Magnús Örn vill leiða lista Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 18:45 Magnús Örn hefur sóst eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Vísir Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur boðið sig fram í oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarrnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið mun fara fram fyrir kosningarnar í febrúar á nýju ári. Þetta segir í tilkynningu frá Magnúsi. Magnús er forseti bæjastjórnar og formaður bæjarráðs og starfar einnig sem forstöðumaður hjá sjóðastýringarfélaginu Stefni hf. Hann segist í tilkynningu fyrst og fremst leggja áherslu á lága skatta, hagkvæman rekstur, skilvirka stjórnsýslu, hátt þjónustustig og forgangsröðun framkvæmda líkt og á þessu kjörtímabili. „Á síðustu misserum hafa margvíslegar áskoranir blasað við Seltjarnarnesbæ líkt og öðrum sveitarfélögum, bæði í rekstri og fjárfestingum. Hækkun launa opinberra starfsmanna umfram almenn laun og hækkun lífeyrisskuldbindingar hafa verið afar krefjandi og heimsfaraldur þyngt róðurinn enn frekar,“ segir í tilkynningu Magnúsar. Hann segir vel hafa tekist til að stýra sveitarfélaginu í gegn um þessar áskoranir og sé aukning skulda þá hófleg en engin langtímalán hafi verið tekin á síðasta ári. Seltjarnarnesbæjar sé í raun í öfundsverðri stöðu þegar komi að skuldaviðmiðum sveitarfélagsins, ekki síst þegar tekið sé tilllit til samninga ríkisins og Reykjavíkurborgar við bæinn. „Skuldbinding þessara aðila við bæinn nema samtals yfir 1.600 milljónum vegna bygginga mannvirkja á Seltjarnarnesi sem bærinn á og ríki og borg leigja þó margir kjósi að gleyma þeirri staðreynd. Það er yfir helmingur af langtímaskuldum bæjarins.“ Nýtt hjúkrunarheimili, Seltjörn, hafi þegar risið, viðbygging við íþróttahús hafi verið gerð í samstarfi við Reykjavíkurborg og Lækningaminjasafnið verði að Náttúruminjasafni í eigu ríkisins. Þá sé þegar byrjað á nýjum búsetukjarna fyrir fatlaða sem muni skapa hagræði og bæta þjónustu, og nýr leikskóli muni fljótlega rísa. „Áskoranir munu halda áfram og afar mikilvægt er að sterkur og samstilltur hópur Sjálfstæðismanna haldi um stjórnartaumana á Nesinu eftir næstu kosningar og taki á rekstri bæjarins af festu,“ skrifar Magnús. „Framundan er uppbyggingarskeið en ný Gróttubyggð mun brátt rísa við Bygggarða. Gert er ráð fyrir töluverðri fjölgun íbúa og auknum skatttekjum án þess að fjárfesta þurfi í innviðum. Magnús vill lækka fasteinaskatt og lækka útsvar.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hækka útsvar eftir að fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagðist á sveif með minnihlutanum Samþykkt var að hækka útsvar Seltjarnarnesbæjar úr 13,70 prósentum í 14,09 prósent á fundi bæjarstjórnar í dag. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði við atkvæðagreiðsluna og lagðist fulltrúi flokksins á sveif með minnihlutanum. 15. desember 2021 12:43 Miklar breytingar fram undan Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. 15. desember 2021 09:58 Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Magnúsi. Magnús er forseti bæjastjórnar og formaður bæjarráðs og starfar einnig sem forstöðumaður hjá sjóðastýringarfélaginu Stefni hf. Hann segist í tilkynningu fyrst og fremst leggja áherslu á lága skatta, hagkvæman rekstur, skilvirka stjórnsýslu, hátt þjónustustig og forgangsröðun framkvæmda líkt og á þessu kjörtímabili. „Á síðustu misserum hafa margvíslegar áskoranir blasað við Seltjarnarnesbæ líkt og öðrum sveitarfélögum, bæði í rekstri og fjárfestingum. Hækkun launa opinberra starfsmanna umfram almenn laun og hækkun lífeyrisskuldbindingar hafa verið afar krefjandi og heimsfaraldur þyngt róðurinn enn frekar,“ segir í tilkynningu Magnúsar. Hann segir vel hafa tekist til að stýra sveitarfélaginu í gegn um þessar áskoranir og sé aukning skulda þá hófleg en engin langtímalán hafi verið tekin á síðasta ári. Seltjarnarnesbæjar sé í raun í öfundsverðri stöðu þegar komi að skuldaviðmiðum sveitarfélagsins, ekki síst þegar tekið sé tilllit til samninga ríkisins og Reykjavíkurborgar við bæinn. „Skuldbinding þessara aðila við bæinn nema samtals yfir 1.600 milljónum vegna bygginga mannvirkja á Seltjarnarnesi sem bærinn á og ríki og borg leigja þó margir kjósi að gleyma þeirri staðreynd. Það er yfir helmingur af langtímaskuldum bæjarins.“ Nýtt hjúkrunarheimili, Seltjörn, hafi þegar risið, viðbygging við íþróttahús hafi verið gerð í samstarfi við Reykjavíkurborg og Lækningaminjasafnið verði að Náttúruminjasafni í eigu ríkisins. Þá sé þegar byrjað á nýjum búsetukjarna fyrir fatlaða sem muni skapa hagræði og bæta þjónustu, og nýr leikskóli muni fljótlega rísa. „Áskoranir munu halda áfram og afar mikilvægt er að sterkur og samstilltur hópur Sjálfstæðismanna haldi um stjórnartaumana á Nesinu eftir næstu kosningar og taki á rekstri bæjarins af festu,“ skrifar Magnús. „Framundan er uppbyggingarskeið en ný Gróttubyggð mun brátt rísa við Bygggarða. Gert er ráð fyrir töluverðri fjölgun íbúa og auknum skatttekjum án þess að fjárfesta þurfi í innviðum. Magnús vill lækka fasteinaskatt og lækka útsvar.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hækka útsvar eftir að fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagðist á sveif með minnihlutanum Samþykkt var að hækka útsvar Seltjarnarnesbæjar úr 13,70 prósentum í 14,09 prósent á fundi bæjarstjórnar í dag. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði við atkvæðagreiðsluna og lagðist fulltrúi flokksins á sveif með minnihlutanum. 15. desember 2021 12:43 Miklar breytingar fram undan Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. 15. desember 2021 09:58 Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Hækka útsvar eftir að fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagðist á sveif með minnihlutanum Samþykkt var að hækka útsvar Seltjarnarnesbæjar úr 13,70 prósentum í 14,09 prósent á fundi bæjarstjórnar í dag. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði við atkvæðagreiðsluna og lagðist fulltrúi flokksins á sveif með minnihlutanum. 15. desember 2021 12:43
Miklar breytingar fram undan Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. 15. desember 2021 09:58
Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16