina frestað Til stóð að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri myndi halda fyrirlestur um efnahagsmál á landnámsöld. Honum hefur nú verið slegið á frest. 9. desember 2021 09:11 Útilokar ekki málsókn vegna meints ritstuldar Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðamaður, segist munu bíða niðurstöðu siðanefndar Háskóla Íslands áður en hann tekur ákvörðun um mögulega málshöfðun á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, sem hann hefur sakað um ritstuld. 10. desember 2021 07:55 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52
Fyrirlestri seðlabankastjóra um landnámsöldina frestað Til stóð að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri myndi halda fyrirlestur um efnahagsmál á landnámsöld. Honum hefur nú verið slegið á frest. 9. desember 2021 09:11
Útilokar ekki málsókn vegna meints ritstuldar Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðamaður, segist munu bíða niðurstöðu siðanefndar Háskóla Íslands áður en hann tekur ákvörðun um mögulega málshöfðun á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, sem hann hefur sakað um ritstuld. 10. desember 2021 07:55
Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43