Heyrir til tíðinda að enginn viðvörunarborði sé á vef Veðurstofunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2021 12:16 Engir rauðir borðar blasa við landsmönnum á vef Veðurstofunnar, sem sætir nokkrum tíðindum enda er það í fyrsta sinn í rúmt ár sem Veðurstofan varar ekki við óveðri eða náttúruvá. Vísir/Vilhelm Enginn viðvörunarborði vegna óvissustigs eða veðurviðvarana er á vef Veðurstofunnar, í fyrsta sinn í rúmt ár, eftir að óvissustigi var aflétt á Seyðisfirði og hætti að gjósa í Geldingadölum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir það heyra til tíðinda að engar viðvaranir séu uppi. „Þetta er búið að vera viðvarandi núna allt þetta ár má segja vegna náttúruvár, þannig að það sætir aðeins tíðindum að það sé enginn borði á vef Veðurstofunnar núna,” segir Elín. Óvissustig hefur verið viðvarandi á landinu öllu síðan 15. desember í fyrra, eða þegar því var lýst yfir vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Ýmsar aðrar náttúruvár hafa látið á sér kræla síðan þá; hvort sem er vegna skriðu- eða snjóflóðahættu, jökulhlaups eða jarðhræringa, en óvissustigi vegna jarðhræringa var lýst yfir í byrjun árs. Sem kunnugt er hófst eldgos í framhaldinu sem stóð yfir í sex mánuði. Óvissustigi vegna eldgossins var aflétt í byrjun mánaðar og sömuleiðis var því aflétt á Seyðisfirði nú á miðnætti. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.Vísir/Sigurjón „Það voru engar rauðar veðurviðvaranir í ár, allavega ekki enn sem komið er, en það var viðloðandi náttúruvá. Síðasti borðinn á vef Veðurstofunnar var óvissustig vegna náttúruvár en því var aflétt á miðnætti, og síðan var eldgos í næstum sex mánuði sem líka var varað við. En veðurviðvaranir koma og fara, þær eru miklu kvikari, og eru kannski bara í einn til tvo daga í senn, en það hefur ekki verið neitt óvenju mikið af þeim í ár,” segir Elín. Þá má búast við lægðar-lausum jólum, þó erfitt sé að spá fyrir um það á þessum tímapunkti. „Það er of snemmt að fara í nákvæmar veðurspár en það er útlit fyrir svipað veður næstu daga og hefur verið, hlýindi og annað. Það gæti komið hæð yfir landið sem myndi halda lægðum fjarri og þá verður þetta bara rólegheitarveður, en það getur enn breyst.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að ekkert óvissustig væri í gildi vegna náttúruvár. Hins vegar er óvissustig almannavarna í gildi vegna landriss í Öskju. Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera viðvarandi núna allt þetta ár má segja vegna náttúruvár, þannig að það sætir aðeins tíðindum að það sé enginn borði á vef Veðurstofunnar núna,” segir Elín. Óvissustig hefur verið viðvarandi á landinu öllu síðan 15. desember í fyrra, eða þegar því var lýst yfir vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Ýmsar aðrar náttúruvár hafa látið á sér kræla síðan þá; hvort sem er vegna skriðu- eða snjóflóðahættu, jökulhlaups eða jarðhræringa, en óvissustigi vegna jarðhræringa var lýst yfir í byrjun árs. Sem kunnugt er hófst eldgos í framhaldinu sem stóð yfir í sex mánuði. Óvissustigi vegna eldgossins var aflétt í byrjun mánaðar og sömuleiðis var því aflétt á Seyðisfirði nú á miðnætti. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.Vísir/Sigurjón „Það voru engar rauðar veðurviðvaranir í ár, allavega ekki enn sem komið er, en það var viðloðandi náttúruvá. Síðasti borðinn á vef Veðurstofunnar var óvissustig vegna náttúruvár en því var aflétt á miðnætti, og síðan var eldgos í næstum sex mánuði sem líka var varað við. En veðurviðvaranir koma og fara, þær eru miklu kvikari, og eru kannski bara í einn til tvo daga í senn, en það hefur ekki verið neitt óvenju mikið af þeim í ár,” segir Elín. Þá má búast við lægðar-lausum jólum, þó erfitt sé að spá fyrir um það á þessum tímapunkti. „Það er of snemmt að fara í nákvæmar veðurspár en það er útlit fyrir svipað veður næstu daga og hefur verið, hlýindi og annað. Það gæti komið hæð yfir landið sem myndi halda lægðum fjarri og þá verður þetta bara rólegheitarveður, en það getur enn breyst.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að ekkert óvissustig væri í gildi vegna náttúruvár. Hins vegar er óvissustig almannavarna í gildi vegna landriss í Öskju.
Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira