Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2021 10:54 Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, er kominn í leyfi frá störfum á meðan ný stjórn áttar sig á stöðu mála. Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. Innheimtustofnun sveitarfélaga sendi frá sér tilkynningu síðdegis í gær. Þar kom fram að ný stjórn hefði verið skipuð yfir stofnuninni og starfsemi hennar. Stjórnin tók við síðastliðinn mánudag eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Í nýrri stjórn sitja Aldís Hilmarsdóttir formaður sem skipuð er af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, Garðar Jónsson og Þóra Björg Jónsdóttir sem skipuð er af af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Svör við spurningum óviðunandi Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í janúar fyrr á þessu ári af fulltrúum ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bæjarins besta á Ísafirði hefur heimildir fyrir því að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Sé það litið alvarlegum augum og verði rannsakað til fulls. Innheimta meðlög hér á landi Nýja stjórnin ákvað á fyrsta fundi sínum síðasta mánudag að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. „Miðað við þau gögn sem við höfðum náð að kynna okkur töldum við þetta bestu leiðina, að senda tiltekna starfsmenn í leyfi, á meðan við erum rétt að átta okkur á ástandinu og kynna okkur betur gögnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, nýr formaður stjórnarinnar, í samtali við fréttastofu. Aldís Hilmarsdóttir er reynslumikill lögreglumaður og var um tíma yfir fíkniefnarannsóknum á höfuðborgarsvæðinu.Vísir Aðspurð um frétt Bæjarins besta að fram hafi komið í úttekt Ríkisendurskoðunar að þeir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum til fyrirtækis í eigu Braga, tekur Aldís tekur ekki fyrir það. Ekki grunur um lögbrot enn sem komið er „Nú hef ég ekki séð þessa frétt en ég get ekki tjáð mig efnislega um úttekt Ríkisendurskoðunar,“ segir hún. Málið er ekki komið svo langt að grunur leiki á því að stjórnarformennirnir hafi framið lögbrot. „Ef svo væri þá værum við að sjálfsögðu búin að kæra. Við erum bara enn þá að skoða þetta. Ef það kemur í ljós þá munum við vísa því til lögreglu,“ segir hún. Málið er þó eðlilega litið alvarlegum augum. „Við erum bara að henda okkur í þá vinnu að skoða gögnin núna. Þannig það er vonandi sem fyrst að við getum náð að svara þessu,“ segir Aldís. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar. Hvorki náðist í Braga né Jón Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra ef þau berast. Stjórnsýsla Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Innheimtustofnun sveitarfélaga sendi frá sér tilkynningu síðdegis í gær. Þar kom fram að ný stjórn hefði verið skipuð yfir stofnuninni og starfsemi hennar. Stjórnin tók við síðastliðinn mánudag eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Í nýrri stjórn sitja Aldís Hilmarsdóttir formaður sem skipuð er af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, Garðar Jónsson og Þóra Björg Jónsdóttir sem skipuð er af af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Svör við spurningum óviðunandi Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í janúar fyrr á þessu ári af fulltrúum ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bæjarins besta á Ísafirði hefur heimildir fyrir því að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Sé það litið alvarlegum augum og verði rannsakað til fulls. Innheimta meðlög hér á landi Nýja stjórnin ákvað á fyrsta fundi sínum síðasta mánudag að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. „Miðað við þau gögn sem við höfðum náð að kynna okkur töldum við þetta bestu leiðina, að senda tiltekna starfsmenn í leyfi, á meðan við erum rétt að átta okkur á ástandinu og kynna okkur betur gögnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, nýr formaður stjórnarinnar, í samtali við fréttastofu. Aldís Hilmarsdóttir er reynslumikill lögreglumaður og var um tíma yfir fíkniefnarannsóknum á höfuðborgarsvæðinu.Vísir Aðspurð um frétt Bæjarins besta að fram hafi komið í úttekt Ríkisendurskoðunar að þeir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum til fyrirtækis í eigu Braga, tekur Aldís tekur ekki fyrir það. Ekki grunur um lögbrot enn sem komið er „Nú hef ég ekki séð þessa frétt en ég get ekki tjáð mig efnislega um úttekt Ríkisendurskoðunar,“ segir hún. Málið er ekki komið svo langt að grunur leiki á því að stjórnarformennirnir hafi framið lögbrot. „Ef svo væri þá værum við að sjálfsögðu búin að kæra. Við erum bara enn þá að skoða þetta. Ef það kemur í ljós þá munum við vísa því til lögreglu,“ segir hún. Málið er þó eðlilega litið alvarlegum augum. „Við erum bara að henda okkur í þá vinnu að skoða gögnin núna. Þannig það er vonandi sem fyrst að við getum náð að svara þessu,“ segir Aldís. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar. Hvorki náðist í Braga né Jón Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra ef þau berast.
Stjórnsýsla Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira