Spá Söru ekki á pall í Dúbaí: Alltaf eitthvað sem bítur hana í rassinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2021 09:31 Sara Sigmundsdóttir keppir á ný á Dubai CrossFit Championship mótinu sem hefst á morgun. Instagram/@sarasigmunds Það verða mörg augu á Söru Sigmundsdóttur þegar keppni hefst á Dubai CrossFit Championship mótinu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun. Sara er þar að fara að keppa á sínu fyrsta móti síðan að hún sleit krossband í mars og missti af öllu 2021 tímabilinu. Dubai CrossFit Championship mótið fer fram frá 16. til 18. desember og er síðasta stóra mót ársins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara hefur titil að verja á þessu móti í Dúbaí en það verða samt aðeins liðnir átta mánuðir síðan að hún lá á skurðarborðinu í krossbandsaðgerðinni. Sara vann mótið þegar það fór fram síðast árið 2019 en mótið féll niður í fyrra vegna kórónuveirunnar. Morning Chalk Up fékk þá Brian Friend, Patrick Clark og Derek Forrest til að spá fyrir um mótið í Dúbaí. Derek Forrest spáir Lauru Horvath sigri, Gabriela Migala öðru sæti og Kristin Holte þriðja sæti. „Mig langaði svo mikið að setja Söru Sigmundsdóttur á listann minn yfir þær þrjá efstu. Ég er mikill aðdáandi Söru alveg síðan að hún byrjaði að keppa en það er alltaf þessi eina grein hjá henni þar sem hún gleymir að bera pokann yfir línuna eða eitthvað viðlíka,“ sagði Derek Forrest. „Það er alltaf eitthvað andlegt sem læðist aftur að henni og bítur hana í rassinn. Svo er þetta auðvitað fyrsta mótið hennar eftir aðgerð og ég held að hún verði ekki hundrað prósent. Hún er því ekki á spá minni fyrir verðlaunapallinn en það kæmi mér samt ekki mikið á óvart ef hún kæmist þangað,“ sagði Derek. Derek er líka á því að Þuríður Erla Helgadóttir geti komið á óvart á mótinu í ár. „Ég held að Gabi vinni þetta og byggi ofan á frammistöðu sína á heimsleikunum og flotta framgöngu sína á Rogue. Ég er síðan með Lauru í öðru sætinu og síðan er ég með Emmu Cary í þriðja sætinu hjá mér. Ég var samt um tíma með Holte í þriðja sætinu,“ sagði Patrick Clark en hann segir að sú norska hafi fagnað því að keppa í snjónum á degi eitt. Þetta er einmitt síðasta mót Holte á ferlinum sem einstaklingur en hún er að setja skóna sína upp á hillu. „Þeir hafa nefnt sigursælustu keppendurna hjá stelpunum fyrir utan Karin Freyova. Hún er frábær íþróttakona og hefði getað gert flotta hluti á heimsleikunum hefði hún náð að tryggja sér sæti þar. Hún varð í öðru sæti þegar hún keppti síðast í Dúbaí,“ sagði Brian Friend. Brian spáði að þær Gabriela Migala, Laura Horvath og Kristin Holte endi á verðlaunapallinum í ár. Það má pælingar hópsins hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aW9TVBAZWs4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Sara er þar að fara að keppa á sínu fyrsta móti síðan að hún sleit krossband í mars og missti af öllu 2021 tímabilinu. Dubai CrossFit Championship mótið fer fram frá 16. til 18. desember og er síðasta stóra mót ársins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara hefur titil að verja á þessu móti í Dúbaí en það verða samt aðeins liðnir átta mánuðir síðan að hún lá á skurðarborðinu í krossbandsaðgerðinni. Sara vann mótið þegar það fór fram síðast árið 2019 en mótið féll niður í fyrra vegna kórónuveirunnar. Morning Chalk Up fékk þá Brian Friend, Patrick Clark og Derek Forrest til að spá fyrir um mótið í Dúbaí. Derek Forrest spáir Lauru Horvath sigri, Gabriela Migala öðru sæti og Kristin Holte þriðja sæti. „Mig langaði svo mikið að setja Söru Sigmundsdóttur á listann minn yfir þær þrjá efstu. Ég er mikill aðdáandi Söru alveg síðan að hún byrjaði að keppa en það er alltaf þessi eina grein hjá henni þar sem hún gleymir að bera pokann yfir línuna eða eitthvað viðlíka,“ sagði Derek Forrest. „Það er alltaf eitthvað andlegt sem læðist aftur að henni og bítur hana í rassinn. Svo er þetta auðvitað fyrsta mótið hennar eftir aðgerð og ég held að hún verði ekki hundrað prósent. Hún er því ekki á spá minni fyrir verðlaunapallinn en það kæmi mér samt ekki mikið á óvart ef hún kæmist þangað,“ sagði Derek. Derek er líka á því að Þuríður Erla Helgadóttir geti komið á óvart á mótinu í ár. „Ég held að Gabi vinni þetta og byggi ofan á frammistöðu sína á heimsleikunum og flotta framgöngu sína á Rogue. Ég er síðan með Lauru í öðru sætinu og síðan er ég með Emmu Cary í þriðja sætinu hjá mér. Ég var samt um tíma með Holte í þriðja sætinu,“ sagði Patrick Clark en hann segir að sú norska hafi fagnað því að keppa í snjónum á degi eitt. Þetta er einmitt síðasta mót Holte á ferlinum sem einstaklingur en hún er að setja skóna sína upp á hillu. „Þeir hafa nefnt sigursælustu keppendurna hjá stelpunum fyrir utan Karin Freyova. Hún er frábær íþróttakona og hefði getað gert flotta hluti á heimsleikunum hefði hún náð að tryggja sér sæti þar. Hún varð í öðru sæti þegar hún keppti síðast í Dúbaí,“ sagði Brian Friend. Brian spáði að þær Gabriela Migala, Laura Horvath og Kristin Holte endi á verðlaunapallinum í ár. Það má pælingar hópsins hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aW9TVBAZWs4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum