„Ruglingslegum og mótsagnakenndum“ kröfum um björgunarlaun vísað frá dómi Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2021 15:00 M/V Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði í september 2014. Mynd/Hjálmar Heimisson Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands um að vísa máli fyrrverandi áhafnarmeðlims olíuflutningaskips, sem fór fram á björgunarlaun vegna strands frystiskipsins M/V Green Freezer í Fáskrúðsfirði árið 2014, frá dómi. Í úrskurði Landsréttar kom fram að málsástæður mannsins væru bæði ruglingslegar og mótsagnakenndar um aðild hans til að hafa uppi kröfur á hendur útgerð hins strandaða skips, þeim sem fengu greidd björgunarlaun vegna björgunaraðgerðanna og sömuleiðis þeim sem hann taldi að hefðu átt að fá greidd björgunarlaun en kröfðust þeirra ekki. Fór ekki fram á greiðslu björgunarlauna Málið sneri að björgunaraðgerðum sem fram fóru þegar skipið Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði 17. september 2014. Að björguninni komu áhafnir þriggja skipa – varðskipsins Þórs, dráttarbátsins Vattar og svo olíuflutningaskipsins Langaness RE þar sem stefnandi var í áhöfn. Landhelgisgæslan hafði óskað eftir aðstoð Langaness RE við að dæla olíu úr hinu strandaða skipi og varð áhöfn við því. Áhöfn skipanna Þórs og Vattar, sem fyrst komu á vettvang strandsins, hafi síðar fengið greidd björgunarlaun, en Olíudrefing fengið endurgreiddan kostnað vegna útlagðs kostnaðs í tengslum við björgunina. Olíudreifing fór hins vegar ekki fram á greiðslu björgunarlauna til áhafnarmeðlima Langaness. Laut ágreiningurinn að því hvort að maðurinn, sem var áhafnarmeðlimur á skipinu Laugarnesinu RE og í eigu Olíudreifingar, ætti rétt á björgunarlaunum samkvæmt ákvæðum siglingalaga. Krafði maðurinn útgerð Green Freezer um greiðslu 8,9 milljóna króna í björgunarlaun og til vara sömu upphæð úr hendi Landhelgisgæslunnar og Fjarðabyggðar. Til þrautavara krafðist maðurinn svo að Olíudreifing myndi greiða honum upphæðina. Samið um björgunarlaun Caiano Shipping II A, það er útgerð Green Freezer, og Landhelgisgæslan og sveitarfélagið Fjarðabyggð komust að samkomulagi um greiðslu um 50 milljóna króna björgunarlauna í nóvember 2015 vegna björgunaraðgerðanna. Greiðslunni til Gæslunnar var síðan skipt til samkvæmt siglingalögum og þá meðal annars til Olíudreifingar vegna útlagðs kostnaðar Langaness RE. Í úrskurði Landsréttar segir að skilja mætti málatilbúnað mannsins þannig að hann gerði annars vegar kröfu um hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum og hins vegar björgunarlaun úr hendi útgerðar hins strandaða skips. Þá væri óljóst hvort maðurinn byggði á því að hann ætti sjálfstæða kröfu um greiðslu björgunarlauna eða hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum. Sömuleiðis væri fjárkrafa mannsins vanreifuð og taldi rétturinn, að teknu tilliti til allra þátta, að málatilbúnaðurinn væri í andstöðu við lög um meðferð einkamála. Því ákvað Landsréttur að staðfesta hinn kærða úrskurð, það er að vísa málinu frá dómi. Stefnandi var jafnframt dæmdur af Landsrétti til að greiða alls 1,3 milljón króna vegna kærumálskostnaðar hinna stefndu. Kjaramál Dómsmál Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12 Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar kom fram að málsástæður mannsins væru bæði ruglingslegar og mótsagnakenndar um aðild hans til að hafa uppi kröfur á hendur útgerð hins strandaða skips, þeim sem fengu greidd björgunarlaun vegna björgunaraðgerðanna og sömuleiðis þeim sem hann taldi að hefðu átt að fá greidd björgunarlaun en kröfðust þeirra ekki. Fór ekki fram á greiðslu björgunarlauna Málið sneri að björgunaraðgerðum sem fram fóru þegar skipið Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði 17. september 2014. Að björguninni komu áhafnir þriggja skipa – varðskipsins Þórs, dráttarbátsins Vattar og svo olíuflutningaskipsins Langaness RE þar sem stefnandi var í áhöfn. Landhelgisgæslan hafði óskað eftir aðstoð Langaness RE við að dæla olíu úr hinu strandaða skipi og varð áhöfn við því. Áhöfn skipanna Þórs og Vattar, sem fyrst komu á vettvang strandsins, hafi síðar fengið greidd björgunarlaun, en Olíudrefing fengið endurgreiddan kostnað vegna útlagðs kostnaðs í tengslum við björgunina. Olíudreifing fór hins vegar ekki fram á greiðslu björgunarlauna til áhafnarmeðlima Langaness. Laut ágreiningurinn að því hvort að maðurinn, sem var áhafnarmeðlimur á skipinu Laugarnesinu RE og í eigu Olíudreifingar, ætti rétt á björgunarlaunum samkvæmt ákvæðum siglingalaga. Krafði maðurinn útgerð Green Freezer um greiðslu 8,9 milljóna króna í björgunarlaun og til vara sömu upphæð úr hendi Landhelgisgæslunnar og Fjarðabyggðar. Til þrautavara krafðist maðurinn svo að Olíudreifing myndi greiða honum upphæðina. Samið um björgunarlaun Caiano Shipping II A, það er útgerð Green Freezer, og Landhelgisgæslan og sveitarfélagið Fjarðabyggð komust að samkomulagi um greiðslu um 50 milljóna króna björgunarlauna í nóvember 2015 vegna björgunaraðgerðanna. Greiðslunni til Gæslunnar var síðan skipt til samkvæmt siglingalögum og þá meðal annars til Olíudreifingar vegna útlagðs kostnaðar Langaness RE. Í úrskurði Landsréttar segir að skilja mætti málatilbúnað mannsins þannig að hann gerði annars vegar kröfu um hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum og hins vegar björgunarlaun úr hendi útgerðar hins strandaða skips. Þá væri óljóst hvort maðurinn byggði á því að hann ætti sjálfstæða kröfu um greiðslu björgunarlauna eða hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum. Sömuleiðis væri fjárkrafa mannsins vanreifuð og taldi rétturinn, að teknu tilliti til allra þátta, að málatilbúnaðurinn væri í andstöðu við lög um meðferð einkamála. Því ákvað Landsréttur að staðfesta hinn kærða úrskurð, það er að vísa málinu frá dómi. Stefnandi var jafnframt dæmdur af Landsrétti til að greiða alls 1,3 milljón króna vegna kærumálskostnaðar hinna stefndu.
Kjaramál Dómsmál Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12 Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12
Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45