Spádómur Jónasar um Guðjón rættist Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2021 10:00 Jónas Þórhallsson segir að það hafi verið stærstu mistök sín að ráða Guðjón Þórðarson. Spá Jónasar Þórhallssonar, fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur, um að Guðjón Þórðarson ætti eftir að eiga erfitt með að finna sér vinnu í fótboltanum hér á landi eftir að hann kærði Grindavík reyndist réttur. Guðjóni var sagt upp sem þjálfara Grindavíkur haustið 2012 eftir aðeins eitt tímabil í starfi. Hann kærði knattspyrnudeild Grindavík vegna vangoldinna launa og vann málið, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti. Grindvíkingar þurftu að borga Guðjóni 8,4 milljónir króna en uppsögn hans var talin ólögleg. „Við urðum að kyngja því og ég bar ábyrgð á því. Það er engin spurning,“ sagði Jónas í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í fimmta þætti Foringjanna þar sem farið var yfir feril hans. Árangur Grindavíkur undir stjórn Guðjóns var ekki upp á marga fiska og liðið féll niður í 1. deild. „Ég gerði mér meiri vonir með að hann gæti fengið sterka leikmenn til okkar. Þegar þú gerir kröfu á að ná árangri inni á vellinum þarftu að fá ása eins og þegar við fengum Janko [Milan Stefan Jankovic], Scottie [Ramsey] og Sinisa Kekic. Þegar þú ert með tvo til þrjá ása færðu aðra til að spila vel. En það voru ekki neinir leikmenn sem hann kom með, ekki nein gæði,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Deilur Guðjóns og Grindavíkur Hann var ekki hrifinn af vinnubrögðum Guðjóns þegar hann ákvað að fara í hart við Grindavík. Og segja má að spá Jónasar um að Guðjóni ætti erfitt með að fá vinnu í íslenska boltanum hafi ræst. „Ég sagði við Gaua, þegar við gátum rætt saman, að ef hann ætlaði að fara alla skyldi hann passa sig á því að hann fengi hvergi vinnu á vettvangi og hvað þá á almennum markaði. Því orðrómurinn verður þannig að fólk vill ekki fá þig. Ég bað hann um að hugsa þetta vel. Og það varð reyndin, það gekk illa hjá honum að fá starf, allavega í kringum fótboltann,“ sagði Jónas. Eftir nokkurt hlé frá þjálfun stýrði Guðjón NSÍ Runavík í Færeyjum 2019. Hann stýrði Víking Ó. seinni hluta sumars 2020 og tók svo aftur við Ólsurum um mitt síðasta tímabil. Foringjarnir UMF Grindavík Tengdar fréttir Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. 14. desember 2021 10:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Sjá meira
Guðjóni var sagt upp sem þjálfara Grindavíkur haustið 2012 eftir aðeins eitt tímabil í starfi. Hann kærði knattspyrnudeild Grindavík vegna vangoldinna launa og vann málið, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti. Grindvíkingar þurftu að borga Guðjóni 8,4 milljónir króna en uppsögn hans var talin ólögleg. „Við urðum að kyngja því og ég bar ábyrgð á því. Það er engin spurning,“ sagði Jónas í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í fimmta þætti Foringjanna þar sem farið var yfir feril hans. Árangur Grindavíkur undir stjórn Guðjóns var ekki upp á marga fiska og liðið féll niður í 1. deild. „Ég gerði mér meiri vonir með að hann gæti fengið sterka leikmenn til okkar. Þegar þú gerir kröfu á að ná árangri inni á vellinum þarftu að fá ása eins og þegar við fengum Janko [Milan Stefan Jankovic], Scottie [Ramsey] og Sinisa Kekic. Þegar þú ert með tvo til þrjá ása færðu aðra til að spila vel. En það voru ekki neinir leikmenn sem hann kom með, ekki nein gæði,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Deilur Guðjóns og Grindavíkur Hann var ekki hrifinn af vinnubrögðum Guðjóns þegar hann ákvað að fara í hart við Grindavík. Og segja má að spá Jónasar um að Guðjóni ætti erfitt með að fá vinnu í íslenska boltanum hafi ræst. „Ég sagði við Gaua, þegar við gátum rætt saman, að ef hann ætlaði að fara alla skyldi hann passa sig á því að hann fengi hvergi vinnu á vettvangi og hvað þá á almennum markaði. Því orðrómurinn verður þannig að fólk vill ekki fá þig. Ég bað hann um að hugsa þetta vel. Og það varð reyndin, það gekk illa hjá honum að fá starf, allavega í kringum fótboltann,“ sagði Jónas. Eftir nokkurt hlé frá þjálfun stýrði Guðjón NSÍ Runavík í Færeyjum 2019. Hann stýrði Víking Ó. seinni hluta sumars 2020 og tók svo aftur við Ólsurum um mitt síðasta tímabil.
Foringjarnir UMF Grindavík Tengdar fréttir Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. 14. desember 2021 10:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Sjá meira
Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. 14. desember 2021 10:00