Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 11:50 Sólbaðsstofur virðast njóta minni vinsælda. Getty/Lepro Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá því að árlegar kannanir hófust árið 2004. Það ár sögðust um 30% fullorðinna hafa notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði. Í dag er hlutfall þeirra sem hafa notað ljósabekki hæst hjá fólki á aldursbilinu 18 – 24 ára, eða um 21%. Um 12% karla og um 30% kvenna á aldrinum 18-24 ára segjast hafa notað ljósabekki á síðustu 12 mánuðum. Þetta eru nýlegar niðurstöður árlegrar könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi en könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna ríkisins, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins. Aldrei færri brunnið Niðurstöðurnar sýna einnig að um 12% svarenda höfðu brunnið að minnsta kosti einu sinni af völdum ljósabekkja eða sólar á síðastliðnum 12 mánuðum. Það er sama hlutfall og í fyrra og það lægsta frá árinu 2013, þegar þessi spurning var fyrst lögð fyrir. Árið 2019 var sama hlutfall 19% en 27% árið 2013. Geislavarnir fagna minnkandi notkun ljósabekkja þar sem notkun þeirra fylgi aukin hætta á húðkrabbameini. Frá því að árlegar mælingar hófust árið 2004 hefur dregið verulega úr notkun ljósabekkja. Árið 2004 höfðu um 30% fullorðinna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði líkt og áður segir. Frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 10%, þar til í fyrra og í ár þegar hlutfallið er komið niður í 6%. Þrátt fyrir þetta var lítilleg fjölgun á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi milli áranna 2017 og 2021. Í janúar gáfu Geislavarnir út að bekkirnir væru 97 talsins og hafi fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin átti sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. Notkun ljósabekkja talin valda meira en tíu þúsund sortuæxlum á heimsvísu Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Vísað er til skýrslunnar á vef Geislavarna en einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja tók gildi á Íslandi í janúar 2011.“ Heilbrigðismál Ljósabekkir Tengdar fréttir Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá því að árlegar kannanir hófust árið 2004. Það ár sögðust um 30% fullorðinna hafa notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði. Í dag er hlutfall þeirra sem hafa notað ljósabekki hæst hjá fólki á aldursbilinu 18 – 24 ára, eða um 21%. Um 12% karla og um 30% kvenna á aldrinum 18-24 ára segjast hafa notað ljósabekki á síðustu 12 mánuðum. Þetta eru nýlegar niðurstöður árlegrar könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi en könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna ríkisins, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins. Aldrei færri brunnið Niðurstöðurnar sýna einnig að um 12% svarenda höfðu brunnið að minnsta kosti einu sinni af völdum ljósabekkja eða sólar á síðastliðnum 12 mánuðum. Það er sama hlutfall og í fyrra og það lægsta frá árinu 2013, þegar þessi spurning var fyrst lögð fyrir. Árið 2019 var sama hlutfall 19% en 27% árið 2013. Geislavarnir fagna minnkandi notkun ljósabekkja þar sem notkun þeirra fylgi aukin hætta á húðkrabbameini. Frá því að árlegar mælingar hófust árið 2004 hefur dregið verulega úr notkun ljósabekkja. Árið 2004 höfðu um 30% fullorðinna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði líkt og áður segir. Frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 10%, þar til í fyrra og í ár þegar hlutfallið er komið niður í 6%. Þrátt fyrir þetta var lítilleg fjölgun á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi milli áranna 2017 og 2021. Í janúar gáfu Geislavarnir út að bekkirnir væru 97 talsins og hafi fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin átti sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. Notkun ljósabekkja talin valda meira en tíu þúsund sortuæxlum á heimsvísu Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Vísað er til skýrslunnar á vef Geislavarna en einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja tók gildi á Íslandi í janúar 2011.“
Heilbrigðismál Ljósabekkir Tengdar fréttir Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47