Legslímuflakk: bráðnauðsynlegar umbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 15. desember 2021 09:00 Legslímuflakk (endometriosis) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Einkenni sjúkdómsins eru mismunandi og geta verið óljós og breytileg milli tímabila hjá sama sjúklingi og því getur reynst erfitt að greina hann. Greiningartími er því oftar en ekki fleiri ár. Á kvenlækningadeild Landspítalans starfar þverfaglegt legslímuflakks-teymi. Þangað er sjúklingum vísað með tilvísun eða beiðni frá sérfræðilæknum. Meðhöndlun legslímuflakks hefst oft með lyfjameðferð en þörf er á aðgerð í svæfingu til að staðfesta greiningu og til að meðhöndla sjúkdóminn ef lyfjameðferð dugar ekki. Sjúklingunum eru gefin verkjalyf við verkjum sem verulega takmarka lífsgæði. Auk þess felst meðferðin í félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu þar eð sjúkdómurinn getur haft mikil andleg áhrif og leitt til þunglyndis, kvíða og andlegrar vanlíðan. Að sögn samtaka um endómetríósu getur biðtími eftir viðtali verið langur og mikið er um rangar greiningar áður en sjúkdómurinn er loks greindur. Þá kann skaðinn að vera orðinn mikill, bæði líkamlega og andlega. Biðtími eftir aðgerð er sömuleiðis langur og þar sem hún er síðasta meðferðarúrræðið, er ástand sjúklingsins jafnan orðið mjög slæmt. Verkjaástand er orðið viðvarandi og viðkomandi jafnvel óvinnufær. Fjöldi sjúklinga innan samtakanna skoðar nú leiðir til að fá lausn sinna mála erlendis og þó nokkrir hafa þegar leitað út fyrir landsteinana til frekari meðhöndlunar þar. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Þeir eru verkjaðir, upplifa sig hjálparlausa og eru jafnvel óvirkir í samfélaginu og á atvinnumarkaði. Upplýsingar og leiðbeiningar um greiningu og meðhöndlun legslímuflakks þurfa að vera útbreiddari. Mjög mikilvægt er að vinna á biðlistum eftir viðtali og meðhöndlun sjúkdómsins. Ég hef nú lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra varðandi meðhöndlun legslímuflakks. Athygli heilbrigðisyfirvalda hefur skiljanlega beinst í eina átt um nokkurt skeið. Ég hef fulla trú á að ráðherra taki þetta nú til tímabærrar skoðunar og beiti sér fyrir bráðnauðsynlegum umbótum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kvenheilsa Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Legslímuflakk (endometriosis) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Einkenni sjúkdómsins eru mismunandi og geta verið óljós og breytileg milli tímabila hjá sama sjúklingi og því getur reynst erfitt að greina hann. Greiningartími er því oftar en ekki fleiri ár. Á kvenlækningadeild Landspítalans starfar þverfaglegt legslímuflakks-teymi. Þangað er sjúklingum vísað með tilvísun eða beiðni frá sérfræðilæknum. Meðhöndlun legslímuflakks hefst oft með lyfjameðferð en þörf er á aðgerð í svæfingu til að staðfesta greiningu og til að meðhöndla sjúkdóminn ef lyfjameðferð dugar ekki. Sjúklingunum eru gefin verkjalyf við verkjum sem verulega takmarka lífsgæði. Auk þess felst meðferðin í félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu þar eð sjúkdómurinn getur haft mikil andleg áhrif og leitt til þunglyndis, kvíða og andlegrar vanlíðan. Að sögn samtaka um endómetríósu getur biðtími eftir viðtali verið langur og mikið er um rangar greiningar áður en sjúkdómurinn er loks greindur. Þá kann skaðinn að vera orðinn mikill, bæði líkamlega og andlega. Biðtími eftir aðgerð er sömuleiðis langur og þar sem hún er síðasta meðferðarúrræðið, er ástand sjúklingsins jafnan orðið mjög slæmt. Verkjaástand er orðið viðvarandi og viðkomandi jafnvel óvinnufær. Fjöldi sjúklinga innan samtakanna skoðar nú leiðir til að fá lausn sinna mála erlendis og þó nokkrir hafa þegar leitað út fyrir landsteinana til frekari meðhöndlunar þar. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Þeir eru verkjaðir, upplifa sig hjálparlausa og eru jafnvel óvirkir í samfélaginu og á atvinnumarkaði. Upplýsingar og leiðbeiningar um greiningu og meðhöndlun legslímuflakks þurfa að vera útbreiddari. Mjög mikilvægt er að vinna á biðlistum eftir viðtali og meðhöndlun sjúkdómsins. Ég hef nú lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra varðandi meðhöndlun legslímuflakks. Athygli heilbrigðisyfirvalda hefur skiljanlega beinst í eina átt um nokkurt skeið. Ég hef fulla trú á að ráðherra taki þetta nú til tímabærrar skoðunar og beiti sér fyrir bráðnauðsynlegum umbótum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun