Meiri ávinningur af persónulegum samskiptum en samskiptum á samfélagsmiðlum Ingrid Kuhlman skrifar 16. desember 2021 12:00 Stór hluti samskipta okkar í dag eiga sér stað í gegnum netið og þá sérstaklega samfélagsmiðla (Facebook, Instagram, Snapchat o.fl.). Þeir eru komnir til að vera og eiga ef til vill eftir að verða enn stærri hluti af lífi okkar. Á samfélagsmiðlum er auðvelt að tjá skoðanir sínar, fá undirtektir við stöðufærslur og samúð þegar manni liggur eitthvað á hjarta. Nýleg rannsókn vísindamanna við Michigan State University sýnir þó að samfélagsmiðlar eru ekki besti staðurinn til að leita stuðnings þegar kemur að andlegri heilsu okkar. Samfélagsmiðlar koma ekki í stað persónulegra samskipta. Í netkönnun sem var lögð fyrir í byrjun ársins 2021 svöruðu yfir 400 háskólanemar við áðurnefndan háskóla spurningum um félagslegan stuðning, notkun sína á samfélagsmiðlum og geðheilsu. Rannsakendur báru svör þeirra saman við svör nemenda sem sögðust fyrst og fremst leita félagslegs stuðnings í raunheimum. Rannsóknin leiddi í ljós að þótt félagslegur stuðningur á samfélagsmiðlum hafi ekki neikvæð áhrif á geðheilsu nemendanna hefur hann heldur ekki jákvæð áhrif. Óhófleg notkun nemendanna á samfélagsmiðlum tengist hins vegar marktækt minni félagslegum stuðningi í raunheimum. Auk þess fara nemendur sem ekki fá félagslegan stuðning í raunheimum á mis við aðalávinning persónulegra samskipta sem er betri geðheilsa s.s. minna þunglyndi, minni kvíði og minni einmanaleiki. Rannsakendur segja að áhrif deilinga, læka, broskarla, hjarta og annarra tjákna (e. emoji) og viðbragða á samfélagsmiðlum séu takmörkuð og veiti ekki þann stuðning sem persónulegt samtal getur veitt. Næst þegar þú átt slæman dag skaltu því frekar nota símann til að skipuleggja hitting með fólki sem þú þekkir og treystir. Persónulegt samtal er ein besta leiðin til að fá huggun og dýpka tengslin. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Samfélagsmiðlar Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Stór hluti samskipta okkar í dag eiga sér stað í gegnum netið og þá sérstaklega samfélagsmiðla (Facebook, Instagram, Snapchat o.fl.). Þeir eru komnir til að vera og eiga ef til vill eftir að verða enn stærri hluti af lífi okkar. Á samfélagsmiðlum er auðvelt að tjá skoðanir sínar, fá undirtektir við stöðufærslur og samúð þegar manni liggur eitthvað á hjarta. Nýleg rannsókn vísindamanna við Michigan State University sýnir þó að samfélagsmiðlar eru ekki besti staðurinn til að leita stuðnings þegar kemur að andlegri heilsu okkar. Samfélagsmiðlar koma ekki í stað persónulegra samskipta. Í netkönnun sem var lögð fyrir í byrjun ársins 2021 svöruðu yfir 400 háskólanemar við áðurnefndan háskóla spurningum um félagslegan stuðning, notkun sína á samfélagsmiðlum og geðheilsu. Rannsakendur báru svör þeirra saman við svör nemenda sem sögðust fyrst og fremst leita félagslegs stuðnings í raunheimum. Rannsóknin leiddi í ljós að þótt félagslegur stuðningur á samfélagsmiðlum hafi ekki neikvæð áhrif á geðheilsu nemendanna hefur hann heldur ekki jákvæð áhrif. Óhófleg notkun nemendanna á samfélagsmiðlum tengist hins vegar marktækt minni félagslegum stuðningi í raunheimum. Auk þess fara nemendur sem ekki fá félagslegan stuðning í raunheimum á mis við aðalávinning persónulegra samskipta sem er betri geðheilsa s.s. minna þunglyndi, minni kvíði og minni einmanaleiki. Rannsakendur segja að áhrif deilinga, læka, broskarla, hjarta og annarra tjákna (e. emoji) og viðbragða á samfélagsmiðlum séu takmörkuð og veiti ekki þann stuðning sem persónulegt samtal getur veitt. Næst þegar þú átt slæman dag skaltu því frekar nota símann til að skipuleggja hitting með fólki sem þú þekkir og treystir. Persónulegt samtal er ein besta leiðin til að fá huggun og dýpka tengslin. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar