„Ásmundur Einar er ekki Guð“ Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2021 10:26 Ásmundur Einar Daðason telst tvímælalaust einn helsti sigurvegari síðustu Alþingiskosninga. Hverju sem það má þakka eða um kenna eftir atvikum. Einn þátttakenda í könnun Maskínu á falsfréttum í aðdraganda kosninga taldi sig hafa séð frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar væri Guð, og vafðist ekki fyrir þeim hinum sama að flokka það sem falsfrétt. vísir/vilhelm Helmingur aðspurðra, í könnun sem Maskína vann fyrir Fjölmiðlanefnd, taldi sig hafa rekist á rangar upplýsingar eða falsfréttir í kosningabaráttunni í september. Þar af sögðust ellefu prósent þátttakenda hafa orðið vör við slíkar upplýsingar oft á dag síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Sem hlýtur að teljast verulega hátt hlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu Fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá niðurstöðum. Þar segir meðal annars að af þeim sem sögðust hafa orðið vör við falsfréttir eða rangar upplýsingar sagðist rúmlega helmingur telja ákveðinn stjórnmálaflokkur hafi borið ábyrgð á falsfréttunum. Og Kjósendur ríkisstjórnarflokkana (Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokks) voru ólíklegastir til að hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, fór fram dagana 27. september til 7. október og voru svarendur 946 talsins. Fjölmiðlanefnd hefur tekið saman skýrslu sem byggir á könnuninni og niðurstöðum hennar. Þar kemur margt forvitnilegt í ljós. Skjáskot úr skýrslu fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá helstu niðurstöðum könnunar Maskíinu um falsfréttir í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.skjáskot Meðal þess sem þar má sjá eru dæmi um ummæli, það sem þátttakendur könnunarinnar töldu vera falsfrétt. Einhver rak augu í frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar Daðason væri ekki Guð og það vafðist ekki fyrir viðkomandi að afgreiða það sem falsfrétt. Og þannig eru fleiri setningar tilgreindar eins og sjá má á skjáskoti hér ofar. Svo sem: „Endalausar lygar Bjarna Ben og rakin aumingjaskapur fjölmiðlafólks að staðreyndatékka lygavaðalinn úr fávitanum og leyfa honum að ræpa…“ Og af frá hinum kantinum, en sé litið til þess að þeir sem eru stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna töldu sig ekki sá eins margar falsfréttir og hinir, þá er þetta að einhverju leyti í auga sjáandans: „Blaðrið í Gunnari Smára,“ segir annar og flokkar það sem rangar upplýsingar og/eða falsfrétt. Skoðanakannanir Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Þar af sögðust ellefu prósent þátttakenda hafa orðið vör við slíkar upplýsingar oft á dag síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Sem hlýtur að teljast verulega hátt hlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu Fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá niðurstöðum. Þar segir meðal annars að af þeim sem sögðust hafa orðið vör við falsfréttir eða rangar upplýsingar sagðist rúmlega helmingur telja ákveðinn stjórnmálaflokkur hafi borið ábyrgð á falsfréttunum. Og Kjósendur ríkisstjórnarflokkana (Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokks) voru ólíklegastir til að hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, fór fram dagana 27. september til 7. október og voru svarendur 946 talsins. Fjölmiðlanefnd hefur tekið saman skýrslu sem byggir á könnuninni og niðurstöðum hennar. Þar kemur margt forvitnilegt í ljós. Skjáskot úr skýrslu fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá helstu niðurstöðum könnunar Maskíinu um falsfréttir í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.skjáskot Meðal þess sem þar má sjá eru dæmi um ummæli, það sem þátttakendur könnunarinnar töldu vera falsfrétt. Einhver rak augu í frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar Daðason væri ekki Guð og það vafðist ekki fyrir viðkomandi að afgreiða það sem falsfrétt. Og þannig eru fleiri setningar tilgreindar eins og sjá má á skjáskoti hér ofar. Svo sem: „Endalausar lygar Bjarna Ben og rakin aumingjaskapur fjölmiðlafólks að staðreyndatékka lygavaðalinn úr fávitanum og leyfa honum að ræpa…“ Og af frá hinum kantinum, en sé litið til þess að þeir sem eru stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna töldu sig ekki sá eins margar falsfréttir og hinir, þá er þetta að einhverju leyti í auga sjáandans: „Blaðrið í Gunnari Smára,“ segir annar og flokkar það sem rangar upplýsingar og/eða falsfrétt.
Skoðanakannanir Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira