Sara: Verð ég virkilega að hlaupa upp og niður þessa skíðabrekku? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir byrjaði aftur að keppa í CrossFit en þótt hún væri stödd í Dúbaí þá slapp hún ekki við sleipann snjóinn. Instagram/sarasigmunds&dxbfitnesschamp Það er eitt að byrja að keppa átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð en annað að gera það í sleipri snjóbrekku. Sara Sigmundsdóttir horfðist í augun við óttann og kláraði þetta erfiða andlega próf með glans í gær. Sara tjáði sig um fyrsta daginn á CrossFit mótinu í Dúbaí og fékk líka mikið hrós frá umboðsmanni sínum Snorra Barón Jónssyni. „Verð ég virkilega að hlaupa upp og niður skíðabrekkuna?,“ er spurning sem Sara slær upp í uppgjörsfærslu sinni á fyrsta keppnisdeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það er ekki að ástæðulausu að íþróttakona í hennar sporum myndi spyrja af þessu. Það að hlaupa á hálum snjónum og ofan á það í brekku er ekki besta byrjunin fyrir íþróttamann að koma til baka eftir krossbandsslit. „Hverjar eru líkurnar að ég sé að keppa í fyrsta sinn eftir krossbandsslit og í fyrstu tveimur greinunum þurfi ég að hlaupa upp og niður skíðabrekku. Í Dúbaí af öllum stöðum,“ skrifaði Sara. „Ég var ánægð með að horfast í augu við óttann og sanna það að ég treyst líkamanum mínum og að líkaminn minn geti treyst mér. Get ekki beðið eftir því að keppa á Dúbaí tennisvellinum á morgun (í dag) og taka á því með öllum þessum stórkostlegu íþróttkonum,“ skrifaði Sara. Annar dagurinn á Dubai CrossFit Championship er framundan og situr Sara í ellefta sætinu eftir fyrsta daginn þar sem báðar greinarnar fóru fram í skíðahöllinni í Dúbaí. „Hún er komin aftur og ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því hversu ánægður ég er,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fyrrnefndri færslu Söru. „Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship var alvöru próf fyrir einhvern sem fór í hnéaðgerð fyrir átta mánuðum en Sara Sigmundsdóttir náði prófinu með glæsibrag,“ skrifaði Snorri. „Það var það sem ég óskaði að hún færi í gegnum þetta heil og næði að sýna að líkaminn hennar væri í klár í keppni fyrir 2022 tímabilið. Allt í góðu til þessa og ég er mjög spenntur fyrir næstu tveimur dögum,“ skrifaði Snorri. Keppnin hefst í hádeginum í dag að íslenskum tíma eða klukkan fjögur eftir hádegi af staðartíma. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) CrossFit Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Sjá meira
Sara tjáði sig um fyrsta daginn á CrossFit mótinu í Dúbaí og fékk líka mikið hrós frá umboðsmanni sínum Snorra Barón Jónssyni. „Verð ég virkilega að hlaupa upp og niður skíðabrekkuna?,“ er spurning sem Sara slær upp í uppgjörsfærslu sinni á fyrsta keppnisdeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það er ekki að ástæðulausu að íþróttakona í hennar sporum myndi spyrja af þessu. Það að hlaupa á hálum snjónum og ofan á það í brekku er ekki besta byrjunin fyrir íþróttamann að koma til baka eftir krossbandsslit. „Hverjar eru líkurnar að ég sé að keppa í fyrsta sinn eftir krossbandsslit og í fyrstu tveimur greinunum þurfi ég að hlaupa upp og niður skíðabrekku. Í Dúbaí af öllum stöðum,“ skrifaði Sara. „Ég var ánægð með að horfast í augu við óttann og sanna það að ég treyst líkamanum mínum og að líkaminn minn geti treyst mér. Get ekki beðið eftir því að keppa á Dúbaí tennisvellinum á morgun (í dag) og taka á því með öllum þessum stórkostlegu íþróttkonum,“ skrifaði Sara. Annar dagurinn á Dubai CrossFit Championship er framundan og situr Sara í ellefta sætinu eftir fyrsta daginn þar sem báðar greinarnar fóru fram í skíðahöllinni í Dúbaí. „Hún er komin aftur og ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því hversu ánægður ég er,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fyrrnefndri færslu Söru. „Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship var alvöru próf fyrir einhvern sem fór í hnéaðgerð fyrir átta mánuðum en Sara Sigmundsdóttir náði prófinu með glæsibrag,“ skrifaði Snorri. „Það var það sem ég óskaði að hún færi í gegnum þetta heil og næði að sýna að líkaminn hennar væri í klár í keppni fyrir 2022 tímabilið. Allt í góðu til þessa og ég er mjög spenntur fyrir næstu tveimur dögum,“ skrifaði Snorri. Keppnin hefst í hádeginum í dag að íslenskum tíma eða klukkan fjögur eftir hádegi af staðartíma. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp)
CrossFit Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Sjá meira