Curry þarf að bíða eftir metinu merka en uppskar sætan sigur Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2021 07:30 Stephen Curry skýst framhjá Kelan Martin í leiknum í Indianapolis í nótt. AP/Doug McSchooler Stephen Curry á góða möguleika á að slá þristamet Rays Allen í NBA-deildinni í körfubolta í Madison Square Garden í nótt því nú munar aðeins tveimur þristum á þeim. Curry virtist staðráðinn í að slá metið í gærkvöld en uppskar þó sigur. Curry setti niður fimm þrista úr alls fimmtán tilraunum í 102-100 sigri Golden State Warriors á Indiana Pacers. Þar með hefur hann skorað 2.971 þriggja stiga körfu á ferlinum en enn vantar tvo þrista til að jafna met Allens. Áhorfendur í Indianapolis voru greinilega mættir til þess að verða vitni að sögulegum viðburði. Þeir létu vel í sér heyra í hvert sinn sem Curry nálgaðist metið en tóku andköf í þau skipti þegar hann ákvað að keyra frekar að körfunni. 26 points, 5 triples and some CLUTCH buckets for @StephenCurry30...he enters tomorrow night just 2 threes away from the all-time record! #CurryWatch continues with Warriors/Knicks tomorrow at 7:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/3EuW0sqml7— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðasti þristur Currys í nótt minnkaði muninn í 100-98 og hann jafnaði svo metin þegar 48,5 sekúndur voru eftir, eftir að hafa ákveðið að leita að sniðskoti í stað þrists. Síðasta þriggja stiga tilraun Currys geigaði en Kevon Looney var á tánum og skilaði boltanum í körfuna. KEVON LOONEY FOR THE LEAD!@warriors 102@Pacers 10013.4 left on @NBATV...Pacers ball: https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/nYOfkX18Fj— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðustu 90 sekúndur leiksins stóðu allir áhorfendur í húsinu en allir urðu að lokum að sætta sig við að metið stæði í sólarhring í viðbót. Curry endaði með 26 stig. „Ég nýt augnabliksins, að vera mættur á þröskuldinn. Þetta er ansi óraunverulegt,“ sagði Curry og bætti við: „Maður heldur samt bara áfram að spila körfubolta, tekur skotin sem maður heldur að fari niður og nýtur þess sem er að gerast.“ Tatum með 42 stiga leik Í Boston fögnuðu heimamenn 117-103 sigri gegn Milwaukee Bucks þar sem Jayson Tatum átti sviðið. Hann skoraði alls 42 stig í leiknum, þar af 16 í lokafjórðungnum. Season-high 42 points for @jaytatum0 in the @celtics win.Absolutely dialed in pic.twitter.com/6YMiAA3jhD— NBA (@NBA) December 14, 2021 Jaylen Brown sneri aftur í lið Boston eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna meiðsla og hann skoraði 19 stig. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu 20 stig hvor fyrir Milwaukee en það dugði skammt gegn Boston sem snúið hafði heim eftir einn sigur í fimm leikja törn á vesturströndinni. Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Curry setti niður fimm þrista úr alls fimmtán tilraunum í 102-100 sigri Golden State Warriors á Indiana Pacers. Þar með hefur hann skorað 2.971 þriggja stiga körfu á ferlinum en enn vantar tvo þrista til að jafna met Allens. Áhorfendur í Indianapolis voru greinilega mættir til þess að verða vitni að sögulegum viðburði. Þeir létu vel í sér heyra í hvert sinn sem Curry nálgaðist metið en tóku andköf í þau skipti þegar hann ákvað að keyra frekar að körfunni. 26 points, 5 triples and some CLUTCH buckets for @StephenCurry30...he enters tomorrow night just 2 threes away from the all-time record! #CurryWatch continues with Warriors/Knicks tomorrow at 7:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/3EuW0sqml7— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðasti þristur Currys í nótt minnkaði muninn í 100-98 og hann jafnaði svo metin þegar 48,5 sekúndur voru eftir, eftir að hafa ákveðið að leita að sniðskoti í stað þrists. Síðasta þriggja stiga tilraun Currys geigaði en Kevon Looney var á tánum og skilaði boltanum í körfuna. KEVON LOONEY FOR THE LEAD!@warriors 102@Pacers 10013.4 left on @NBATV...Pacers ball: https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/nYOfkX18Fj— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðustu 90 sekúndur leiksins stóðu allir áhorfendur í húsinu en allir urðu að lokum að sætta sig við að metið stæði í sólarhring í viðbót. Curry endaði með 26 stig. „Ég nýt augnabliksins, að vera mættur á þröskuldinn. Þetta er ansi óraunverulegt,“ sagði Curry og bætti við: „Maður heldur samt bara áfram að spila körfubolta, tekur skotin sem maður heldur að fari niður og nýtur þess sem er að gerast.“ Tatum með 42 stiga leik Í Boston fögnuðu heimamenn 117-103 sigri gegn Milwaukee Bucks þar sem Jayson Tatum átti sviðið. Hann skoraði alls 42 stig í leiknum, þar af 16 í lokafjórðungnum. Season-high 42 points for @jaytatum0 in the @celtics win.Absolutely dialed in pic.twitter.com/6YMiAA3jhD— NBA (@NBA) December 14, 2021 Jaylen Brown sneri aftur í lið Boston eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna meiðsla og hann skoraði 19 stig. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu 20 stig hvor fyrir Milwaukee en það dugði skammt gegn Boston sem snúið hafði heim eftir einn sigur í fimm leikja törn á vesturströndinni. Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti