Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. desember 2021 12:59 Oddný Harðardóttir fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. Vísir/Vilhelm Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. Síminn náði samkomulagi við franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian um kaup á Mílu sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins í október. Samkvæmt íslenskum lögum hefur ríkið átta vikur til að gera athugasemdir við slíka sölu og þann 17. desember næstkomandi rennur sá tími út. Viðskiptin hafa verið umdeild. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, kallaði til að mynda á dögunum eftir fundi með ráðherrum til að ganga úr skugga um að þjóðaröryggi Íslands væri ekki ógnað með sölunni. Þá kallaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, eftir því að ríkisstjórnin gripi inn í söluna og kæmi í veg fyrir hana. Fyrsta umræða Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti fer fram á Alþingi í dag. Frumvarpinu er ætlað að taka á ýmsum þáttum sem hafa komið upp vegna sölunnar á Mílu. Skilyrði við erlenda fjárfestingu Í greinargerð með frumvarpinu kemur t.d. fram að þar séu gerðar ítarlegri kröfur til fjarskiptafyrirækja um áhættustýringu og viðbúnað. Ekki síst að því er varðar útvistun rekstrarþátta út fyrir íslenska lögsögu. Lögfest verði ákvæði sem lúta að staðsetningu fjarskiptaneta. Skýrar verði kveðið á um eftirlitsheimildir Fjarskiptastofu og hlutverk stofnunarinnar er varðar almannahagsmuni og þjóðaröryggi. Þá er lagt til að ráðherra geti bundið erlenda fjárfestingu skilyrðum í því skyni að koma í veg fyrir að hún geti ógnað öryggi landsins. Oddný Harðardóttir fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði telur þingið hafa alltof skamman tíma til að fara yfir málið. „Við erum hér að ræða um innviði sem eru algjör undirstaða fyrir fjarskipti á Íslandi. Þess vegna er svo mikilvægt að með lagasetningu þá getum við tryggt þjóðaröryggi og hag almennings. Þannig að það skipti ekki máli hver á eign í fjarskiptafyrirtæki. Nú er Míla að fara til erlendra aðila og mér sýnist að í frumvarpinu sé ekki kveðið nægilega fast á hvernig eigi að koma í veg fyrir útvistun afrmarkaðra þátta starfseminnar,“ segir Oddný. Tryggja eftirlit Oddný segir einnig gríðarlega mikilvægt að Fjarskiptastofa verði efld til muna og það komi skýrt fram í lagafrumvarpinu. „Við verðum að fara yfir það hvernig hún er í stakk búin til að sinna eftirliti með fjarskiptafyrirtækjum og munu þessi lög gilda um samninga sem þegar eru farnir af stað eins á við um samninginn um Mílu,“ veltir Oddný fyrir sér. Hún óttast að of lítill tími sé til stefnu til að tryggja þjóðarhagsmuni. „Þessi knappi tími eykur líkur á mistökum sem gætu dregið dilk á eftir sér,“ segir Oddný Harðardóttir. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Samkeppni við sjálfstæða Mílu verður prófsteinn fyrir Ljósleiðarann Salan á Mílu, dótturfélagi Símans, gæti leitt til harðari samkeppni um stærstu kúnna Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og er helsti keppinautur Mílu. Ljósleiðarinn vill fá betri aðgang að NATO-strengnum og framkvæmdastjórinn segist sjá tækifæri á lagningu á nýjum ljósleiðarastreng hringinn í kringum landið. 19. nóvember 2021 07:01 Sala Mílu og þjóðaröryggi Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. 23. október 2021 18:01 „Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50 Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Síminn náði samkomulagi við franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian um kaup á Mílu sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins í október. Samkvæmt íslenskum lögum hefur ríkið átta vikur til að gera athugasemdir við slíka sölu og þann 17. desember næstkomandi rennur sá tími út. Viðskiptin hafa verið umdeild. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, kallaði til að mynda á dögunum eftir fundi með ráðherrum til að ganga úr skugga um að þjóðaröryggi Íslands væri ekki ógnað með sölunni. Þá kallaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, eftir því að ríkisstjórnin gripi inn í söluna og kæmi í veg fyrir hana. Fyrsta umræða Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti fer fram á Alþingi í dag. Frumvarpinu er ætlað að taka á ýmsum þáttum sem hafa komið upp vegna sölunnar á Mílu. Skilyrði við erlenda fjárfestingu Í greinargerð með frumvarpinu kemur t.d. fram að þar séu gerðar ítarlegri kröfur til fjarskiptafyrirækja um áhættustýringu og viðbúnað. Ekki síst að því er varðar útvistun rekstrarþátta út fyrir íslenska lögsögu. Lögfest verði ákvæði sem lúta að staðsetningu fjarskiptaneta. Skýrar verði kveðið á um eftirlitsheimildir Fjarskiptastofu og hlutverk stofnunarinnar er varðar almannahagsmuni og þjóðaröryggi. Þá er lagt til að ráðherra geti bundið erlenda fjárfestingu skilyrðum í því skyni að koma í veg fyrir að hún geti ógnað öryggi landsins. Oddný Harðardóttir fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði telur þingið hafa alltof skamman tíma til að fara yfir málið. „Við erum hér að ræða um innviði sem eru algjör undirstaða fyrir fjarskipti á Íslandi. Þess vegna er svo mikilvægt að með lagasetningu þá getum við tryggt þjóðaröryggi og hag almennings. Þannig að það skipti ekki máli hver á eign í fjarskiptafyrirtæki. Nú er Míla að fara til erlendra aðila og mér sýnist að í frumvarpinu sé ekki kveðið nægilega fast á hvernig eigi að koma í veg fyrir útvistun afrmarkaðra þátta starfseminnar,“ segir Oddný. Tryggja eftirlit Oddný segir einnig gríðarlega mikilvægt að Fjarskiptastofa verði efld til muna og það komi skýrt fram í lagafrumvarpinu. „Við verðum að fara yfir það hvernig hún er í stakk búin til að sinna eftirliti með fjarskiptafyrirtækjum og munu þessi lög gilda um samninga sem þegar eru farnir af stað eins á við um samninginn um Mílu,“ veltir Oddný fyrir sér. Hún óttast að of lítill tími sé til stefnu til að tryggja þjóðarhagsmuni. „Þessi knappi tími eykur líkur á mistökum sem gætu dregið dilk á eftir sér,“ segir Oddný Harðardóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Samkeppni við sjálfstæða Mílu verður prófsteinn fyrir Ljósleiðarann Salan á Mílu, dótturfélagi Símans, gæti leitt til harðari samkeppni um stærstu kúnna Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og er helsti keppinautur Mílu. Ljósleiðarinn vill fá betri aðgang að NATO-strengnum og framkvæmdastjórinn segist sjá tækifæri á lagningu á nýjum ljósleiðarastreng hringinn í kringum landið. 19. nóvember 2021 07:01 Sala Mílu og þjóðaröryggi Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. 23. október 2021 18:01 „Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50 Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Samkeppni við sjálfstæða Mílu verður prófsteinn fyrir Ljósleiðarann Salan á Mílu, dótturfélagi Símans, gæti leitt til harðari samkeppni um stærstu kúnna Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og er helsti keppinautur Mílu. Ljósleiðarinn vill fá betri aðgang að NATO-strengnum og framkvæmdastjórinn segist sjá tækifæri á lagningu á nýjum ljósleiðarastreng hringinn í kringum landið. 19. nóvember 2021 07:01
Sala Mílu og þjóðaröryggi Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. 23. október 2021 18:01
„Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50
Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39